Sunnudagur, 27. maí 2007
LÖNGU TÍMABÆR ÁSTARJÁTNING TIL SJÁLFRAR MÍN!
Ég fer ekki að sofa fyrir en ég er búin að monta mig smá af því hversu dugleg ég er búin að vera í dag og kvöld. Algjör ofurhúsmóðir ef ég á að segja eins og er. Það stendur mikið til á morgun þegar Inga-Lill kemur frá Svíþjóð. Hún hefur komið til Íslands all oft en það eru orðin mörg ár síðan við hittumst hér. Hún er ástfangin af Esjunni og getur ekki beðið eftir að sameinast henni að nýju. Nóg um það. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt. Ekki kusk á mínum húsmóðurhvítflibba. Móðir mín yrði stolt af ef hún droppaði í heimsókn (sem ekki er líklegt að hún geri svona upp úr miðnættinu). Ég bakaði þrjár sortir og lagði í sultu (eða sultar maður sultu arg.. man ekki) en ég er að sjálfsögðu að ljúga hvorutveggja til að imponera á bloggvinina. Rúllugardínan lýsir heiftarlega með fjarveru sinni auðvitað en það er ekki hægt að öðlast alla hluti "på befallning".
Ég fór í Smáralind og verslaði fyrir tugi þúsunda (eða því sem næst) enda stórt matarboð á mánudaginn þar sem allar stelpurnar mínar með mökum ásamt börnum verða hér í mat og Inga-Lill að sjálfsögðu líka.
Ég veit ekki hvort ég að segja frá því hér en ég er hreint ótrúlega seinheppin stundum. Í öllum hamaganginum við þrifin steig ég bókstaflega ofan í skúringafötuna og varð blaut upp að hné. Ég blótaði ekki mikið. Húsbandið hló sig ekki alveg máttlausan. Það er merkilegt hvað ég hef oft lent í því um ævina að kunna ekki fótum mínum forráð. En nú orðið er þetta forráðaleysi öllu hættuminna en það hefur stundum verið í lífinu fyrir meðferð og í þetta skipti var það í orðins örgustu.
Gúddnætgæs!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú gleymdir að nefna í öllu þessu verðskuldaða sjálfshóli að þú ert líka ofurbloggari - en ég sé á seinheppninni þinni að þú toppar ekki undirritaða. Mér tókst nefnilega einu sinni að bregða eigin fæti fyrir sjálfa mig - það er eiginlega of flókið að lýsa hvernig ég fór að því en ég datt kylliflöt á gólfið heima hjá mér við þessa aðför
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 00:32
hehe. Sé þig fyrir mér ofan í skúringafötunni. Nema í sýninni minni ertu pínulítil og hangir á fötubarminum með tærnar ofan í sápuvatninu. Húsbandið er stór og íhugull með pípu. Veit ekki afhverju. En nú held ég að Þorvaldur sæti námskeiðshaldari sé farinn að hafa einhver áhrif á mig því hann lætur okkur upphugsa svona myndir i huganum. Eins gott að maður byrji ekki í dópinu og fari að rugla saman ímyndun og veruleika. Sultar maður ekki á haustin eftir berjatínslu!? Ég bara spyr sisona. Þú ert ofur-margt og þarft ekki einhverja helvítis tertugerð til að sanna það.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 00:50
Ég hef líka rekið sígarettu upp í mitt "eigins" auga Anna mín, bláedrú sko, þannig að ég hlýt að eiga aulavinninginn.
Jóna: Sko maður getur alltaf á sig blómum bætt. Hehe ég held ég láti kökugerðina og sultuna öðrum eftir (jú það er á haustin svo mikið veit ég).
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 00:57
Varstu í Smáralind í dag og ég líka og samt hittumst við ekki? Varst þú nokkuð konan sem ég gekk að inni í Hagkaup og spurði: "Hvernig kemst maður héðan út?" Nei, þú hefðir ekki orðið hræðsluleg á svipinn. Kannski hefði ég þekkt þig í návígi, gleraugun of mild/dauf/léleg/ósterk.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:27
Gleymdi: Dugleg stelpa! Ætla að nota morgundaginn í að þrífa allt út!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:28
bara upp að hnjám trítla? Tek fram að þetta er það eina sem ég trúi ekki í bloggfærslunni þinni....
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 03:50
Til hamingju með ástarjátninguna:) - hygg að flest okkar gleymi að vera ástfangin = af sjálfum okkur. Fátt toppar seinheppni móður minnar, eitt það síðasta sem gerðist þar á bæ var að þau fengu brjálaða kú upp á þak hjá sér...
Birgitta Jónsdóttir, 27.5.2007 kl. 07:50
Hörð samkeppni um aulavinninginn þegar undirrituð er annars vegar er einstaklega seinheppin. Við höfum rætt þetta áður!
Svakalega ertu dugleg! Þessi ástarjátning er vel verðskulduð. Gardínukaup? grrr. Ég er búin að vera með bráðabirgðarklúður fyrir gluggunum í 3 ár! Er búin að fara 1000 ferðir í IKEA (3 síðan það var flutt upp í sveit, bíllaus skiluru...) og finn aldrei neitt!!! Er samt að spá í að fara að drífa í þessu. Er í framkvæmdum á íbúðinni sem stjórnast óþolandi mikið af fjárhag (grrr aftur) og tíma (úff) en vona að mér takist að klára það fyrir rest. Virðist endalaust!
Góða skemmtun með fjölskyldunni og til hamingju með að hafa þau öll samankomin á einum stað! Mömmu minni fannst alltaf ómögulegt þegar ég bjó í London... Var kvenna (og manna) fegnust þegar við fluttum heim.
Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 08:15
Good morning....sunshine!!! Njóttu semverunnar með vinkonunni og hlægið á ykkur gat saman innan um allt Ikeadótið sem þér var stýrt frá að kaupa. Minn verður einmitt eittthvað heyrnarlaus og röltir bara burtu þegar ég er að spá og spekúlera með innkaup á lífsnauðsynlegu dóti sem hvergi er pláss fyrir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 11:30
Eigðu yndislega dag mín elskuega
Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 14:08
Góða skemmtun í dag. Þess vegna eru ekki fimm eða sex færslur í dag. Var í þessu sama og þú í gær og var bara ótrúlega stressuð, hef orðið stressaðri og stressaðri með árunum við það að taka á móti fólki í boð/veislur. En - það er alltaf yndislegt að fá sína nánustu!
Edda Agnarsdóttir, 27.5.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.