Leita í fréttum mbl.is

GÖMUL OG NÝ SAGA!

Ég var viðloðandi Samtök um Kvennaathvarf um margra ára skeið.  Það sem skar í augu hjá öllum sem komu að starfinu innan Kvennaathvarfsins var líðan barnanna sem komu til dvalar með mæðrum sínum.  Undantekningalaust voru þau þolendur ofbeldisins.  Mjög oft sem andlegir þolendur þar sem þau bjuggu við spennuna og óttan sem fylgir heimilisofbeldi og því miður allt of oft höfðu þau verið beitt ofbeldi sjálf, þe. líkamlegu og/eða kynferðislegu. 

Ég sá einu sinni þriggja og fjögurra ára systkini draga buxurnar sínar niður til að fela marblettina.  Ég sá börn með misstóra áverka en öll voru þau skelfingu lostin, þótt þau segðu ekki orð, störðu bara fram fyrir sig tómum augum.

Við sáum þau hjarna við og öðlast örlitla trú á betra líf eftir því sem dögunum í athvarfinu fjölgaði.  Við sáum glitta í börn sem þráðu frið og öryggi og gátu sleppt gjörgæslunni á foreldrunum.  Það á engu barni að bjóða upp á svona uppvaxtarskilyrði.  Ég held að skilningurinn á því sé að aukast og  Guði sé lof að Kvennaathvarfið skuli vera til fyrir þessi börn og mæður þeirra.  Þar er a.m.k. von til að mæðurnar komist út úr þeim vítahring sem heimilisofbeldi er og geti skapað krökkunum sínum nýtt og betra líf sem þau eiga svo innilega skilið.


mbl.is Mörg barnanna í Kvennaathvarfinu beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála þér. Kvennaathvarfið er alveg ótrúlegt skjól fyrir konur og börn sem eru beitt ofbeldi innan heimilis. Ofbeldi á börnum er eitthvað það ljótasta sem fyrirfinnst í samfélagi fólks. Það er verið að ráðast gegn sakleysi og einstaklingum sem að geta enga björg sér veitt þar sem að það er fólkið sem að þau treysta sem að meiða þau. Ofbeldi gegn konum er einnig alveg skelfilegt og ég vildi sjá miklu skýrari og öflugri úrræði gegn slíku.  Til dæmis í dómaframkvæmd og innan hegningarlaga! Með kveðju, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 2.6.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Brot gegn börnum verða aldrei bætt, það skemmir þau fyrir lífstíð þó svo sumum þeirra takist á ótrúlegan hátt að lifa með skaðann.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svo satt Jenný! Ég held að margir skilji ekki þennan raunveruleika. Auðvitað eru öll þessi börn þolendur, burtséð frá hvort þau hafi þurft að þola ofbeldið á eigin skinni eða ekki. Það að horfa uppá ofbeldi á eigin heimili er tegund ofbeldis og heldur barni í heljargreipum. Þetta má aldrei vanmeta. Ég vona að þessi aukning hjá Kvennaathvarfinu bendi til þess að fleiri þolendur leiti aðstoðar frekar en aukningu á ofbeldi. Við megum ekki gleyma öllum þeim tilfellum sem aldrei fréttist af og öllum þeim börnum sem þjást í þögninni. Sálfræðinga í skólana NÚNA! 

Það vill stundum gleymast að sú aðstoð sem þessar konur þurfa þegar þær yfirgefa athvarfið er að finna hjá okkur í Félagi einstæðra foreldra. Ríkið tekur t.d. ekki tillit til þessa við ákvörðun fjárlaga. Við munum vinna í því.

Laufey Ólafsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorgleg staðreynd.  Ég verð svo döpur þegar ég hugsa um börn sem eiga bágt.  Hvað gengur fólki til að ráðast að börnum, sem geta ekki varið sig.  Og satt, Guði sé lof fyrir Kvennaathvarfið.  Ég held að þar liggi ómetanlegt starf.  Og stórviki verið unninn.  Og sem betur fer eru konur sem hafa öðlast hjálp þar, farnar að vinna sjálfar að þeirra málum úti á landi eins og til dæmis hér á Ísafirði, Sólstafir, þetta þarf að útvíkka í hvern bæ, hvert sveitarfélag og allar sveitir.  Breiða út boðskapinn og virkja þolendur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2007 kl. 15:53

5 identicon

Kvennaathvarfið vinnur gott starf. En við vitum að þegar móðir er beitt ofbeldi bitnar það ekkert minna á börnunum. Þó þau séu ekki beitt ofbeldinu sjálf. Það þarf að hjálpa þeim líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 15:56

6 Smámynd: halkatla

Já þetta er svo sorglegt og það er ekkert smá gott starf sem er unnið gegnum Kvennaathvarfið. Megi þau verk ætíð vera blessuð takk fyrir áminninguna Jenný, það er gott að hugsa um þetta þó að það sé ekki beint viðkunnanlegt. Það getur verið erfitt að sætta sig við að svona gerist, en það eiga börnin og konurnar ekki skilið. 

halkatla, 2.6.2007 kl. 15:58

7 Smámynd: Ragnheiður

Af fenginni reynslu veit ég að samtök um kvennaathvarf og stígamót hafa hreinlega bjargað mannslífum.

Ég verð þeim ævarandi þakklát.

Ragnheiður , 2.6.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er sorglegt þegar fullorðið fólk ræðst gegn börnum og þeim sem minna mega sín.

Ef bara allir gætu lifað í friði

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 18:32

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég sá einmitt fréttina og varð hugsað til þín

Heiða Þórðar, 2.6.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband