Leita í fréttum mbl.is

IKEARAPPORT

Ég fór í rúllugardínu-havaríð eins og ég ætlaði mér og eins og lesendur mínir vita þá rapportera ég alltaf (ég meina í þetta eina skipti sem ég hef farið í IKEA á árinu þangað til núna) þegar ég fer í þessa þunglyndisaukandi verslun af sænskum uppruna.  Eins og síðast þá fór ég eftir smáræði og kom heim með alla smávörudeildina.  Síðast fór ég til að kaupa sturtuhengi en gleymdi því og keypti nánast allt annað sem nöfnum tjáir að nefna.  Núna fór ég til að kaupa rúllugardínu og gleymdi henni en keypti mottur í staðinn.  Ég segi svona, það hefði verið flott ef það hefði æxlast þannig.  Nú var húsbandið með í för og hann stýrði mér að rúllugardínunum (arg) og engin þeirra var brúkleg að mínu mati þannig að nú bíðum við fram yfir helgi og Inga-Lill getur bara verið andvaka í nætursólinni þangað til.  Ég fer ekki með húsbandinu aftur í IKEA það er ekki hægt að kaupa neitt "óvart" þegar hann er með í för.  Hann þekkir á mér hillusvipinn og stímir eins og freigáta af stað með mig í eftirdragi um leið og hann sér hann birtast á fésinu á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehehe! Úff, hvað ég freistast líka í IKEA og kaupi lífsnauðsynjar sem ég vissi ekki að mig vantaði.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha ég fór þarna líka áðan en keypti ekki neitt. Það sem stóð til að kaupa fannst ekki og ég var ekki með plan B. Nenni ekki að fara þarna nema vera búin að velja á netinu fyrst hvað ég vil fá...þoli ekki svona stórar búðir

Ragnheiður , 26.5.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Ragnheiður

þetta er reyndar öfugt hjá mér, ég týndi karlinum amk þrisvar en fann hann sem betur fer aftur eða ég held það ?! Það er amk kall í sófanum

Ragnheiður , 26.5.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Minn er óþolandi í verslunum, eins og varðhundur án þess að segja orð bara ýtir mér vingjarnlega en ákveðið frá freistingunum í hillunum. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 17:41

5 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Já, IKEA er ekki bara leiðinleg búð heldur líka stórhættuleg. Í þau skipti sem ég hef farið hef ég  ALLTAF komið heim með fullt af kertum, myndaramma, púða, vasa, kertastjaka, nýjan dúk eða eitthvað álíka.  Maðurinn minn hefur einu sinni komið með, það var þegar við vorum ný flutt til Barcelona og þurftum að kaupa allt. Við vorum inni í versluninni í 8 klst! Stoppuðum í mat og alles (sænsku kjötbollurnar)..... En hann Haffi minn segist líka ekki fara aftur í IKEA fyrr en eftir svona ca. 5 ár. 1 klst fyrir hvert ár ;)

Ósk Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 17:45

6 identicon

IKEA. Ég er búin að fara 3svar í nýju búðina og villtist í öll skiptin. Ég glápi svo á allt dótið að ég gleymi að líta á gólfið og fylgja örvunum. Uppgötvaði þar að búðin er full af ónauðsynlegum hlutum sem mig langar í.Sem betur fer var ég með öðrum svo ég komst út fyrir rest nokkrum þúsundköllunum fátækari.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kærastinn minn fyrrverani hélt það út í eitt skipti að fara með mér í Ikea, síðan ekki söguna meír.

Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 19:14

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss krakkar að fara í IKEA og fleiri slíkar ferðir og halda geðinu óbrengluðu er hvorki meira né minna en listform og ég iðka það par exelance!

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 19:31

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú átt bara að skutla húsbandinu yfir í Max, þeim finnst skemmtilegra að skoða græjur, allavega mínum, og ef hann freistast í eitthvað þá er auðveldara að afsaka óþarfann sem ég asnast til að kaupa   annars höfum við bara farið 2svar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 20:28

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný ert þú konan sem ég sá í Ikea í dag sem sparkaði í manninn sinn? Og hann hoppaði um á einum fæti í skipulagsdeildinni og gólaði eitthvað um sérhannaðar hillur?

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 21:40

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það var ég en maðurinn var ókunnugur.  Hann fór í taugarnar á mér.  Jóna mín þú mátt ekki gefa þér að leiðinlegir menn eigi þær konur sem eru nálægt þeim

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 22:22

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sé að þú ert góður kandídat til að koma með mér í IKEA við gætum eytt þar heilum degi og aleigunni líka! Kannski jafnvel tekist að finna gardínur í leiðinni

Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.