Leita í fréttum mbl.is

AÐ DRUKKNA Í HITABYLGJU!

1

Nú held ég að Rússar megi fara að huga að meðferðarmálum og taka okkur Íslendinga til fyrirmyndar.  Tuttugu og átta manns hafa drukknað í Moskvu á undanförnum dögum í tilraunum sínum til að kæla sig.

Meginástæða dauðsfallanna er sú að fólk er að baða sig þar sem ekki er gert ráð fyrir að fólk baði sig,” segir Vladimir Plyasunov, yfirmaður lífvarðasveita borgarinnar. “Að auki voru 75% þeirra ekki allsgáðir.” Þá segir hann alla lífverði borgarinnar hafa verið kallaða út vegna hitabylgjunnar."

Hitinn í Moskvu er 30 stig þessa dagana og er það mjög óvanalegt í þessum mánuði.  Hm.. það er nottla bara á færi Rússa að DRUKKNA í hitabylgju.  Allir á VOG.


mbl.is Tuttugu og átta drukknaðir í hitabylgju í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Voru þeir búnir að fá sér smá "Vodka"

Hvar er hitabylgjan okkar. Af hverju fáum við aldrei svona bylgju. 

Halla Rut , 31.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já ég er sammála því .... mig langar líka í svona hitabylgju ...þó að það væri ekki nema ein vika!

 Samt er alveg ótrúlegt þetta ástand á Rússum.... spurning um að fara og taka til í velferðarkerfinu!

Sunna Dóra Möller, 31.5.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var nú bara heitt í gær og verður líka í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.5.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta mín í þeirra tilfelli ER það greinilega þannig

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 11:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geta þeir ekki deilt þessum hita með okkur ?  Annars er hræðilega vont að vera í svona miklum hita.  Maður getur klætt af sér kulda en ekki hitan.  Munið eftir svitanum og orkuleysinu í svona miklum hita.  Maður getur eiginlega ekkert gert. Meira að segja aumingja Britney Spairs varð rassblaut, svo papparassarnir tóku bleytumynd af bossanum á henni.  Frekar ósmekklegt að mínu mati, en svona er lífið.   Nei ekki hitabylgju takk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvar fékkstu þessa mynd með.... flott :)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 17:15

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta væri náttúrlega sorglegt ef þetta væri ekki svona fyndið. Eða á ég frekar að segja þetta væri náttúrlega fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Eða kannski þetta er fyndið í fáránleikanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 18:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég "googlaði" myndina Eva mín.  Hún er krúttleg.

Þetta er tragikomist Jóna mín það er satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband