Leita í fréttum mbl.is

TÍU-NÚLL FYRIR SVÍÞJÓÐ..

Legally Blonde

..fyrir að senda ekki Fröken Svíþjóð (sem er á myndunum hér fyrir ofan) í alheims fegurðarsamkeppnina sem haldin var í gær.  Ég er hætt að reyna að vera kurteis þegar keppnir í fegurð eru annars vegar og er komin með þær upp í kok.  Hvernig dettur einhverjum í hug í nútímanum að halda þessari vitleysu áfram?  Að viðhalda staðalímyndunum, hlutgera konur, vega þær og meta upp á  mm er svo mikið stílbrot að það er ekki vinnandi vegur að mæla því bót. 

Jájá konur sem eru á móti keppnum í fegurð eru afbrýðisamar, ljótar, feitar, gamlar, vitlausar, nöldurtýpur, femínistar (þú getur bölvað þér upp á það) og fleiri hugtök og orð sem notuð eru sem neikvæð lýsingarorð yfir konur með skoðanir á þessum tilteknu uppákomum.  Af hverju má stúlka í fegurðarsamkeppni ekki eiga barn?  Er það fantasían um Lolítu sem þar ræður för?  Er það kannski draumurinn um hina óspjölluðu mey?  Það væri áhugavert að fá svar við því.  Þær mega ekki hafa farið í lýtaaðgerð hm.. nema kannski brjóstastækkun, þær eiga að vera með sína náttúrulegu fegurð.  Hvað er náttúrulegt við að ganga um á sundbol fyrir fleirhundruð manns?  Eða að klæða sig í galakjóla og ganga á pinnahælum þegar stúlka er á aldrinum 17-20 ára?  Kvöl og pína, niðurlæging og hallærislegheit.

Ungfrú Ísland er ákaflega falleg stúlka.  Mér finnst hún eiga allt gott skilið.  Þessi gagnrýni beinist ekki að stúlkunum persónulega. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Sammála er á móti svona gripasýningum. Enda finnst mér enn vera að sýna litlum dömum að þær VERÐI aðvera mjóar og sætar hvernig svo sem þær eru fæddar

mér finnst þú frábær kv unns 

Unnur R. H., 29.5.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Er þessar gripasýningar ekki út um allan heim .

Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég fæ alltaf kjánahroll, aulahroll, aumingja- og perrahroll og fer líka örlítið hjá mér þegar ég sé svona keppnir. Mér finnst samt jákvætt að þær fara svo oft út í heim að gera góða hluti og vinna í góðgerðarmálum en er virkilega allt þetta hallæri nauðsynlegt?

Jú við erum að sjálfsögðu bara feitar, ljótar, gamlar og hallærislegar enda hafa sætar stelpur engar skoðanir á hlutum er það nokkuð? Þvílíkt rugl!

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jahá..en hve svíar eru þá fullkomlega ósamkvæmir sjálfum sér og miklir hræsnarar..ef það er rétt að þeir hafi ekki sent Fröken Svíþjóð í alheimsfegurðarkeppnina...

Bara ein spurning..og hvernig varð Miss Sveden þá til ef ekki út úr fegurðarsamkeppni????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í Svíþjóð fer ekki fram hefðbundin fegurðarsamkeppni.  Heldur sækja stúlkurnar um vinnu og sú sem er ráðin fær sín mánaðarlaun.  Eina sem ég veit að ekki er lagt til grundvallar ráðningunni er hið hefðbundna útlitsmat fegurðarsamkeppna.  Katrín mín einhvers staðar verður fólk að byrja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 18:19

6 identicon

Hvernig væri að beina gagnrýninni að þeim sem sjá um að viðhalda þessu? Framkvæmdastjórinn gerir út fólk hist og her til að spotta út kandídata í landshlutafegurðarsamkeppnir og sér svo sjálf um þetta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara eins og hvert annað fyrirtæki sem er haldið úti í í hagnaðarskyni. Varla er þetta hugsjón??? Mér fyndist best ef það væri hægt að vinna gagnrýnina inn í þann farveg. Þessar stelpur eru lokkaðar með alls kyns gylliboðum um frítt þetta og frítt hitt ef þær eru til. Það er erfitt fyrir 18-20 ára blankar stelpur í námi að segja nei við svoleiðis nokkru þó að það væri að sjálfsögðu best.  Eldri stelpan mín var beðin um að vera með í Norðurlandskeppninni þegar hún var 18 ára, hún hafði bein í nefinu til að segja nei (enda alin upp af femínistum ) en það var ýmislegt í þessu sem freistaði eftir sem áður.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 20:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér fannst þetta ferlega flott hjá svíunum. Ég var satt að segja bara mjög ánægð með þessa ákvörðun þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já alveg rétt Jenný..en sækir hver um hvernig vinnu??? Að vera fegurðardrottning Svía  eða????

....Ég er ekki alveg að skilja þetta eða að misskilja eitthvað herfilega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 21:07

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

...Því ef hún er ekki fegurðardrottning og þeir hafa ekki fegurðarsamkeppni svíarnir..hvernig getur hún þá skrópað eða ekki mætt og mótmælt með fjarveru sinni ef hún er ekki fegurðardrottning???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 21:44

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róleg Katrín mín, maður fær bara hjartaáfall þegar kíkt er í kommentakerfið.  Ég er ekki talsmaður fyrir fröken Svíþjóð.  Fór inn á heimasíðu keppninnar og náði í þetta.

Miss Sweden Not Just a Pretty Face

Pageant Requires Contestants to Undergo a Series of Leadership Contests and SeminarsMiss Sweden
2006 Miss Sweden Josephine Alhanko has two master's degrees and is pursuing her PhD. (ABCNEWS.com)From WNT By DAVID WRIGHT

March 25, 2007


Help wanted: an attractive blonde, 18-28, must care about world peace…"Okay, so that's not exactly the ad that's been running in Sweden's national employment register, but it's pretty close. The actual ad is in Swedish, and it is gender-neutral, as all want ads are required to be in Sweden.

"Anyone can apply -- even men," said the owner of the Miss Sweden franchise, Panos Papadopoulos. But Papadopoulos conceded that men do not get very far, because the main purpose of the contest is to choose Sweden's representative to the Miss Universe pageant.

Miss Sweden (Fröken Sverige, in Swedish) is the only beauty pageant in the world that advertises in the want ads. And contestants are chosen through a decidedly different selection process than any other beauty pageant in the world."It's not a beauty pageant at all, not in the traditional way," said Papadopoulos, who bought the rights to Miss Sweden a few years ago.

The Miss Sweden contest more closely resembles a reality TV show than a beauty pageant. Instead, the contestants undergo a series of leadership contests and seminars.

The reason for this change? In Sweden, as in much of the world, the idea of beauty pageants had come under fire. Protesters claimed it was sexist, old-fashioned, and out of sync with a country that prides itself on a more modern, liberal approach.

Kannski hjálpar þetta þér eitthvað Katrín.  Ég legg ekki dóm á hvort ein leið sé betri en önnur en ég tek ofan fyrir eigendum "keppninnar" að ákveða að senda ekki Fröken Svíðþjóð í umrædda keppni vegna mats á keppendum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 22:43

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elsku Jenný mín..ekki vera að fá hjartaáfall af þessum spurningum mínum..ég er bara ekki alveg að koma þessu heim og saman með að ekki fegurðardrottning lýsi með fjarveru sinni í fegurðarsamkeppni og hafi þar með einhver áhrif sem mótmælaaðgerð í sjálfu sér.

 Eina sem ég get séð að skili árangri er ef þjóðir hætta að hafa fegurðarsamkeppnir og þátttakendum fækki stöðugt begna breyttra viðhorfa. Og vonandi vonandi gerist það hraðar en hægar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 23:36

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað Katrín er best að engar fegurðarsamkeppnir fyrirfinnist.  Þar erum við sammála.  Hlutirninr breytast hægt en í hvert skipti sem einhver hættir við þáttöku vekur það athygli á þeim fíflagangi sem þessar uppákomur eru. Smjúts ég var að djóka með æsingin audda

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband