Leita í fréttum mbl.is

RAUÐA PÍANÓIÐ FER HVERGI!

Elton John er hættur við sk. Evrópuför hins rauða píanós.  Tónleikaferðin átti að hefjast í júní.  Eitthvað babb í bátinn varðandi bókanir kom upp þannig að ekki verður að því að píanóið vaði um heiminn.  Það er rosa völlur á píanóum þekktra manna nú um stundir.  Píanóið hans Lennon er í friðarleiðangri víða um heim.

Rauða píanóið hefur sum sé dregið sig í hlé og harðneitar að fara í Evrópuferð.  Þá er bara eitt eftir, þ.e. píanóið hans Lenna og fólk verður bara að elta það í staðinn.

Úje!


mbl.is Elton aflýsir Evrópuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

já það er ekki annað í stöðunni fyrst að rauða píanóið neitar að fara.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Getur hann ekki komið með kassann til Íslands og spilað t.d. í afmæli einhvers nýríks dúdda.??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eða bara í afmælunum okkar Ásdís mín, það sem við eigum ekki í peningum eigum við´í húsböndum, börnum, heilum og hjörtum (ekki segja að ég sé sjálfhælin)hahahahaha!

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 20:57

4 identicon

Já - ég rakst á þessar tvær fréttir af píanóum - sem minnti mig á að ég hafði ekki spilað á mitt eigið mjög mjög lengi - er búin að vera að bæta úr því í dag með mínum tíu þumlum :( gúddgríf hvað konu getur farið aftur þegar hún hættir að snerta hljófæri

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú spilar þó Anna.  Eins og ég er vel af guði gerð ()þá gleymdist alveg að útdeila þeim hæfileika til mín en hógvær sem ég er verð ég að segja að ég fékk ríkulega af öðrum hæfileikum (ég er farin að slá Iðnaðarráðherra við, svei mér þá alla daga).

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hann er svo mikil díva kallinn! Kannski samt mál að vera að burðast með heilt píanó (óháð lit þess) upp á von og óvon að mega spila á einhverjum stöðum. Kannski betra að tryggja staðina áður en maður fer í píanóflutninga... svona frá praktísku hliðinni.

Mér er þó spurn... Er rauða píanóið markaðssetningartrikk hjá Elton? Er fólki sem fer á tónleika hjá honum ekki skítsama um hvernig píanóið hans er á litinn? Bara pæling. Sjálf myndi ég ekki nenna á tóleika bara af því mig langaði að sjá leikið á rautt píanó... Call me crazy

Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 08:27

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...sá ekki fréttina um friðarpíanó Lenna... Það sem fólki dettur í hug! Getur Elton ekki bara slegist í för og notað það?

Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband