Leita í fréttum mbl.is

SJÖTÍUPRÓSENT MÖKKUR

1

Í tilefni reyklausa dagsins eru fréttir af reykvenjum heimsins í fjölmiðlum.  Það er sláandi hátt hlutfall Grænlendinga sem reykja eða um 70%.  20% dauðsfalla í landinu eru talin stafa af reykingum.  Vont mál en svona er það þegar fíkniefni eru lögleidd og seld af ríkinu.  Þeir eru greinilega ekki farnir að beita "dubbelmóralnum" á Grænlandi ennþá, þ.e. "skammastín þarna forpestrari andrúmsloftsins en keyptu þér samt endilega sígarettur svo það hringli í ríkiskassanum".  Eitthvað svo halló.  Ætti ég að hætta að reykja eða flytja til Grænlands?  Hversu langt er í að það verði bannað að reykja heima hjá sér?  Eða úti á strætóstoppistöð?  Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir mörgum árum og tók strætó í skólann, fékk ég mér stundum síu úti á stoppistöð.  Þá var oft fussað og sveiað og horft á mig með fyrirlitningu.  Ég man þá tíma líka þegar öskubakkar voru á biðstofum bæði í bönkum og hjá læknum.  Mig langar ekki í þá tíma aftur en smá tolerans væri vel þegin.

Ég heilsa ykkur fallega mínir grænlensku þjáningarbræður!


mbl.is 70% Grænlendinga reykja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Salút!

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Forsjárhyggja og öfgar, ekki gott. Fólk hlýtur að meiga borða á stöðum þar sem reykt er ef það vill. Veitingahúsarekendur ættu sjálfir að fá að ráða. Segir frú reyklaus sem þolir ekki reyk, (v/lungun) en þrælfíla samt reykingafólk.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Næst verður bannað að reykja á almannafæri, þetta lið (reykingavarnamafían) tekur þetta í skrefum. Ef fólk sést reykja gæti nefnilega saklaus reykleysingi allt í einu munað eftir því að hann langaði alltaf svo mikið til að reykja og þarna þegar hann sá frostbitinni reykingamanneskju bregða fyrir var hann loksins minntur á það ... Bíðið bara! Gleymi ekki öfgaantireykingasinnanum sem skaut til bana reykingamann sem reykti fyrir utan byggingu í L.A. eða New York ... svona til að kenna honum að reykingar væru hættulegar og hann vildi ekki slíka mengun. Hann var náttúrlega á bíl, maðurinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hehehe..... þetta eru hættulegar umræður, kannski er netlögga að fylgjast með þessa stundina, gætum átt það á hættu að reyklausir grýti okkur á götum úti....... kannski verður það leyfilegt innan skamms tíma? ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 15:21

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, alveg pottþétt, Eva. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úps, tough choices. Ég hætti sjálf að reykja fyrir nítján árum, bráðum tuttugu, en maðurinn minn reykir. Ég finn oft fyrir þessum pirringi þegar við erum að á ferðalögum saman og hann verður að hlaupa fleiri kílómetra út úr byggingum til að geta reykt utandyra. Á meðan verð ég að bíða hans alein eða labba með honum. Þetta er sem sé líka pirrandi fyrir aðstandendur reykingamanna. Ég myndi frekar vilja tylla mér nokkrar mínútur í reykherbergi með honum en að hlaupa út á götu.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:57

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er alltaf að minnka að fólk byrji að reykja, þetta hlítur að detta út, en vissulega orðið mjög óþægilegt fyrir þá sem hafa vanið sig á að reykja að vera alstaðar úthýst.

Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 17:10

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sjálf hef ég verið reyklaus síðan í febrúar og er því svona nett sama mín vegna. Hef ekkert á móti því að vera í reyk, finnst gott að finna lykt að sígarettum, en þetta snertir mig ekki persónulega lengur. Finnst samt forræðishyggjan vera einhvern vegin á rangri leið.

Því miður held ég að þetta hafi engin, eða lítil, áhrif á komandi kynslóð/ir. Krakkarnir sem nú eru að byrja að reykja hafa vanist því frá upphafi að þeir geti nánast hvergi reykt inni og þetta venst bara og svo kemur næsta reykingakynslóð og þeim mun nú ekki finnast mikið mál að vera reyklaus í nokkrar klst inn á einhverjum stöðum. Reykja bara þeimur meira þegar heim kemur. blablablablablabla

Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 18:35

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég flutti bara til útlanda til að geta reykt í friði, nennti ekki að norpa úti í kuldanum lengur.
Lifi Grikkland.

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:16

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna ertu að segja að ég sé einskis virði?  Sé bara á útleið?  Hm.. er farin til Grikklands til Gerðar Rósu.  Nananabúbú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 21:28

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

innlitskvitterý....

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband