Mánudagur, 28. maí 2007
ÁSKORUN
Ég tók áskorun um að birta þennan pistil en hrossið í haganum gerði slíkt hið sama og hér er hann.
Mig langar að deila þessari sögu helst með öllum og vona að engin/n lendi í svona löguðu.
"Klukkan 04:00 í nótt fékk ég upphringingu frá lögreglunni í Reykjavík sem tilkynnir mér það að hún sé stödd upp á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi með föður mínum. Maðurinn sem ræddi við mig bað mig um að koma því að faðir minn hafi lent í fólskulegri líkamsárás og verið rændur.
Þegar ég kem upp á spítala er lögreglumaður á vakt látinn vita af mér og við löbbum saman inn á herbergið þar sem faðir minn hvílist. Þegar ég kem að rúminu sem hann lá í brá mér nú heldur betur. Hann var augljóslega illa laminn, blóðugur í framan og með mikla verki. Eftir að hafa fellt nokkur tár og kysst pabba gamla á ennið var farið með hann í sneiðmyndatöku og röntgenmyndatöku. Á meðan því stóð, fræddi lögreglumaðurinn mig um atburðarás kvöldsins sem faðir minn hafi lent í. Hann hafði farið niður í bæ klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi. Hann bað leigubílinn um að stoppa efst á Laugarvegi fyrir neðan Hlemm. Þar fór hann út og gekk inn á stað sem heitir Kaffisetrið. Hann fór inn og spjallaði við fólk á staðnum of fékk sér nokkra bjóra. Því næst ætlaði hann sér að labba niður Laugaveg og niður á Lækjargötu til að finna sér leigubíl og halda heim. En á leið sinni niður Laugarveg gengur að honum ung stúlka og biður hann um að gefa sér eld, sjálfsagt hélt hann nú og fer í vasa sinn eftir kveikjara, biður þá stúlkan hann um að koma inn í húsasund þar sem hún ætlaði að reykja sígarettuna. Faðir minn gengur inn í sundið og gefur henni eld. Því næst er ráðist aftan að honum hann sleginn aftan frá með einhverju barefli. Hann dettur niður í malbikið og rankar svo við sér þegar þung fótspörk dynja á andliti hans og skrokknum. Stúlkan og maðurinn taka veskið hans með 6000 kr. öllum kortum, debet og kredit, síma, hús og bíllykla tóbak, úrið og gleraugun hans. Faðir minn sagðist ekki geta séð nógu vel því að mikið blóð rann úr vitjum hans. Því næst segir maðurinn við hann, "Farðu úr jakkanum helvítið þitt" og endurtók þessa setningu nokkuð oft. Faðir minn lá enn í götunni og höggin dundu enn á honum. Þeim tókst ekki að ná honum úr jakkanum þar sem hann lá á götunni og svo sperrti hann upp tærnar svo þau gætu ekki rifið af honum skóna. Hann var viss um að árásarmennirnir væru nokkrir, en sá þá því miður ekki nógu vel. Stúlkan og mennirnir héldu því á brott og faðir minn skakklappaðist aftur á Laugarveginn og fann þar unga drengi og bað þá um að hringja á lögregluna. Einn drengjanna gerði það og beið með föður mínum þar til lögreglan kom. Hann var keyrður í snatri upp á slysadeild.
Áverkar; 2 skurðir í andliti eftir spörk, annar fyrir ofan auga og annar fyrir neðan augað, 1 skurður á hnakka eftir barefli, brotin rifbein að aftan, nefbrot auk sjónskaða sem á eftir að rannsaka betur. Einnig aumir vöðvar, skrámur á hálsi og marblettir.
Faðir minn er 67 ára gamall eldri borgari og finnst mér þetta hræðileg meðferð á manngreyinu, nú liggur hann illa særður, líkamlega og andlega. Hann talar stanslaust um að hann hreinlega bara trúi þessu ekki. Þetta er það óheiðarlegasta sem hann hafi lent í á allri sinni ævi, jafnframt það fólskulegasta. Í gamla daga gátu menn borið hendur fyrir sig og varið sig. Þá þekktist það ekki að nokkrir menn kæmu aftan að mönnum og lemdu þá til óbóta liggjandi í götunni.
Lögreglan sagði mér að þetta væri víst daglegt brauð um helgar að fólk leitaði að auðveldum fórnarlömbum sem þau/þeir gætu hugsanlega grætt 5-15 þúsund krónur á. Þ.e.a.s selt síma þeirra, stolið lausafé, selt flíkur þeirra og skartgripi. Og margir aldraðir skrifi pin númer sín og geymi í síma eða á miða í veskinu.
Mig langar að gera eitthvað róttækt, en kannski líður þessi tilhneiging mín hjá þegar pabba batnar, en ég er svo reið og sár. Það vantar augljóslega miklu meiri sýnilega löggæslu í miðbæinn og var mér sagt að það sé einmitt það sem ríkislögreglustjórinn vill gera en ekki fáist fé til þess.
Hversu margir þurfa að slasast? Eða jafnvel deyja?
María."
Ég varð miður mín við lestur þessarar færslu. Hvað getum við borgararnir gert? Ofbeldið í miðbænum eykst og eykst og verður stöðugt alvarlegra. Þetta verður að stoppa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þetta er hræðileg saga. Ég hlustaðli á fréttina, og var einmitt að hugsa hvað karlinn hefði verið að elta stúlkuna inn í húsasund. þess vegna finnst mér gott að fá söguna eins og hún gekk fyrir sig. Æ þetta heldur bara áfram að versna, þangað til stjórnvöld fara að gera eitthvað róttækt í málefnum fíkla. Dæma þá í meðferð og setja á stofn meðferðarheimili til að gera þau aftur að mönnum. Þetta gæti verið dóttir mín eða þín næst. Hver veit, þegar fíkniefnadjöfullinn tekur tak. En það er bara nákvæmlega afskaplega lítið verið að gera í þessu til að stemma stigu við því. Einungis verið að elta þau uppi með nokkur grömm í vasa, eins og það skipt mestu máli. Það þarf að taka á málunum frá upphafi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 10:31
Ég er sammála Ásthildi. Það er voða lítið hægt að gera nema fara í uppsprettuna. Auðvitað þarf að stórauka lögreglugæslu og ekki bara um helgar. En þeir geta náttúrlega ekki verið á hverju götuhorni. Það er voðalega sorglegt að við þurfum að tortryggja allt og alla í kringum okkur, eins og maðurinn hefði þurft að vera tortrygginn gagnvart þessari ungu stúlku.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2007 kl. 11:35
Þetta er skelfilegt.
Það getur ekki verið svo óheyrilegur kostnaður að setja myndavélar á fleiri staði. Og fleiri lögreglur að sjálfsögðu. Eitthvað VERÐUR að gera.
Anna Einarsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:08
Það setur að mér óhug. Heyrði þetta í fréttunum og brá illa við. London búinn minn var í bænum og ég er eiginlega hræddari um hana hér en í London. Hvað er til ráða??
Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 14:36
Þetta er hrikalegt - Í flestum tilfellum eru þetta langt gengnir fíklar. Það vantar að mínu mati stórátak í meðferðarmálum, svo miklu fleiri pláss fyrir fólk sem svona er komið fyrir. Staðreyndin er sú að fólkið sem er að fremja þessi hroðalegu afbrot var einu sinni fólk eins og ég og þú, en einhvers staðar á leiðinni missti það stjórn á lífi sínu og þegar það er komið svona langt gerir það hvað sem er til að ná í pening fyrir dópi.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.