Föstudagur, 18. maí 2007
AÐ HANGA Á SNÚRUNNI GLAÐUR MEÐ SITT
Af og til heyri ég frásagnir af alkóhólistum sem hafa náð góðum tíma í edrúmennsku og hafa fallið. Ég sjálf lét líða góð 10 ár á milli minna tveggja meðferða. Ég sagði af mér sem alkahólisti eftir fyrri meðferðina, var í þolanlegu standi í nokkur ár og endaði svo nærri dauða en lífi í meðferð í október í fyrra. Í hvert skipti em ég heyri fréttir af ölkum sem falla er það áminning fyrir mig og hversu varlega maður þarf að stíga til jarðar. Að allir alkar, hversu lengi sem þeir hafa verið alsgáðir eru jafn langt eða stutt frá fyrsta glasinu. Ég verð alltaf hrygg þegar ég heyri af einhverjum vini mínum sem hefur skrikað fótur í edrúgöngunni. Ekki hissa en hrygg, því eins og mætur maður sagði "hvað er eðlilegra en að alkahólisti detti í það?". Ok, það má vera en það er samt sárt.
Sem betur fer er maður ekki með lögsögu yfir neinum öðrum en sjálfum sér og það er, alla vega í mínu tilfelli, ærið verkefni. Ég rek því nefið ekki ofan í annarra koppa og kirnur enda eins gott þar sem verkefnin mín í edrúmennskunni eru nægjanleg svo ekki sé nú meira sagt.
Ég á 2 daga í 7 mánaða edrúafmæli. Í bráðum 7 mánuði hef ég dvalið á snúrunni stórkostlegu, í misjöfnu veðri reyndar, örsjaldan (kannski bara alveg í byrjun) hef ég barist við að halda mér þar vegna ágjafar en flesta dagana ef ég bærst í vindinum, ósköp þægilega í brakandi þurrk. Ég plana ekki lengur en 7 klukkutíma í einu fram í tímann. Það gefur mér leyfi til að fullyrða að ég muni fara edrú að sofa í kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
dugleg stelpa, knús á þig....
Ragnheiður , 18.5.2007 kl. 13:34
Glæsilegt! Til hamingju, 2 eftir í sjö mánuði; einn dag í einu!
Auðun Gíslason, 18.5.2007 kl. 13:40
Takk, takk. Nákvæmlega Auðun einn dag í einu. Þannig gengur það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 13:46
Stattu þig stelpa, ég hef trú á þér
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 13:54
Já þú ert dugleg og til hamingju með með þig þú er frábær elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 14:01
þú ert yndisleg
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 14:10
Æi stelpur "you make me cray"
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 14:22
Einn mér nákominn er búinn að eiga tólf edrú ár og annar ellefu. Báðir voru búnir að prófa sérleiðirnar. Þessar sérleiðir byggðust á því að ákveða á einhverjum tímapunkti að þeim væri „batnað“. Þær virkuðu að sjálfsögðu ekki með tilheyrandi ótalmörgum byltum. Þeirra kúvending varð þegar þeir fóru að vinna í batanum sínum einn dag í einu. Nafna, dagurinn í dag er dagurinn þinn, í kvöld klappar þú sjálfri þér á öxlina og segir „Jenný Anna þú náðir mikilvægum áfanga í dag, þú tókst enn eitt skrefið í bataferlinu, til hamingju!“. Og allir bloggvinirnir þínir og vinkonur taka undir Þú ert frábær
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:42
Til hamingju með áfangann. Þetta er hægt. Ég varð 20 ára 1 nov 2006. Gengið á með éljum en það birtir alltaf upp aftur. Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:52
Þið eruð svo yndislegar, með fallegu afmælin ykkar. á ykkur allar og sér í lagi þig Jenný mín.
Hver dagur fyrir sig
Ragnheiður , 18.5.2007 kl. 14:56
Takk stelpur mínar fyrir falleg orð og hlýjar hugsanir. Það er ekki verra að eiga svona yndislegar vinkonur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 16:52
Sæl, Í gær voru sextán ár hjá mér sem betur fer án þess að hrasa. Ég gæti ekki verið ánægðari með að engin mundi eftir þessu nema ég. En ég er samt ekki lengra frá glasi en þú, armslengd. Gangi þér vel.
Nafnlaus Ónefndur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:00
Takk fyrir félagi og gangi þér vel áfram.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 17:05
Ég horfi með stolti á drenginn minn, þegar hann kemur hingað með litla soninn sinn. Búinn að fara til helvítið og kominn til baka aftur. Ég er bæði þakklát og ánægð. Og nú er maður ekki lengur endlaust hrædd um að ef hann kemur ekki í nokkra daga, eða er veikur eða þarf að skreppa suður að nú sé eitthvað skuggalegt að gerast. Þessir dagar eru liðnir núna. Vonandi forever.
Þess vegna veit ég hvað þú ert dugleg og hve öllum líður svo miklu betur í kring um þig elsku Jenný mín. Þetta er eitt af kraftaverkum í lífi hverrar fjölskyldu. Gangi þér áfram vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 19:30
Takk Ásthildur mín og til hamingju með hvað sonurinn stendur sig vel. Við gerum þetta einn dag í einu til lífsloka. Þannig er það best.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 20:12
Svona skemmtileg og frábær kona eins og þú VERÐUR að hugsa vel um sig! Til hamingju með allt saman elsku Jenný og haltu áfram að gleðja okkur hin . Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur: YOU GO GIRL!
Laufey Ólafsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:04
You hang in there girl. Æi Jenný Anna. Mikið vildi ég að sumir nákomnir mér tæku þig sér til fyrirmyndar. Það er svo óendanlega sárt að sjá góðar sálir steypa sér í glötun. Megi dagurinn á morgun verða þér gleðidagur.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.5.2007 kl. 23:57
Takk Jóna mín. Já ég vona svo sannarlega að sem flestir sem þjást af þessum hryllilega sjúkdómi sjái leiðina útúr honum. Lífið er svo dásamlegt þegar maður er "high" á eigin safa. Smútsj.
Takk stelpur I love u
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 00:03
Hér hefur allt verið sagt sem þarf að segja...svo ég sendi þér bara hjartaknús!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.