Leita í fréttum mbl.is

ENDURBIRT ÞUMALFINGURSREGLA

 

22

"ÞUMALFINGURSREGLAN" - "THE RULE OF THUMB"

Pistillinn um þumalfingursregluna var einn sá fyrsti sem ég skrifaði hér á blogginu.  Mér finnst ágætt að fólk viti hvaðan þessi frasi sem svo mikið er notaður, á uppruna sinn.

Þumalfingursreglan svokallaða er talin eiga uppruna sinn á Englandi en þar finnst hún fyrst skjalfest árið 1692. Þumalfingursbreidd kaðals eða annars bareflis var talin leyfileg stærð fyrir eiginmenn sem vildu refsa konum sínum með barsmíðum.

Það mun hafa verið Sir Francis Buller sem fyrstur mun hafa kveðið á um þetta.  Hann var því fyrir vikið kallaður Þumall dómari að því er sagnir herma. 

Maður gekk um í mörg ár og talaði um þumalfingursregluna hingað og þangað án þess að hafa grænan grun um að þar lægju að baki kvenlegir harmar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég man ekki eftir að bareflin hafi verið sérstaklega mæld, reglan var fremur það sem hendi er næst.

Ragnheiður , 19.5.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þessi sögn um uppruna þumalputtareglunnar er tóm vitleysa - því miður kannski, eins vel og hún kann að hljóma ...

Hlynur Þór Magnússon, 19.5.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Fræðingur

Það er vissulega rétt að fyrsta skjalfesta dæmið um notkun Rule of Thumb er frá 1692 fyrir utan það að dómarinn Francis Buller er sagður hafa dæmt svo 1782. Á sínum tíma var þessi dómur meira að segja mjög óvinsæll, það óvinsæll að hann lenti í satírumyndum.

Þannig að þér er óhætt að nota þumalputtaregluna áfram því uppruni hennar er ekki (að svo virðist) í kvenhatri.

Fræðingur, 19.5.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um upprunan eru vissulega deildar meiningar en þessi útskýring hefur orðið ofaná.  Ártalið er úr Wickipedia. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 15:59

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef heyrt um þumalputtareglunnar en í raun vissi ég ekki hvað það þýddi Fyrir en núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.5.2007 kl. 16:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorgleg hugsun hvernig sem á hana er litið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 16:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nenni ekki að standa í stappi um þetta við ykkur karlar mínir.  Þetta er almenn túlkun á sögu þessarar reglu.  Hér kemur skýringin úr alfræðibókinni.

Domestic violence/discipline

It is often claimed that the term originally referred to the maximum thickness of a stick with which it was permissible for a man to beat his wife.[1]

Caricature condemning Buller: Judge Thumb - Patent Sticks for Family Correction - Warranted Lawful!Caricature condemning Buller: Judge Thumb - Patent Sticks for Family Correction - Warranted Lawful!

Linguist Michael Quinion, citing the research of Sharon Fenick, notes that there are some examples of a related usage historically — most notably with regard to a supposed pronouncement by a British judge, Sir Francis Buller, that a man may legally beat his wife, provided that he used a stick no thicker than his thumb. However, it is questionable whether Buller ever made such a pronouncement and there is even less evidence that he phrased it as a "rule of thumb"; the rumoured statement was so unpopular that it caused him to be lambasted as "Judge Thumb" in a satirical James Gillray cartoon. According to Quinion, the term "Rule of Thumb" was first documented in English in 1692, long before Buller's reported pronouncement. The first known usage of the phrase "rule of thumb" in direct reference to domestic violence was in 1976, in the book Battered Wives by Del Martin.

Uppruninn er ekki á hreinu en þessi skilningur er útbreiddur svo ekki sé meira sagt.

Takk fyrir innlit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 17:24

8 Smámynd: Fræðingur

Þetta er mjög áhugavert sem þú vísar í. Sérstaklega línan um að þetta hafi verið fyrst notað í tengslum við kynbundið/heimilsofbeldi árið 1976. En hérna er allaveganna frumheimildin sem Wiki vísar í sem bendir á að það sé ekki einu sinni víst að þessi dómari hafi dæmt á þennan máta.

Ég myndi þannig telja að þessi túlkun á þumalputtareglu hafi orðið til í nútímanum frekar enn fyrr á öldum.

Fræðingur, 19.5.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég heyrði fyrst þessa skýringu á reglunni ca 1970 í menntó. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband