Leita í fréttum mbl.is

STELPAN MÍN FLOGIN Á BRAUT..

Andrea bestavinkona og Maysubarnið á góðri stund.

..en hún er u.þ.b. að fara í loftið núna.  Búhú!  Þetta var stutt gaman en svakalega skemmtilegt en mamman verður alltaf smá döpur þegar stelpan hennar fer aftur heim.  Nú er það London næsta hjá mér eins fljótt og auðið er.  Oliver og Robbi verða lengur sem nemur tveimur dögum og það er auðvitað yndislegt.

Í matarveislunni stóru í gær sem taldi 12 manns var mikil háreysti, talað og hlegið, borðað og drukkið (kaffi og meððí).  Tíminn líður bara svo fljótt þegar allt er skemmtilegt og eins gott að reyna að frysta augnablikin og geyma þau innra með sér.  Jenny hrinti Oliver (hún setti sig þess vegna sjálf í skammarkrók) en ég held að það hafi hlaupið lítill villingur í stelpuna því Jenny veit auðvitað,  að maður er góður við börn.  Oliver fór að gráta smá en hann er svo duglegur að hann jafnaði sig fljótt.  Svo fóru þau í ömmurrrrúm og hoppuðu þar og borðuðu ís (ójá það gerðu þau) og Jökull stóri frændi leit eftir þeim svo þau færu sér ekki að voða.

En nú er Maysan mín flogin, enn einn ganginn.  Svona er lífið.  Búhú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

...,Æi  það er alltaf sár þegja börnin mans fara í burtu.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég fer til london í júlí og verð alveg fram í ágúst! Koddu með manneskja!

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar stelpur.  Já það er alltaf erfitt að segja bless.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey mín fer í að skoða málið, NÚNA!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi takk allar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 22:46

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gleymdi líka að segja að hún er alltaf jafnsæt hún Maya þín... Algert bjútí.

Mig langar oft til að flytja í burtu aftur en hef varla hjarta í mér til að rífa stelpurnar af ömmunni aftur og öfugt. Ísland er stundum svo þurrt og leiðinlegt en stundum svo ágætt. Ég er líka orðin frekar þreytt á þvælingi og flutningum. Fer líklega ekki neitt fyrr en ég get búið á báðum stöðum í einu sem er auðvitað bráðum, þegar ég verð rík.

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband