Leita í fréttum mbl.is

AÐ LÆSA FÓLK ÚTI!

1

Ég setti mér ákveðnar reglur um hverjir mættu kommentera hjá mér eftir að hafa þurft að loka á einn sem skráði hjá mér athugasemd með yfirgengilegu orðbragði.  Þetta var ekki flókið.  Andlits- og nafnlausir dónar eða leiðindapúkar fjúka út. Ómar R. Valdimarsson, fyrrverandi ofurbloggari og talsmaður þess "mæta" fyrirtækis Impreglio, lokaði t.d. á mig fyrir að vera ekki að hans skapi.  Það var áður en hann hætti að leyfa komment hjá sér.  Mér fannst það ekkert voðalega leiðinlegt, varð dálítið upp með mér reyndar, að fá ekki að vera með í hans geimi.

Í morgun fékk ég færslu um mig frá Svampi (samviska þín) sem er felukarakter með attitjúd.  Ég hef samt lesið hann af og til og stundum hefur honum með skrifum sínum tekist að fá mig til að brosa.  Hann gerir mig að umtalsefni vegna þess að ég lokaði á hann fyrir að setja broskarla inn í athugasemdakerfið mitt.  Það heldur hann sko. Svampur minn það voru ekki broskarlarnir heldur sú staðreynd að þú kemur ekki fram undir nafni.  Þeir sem kommentera reglulega hjá mér eru ekki hræddir við að skrá sig fyrir því sem þeir hafa að segja.  Ég á meira að segja nokkra bloggvini sem ekki skrifa undir nafni en þá þekki ég og veit að þeir hafa góða ástæðu til.

Merkilegt að það skuli sífellt verða fólki tilefni til hneykslunar ef konur (já konur) leyfa sér að loka á ákveðna aðila.  Þetta gerir margir karlar en það sér enginn ástæðu til að blása það út. Þar sem þessi bloggsíða er minn einkafjölmiðill þá loka ég miskunnarlaust á þá sem fara yfir þau mörk sem ég og ritstjórnin höfum sett okkur.

Ég vil þó taka fram að ég hef lokað á þrjár IP-tölur það eru nú öll ósköpin.

Þetta flökraði svona að mér í morgunsárið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er hann ekki Valdimarsson?

Smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú takk breyti því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Good morning lady Jenny!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 13:37

4 identicon

já og bara ekkert athugavert við það.. þú átt þessa síðu, punktur. Ég hef reyndar eina tölu lokaða hjá mér. Sá kallar sig Himnasmið og er kexruglaður með eindæmum.. Það er mjög gott hvað Mogginn hefur lýðræðislegt en jafnframt sveigjanlegt bloggkerfi hjá sér og það er engin spurning að Mogginn er með besta bloggkerfi landsins enda metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur við það.

tjohei

Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst einhvern veginn alveg ljóst hver þessi Svampur er, þó ég viti ekki á honum nafnið. En auðvitað er það þrælflott að geta lokað úti þá sem maður nennir ekki að hlusta á.

María Kristjánsdóttir, 24.5.2007 kl. 14:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

María, María nú tryllist ég úr forvitni.  Hvernig er það ljóst hver hann er?

Björg, Moggabloggið er flottast.

Góðan daginn annars stelpur mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 15:11

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Að sjálfsögðu hefur þú fullt ritstjórnarvald og átt ekki að hika við að beita því. Til allrar lukku hef ég verið laus við ruglaða skýjaglópa með stórmennskubrjálæði og leiðindasvampa á síðunni minni.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:25

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jahérna! Voðalega hlýt ég að vera heppin. Aldrei sést til rugludalla á minni síðu.. tja fyrir utan þessa reglulegu.

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 15:30

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða mín það er út af því að þú ert svo sæt

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 15:46

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Var að vinna, svara þess vegna svona seint.

Mér finnst myndin hjá Sveppi vel valin og  af húmor, - ég viðurkenni ég er veik fyrir húmor! Yfirskriftin á síðunni sýnir forsjálni og svo eru textarnir hans oft ærið hnyttnir og koma með sýn  á mál sem mér hefði sjálfri aldrei dottið í hug. Niðurstaða: ég sé áhugaverða manneskju. -Kannski hef ég líka unnið of lengi í leikhúsi, hætt að gera greinarmun á veruleika og blekkingu! Annars kann ég betur við að fólk skrifi undir nafni og er sammála þér í því bloggvinkona.  

María Kristjánsdóttir, 24.5.2007 kl. 18:01

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

alltaf að flýta mér of mikið. tala um svepp en ekki svamp. þvílíkur dónaskapur.

María Kristjánsdóttir, 24.5.2007 kl. 20:16

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe María.  Ég get alveg fallist á að það sé húmor í "verunni" svamp.  En hann er úti, hann er úti ,hann er úti.  Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband