Leita í fréttum mbl.is

ÉG LIFÐI AF....

 22

..þvottahúsferðina þrátt fyrir að hafa lent þar í skæðum ævintýrum.  Það kom maður frá Orkuveitunni til að loka rafmagninu hjá fólki í húsinu (sem betur fer ekki mér) og ætlaði bara að æða í það þarna niðri að mér ásjáandi.  Hann fræddi mig um þetta pakk sem greiðir ekki sitt rafmagn á réttum tíma og gerir það að verkum að hann er eins og hundsspott út um allar trissur.  Hm...ég marg reyndi að stoppa manninn af og benti honum á að skilja eftir miða svo viðkomandi fólk gæti hringt þegar það kæmi heim.  Ókídókí sagði hann eftir hálftíma þras við mig rétt eins og ég væri skuldarinn, ég geri það þá en það er eins gott fyrir þetta fólk að borga á morgun sagði hann ógnandi við mig.  Úff ég svona meðvirk eins og ég er enda á hæli með þessu áframhaldi.  Mér leið eins og börðum hundi.  Konan sem átti að loka hjá skellihló þegar ég sagði henni frá þessu og sagðist ganga frá þessum rúmlega 3000 kalli á morgun (vá hvernig er maðurinn við fólk sem skuldar mörg rafmögn? hehe).

Ég sá sem sagt ekki könguló gott fólk, ekki eitt einasta kvikindi en rykrotturnar voru fjórar og andstyggilegar allar saman.  Þarna voru líka þrjár eðlur, grænar að lit.

Okokok..ég er að ljúga þessu með eðlurnar, þær voru ekki þrjár heldur ein og sú var blá að lit.  Ég hélt nottla á kvikindinu á meðan húsbandið smellti af.

Síjúgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frekar eðlileg dúllan.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hugrökk ertu........

.....að þora að tala við orkuveitu orbann

Ég þori aldrei að tala við ókunnuga

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Ester Júlía

Ég hefði hent eðlunni framan í rafmagnsgaurinn..nei kannski ekki, ljótt að fara illa með dýrin!

Ester Júlía, 15.5.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er nú bara vinnan hans að fara hús úr húsi og vera vondi karlinn. Hann á ekki að vera að kvarta yfir því við þig ... hann sýnir Önnu örugglega bara sparihliðina af því að hún borgar alltaf rafmagnið sitt. Gott hjá þér að verja nágrannann! Víkingur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur þurfið þið að taka öllu bókstaflega sem ég skrifa?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný Anna Baldursdóttir! Ég hef ekki getað gengið frá í eldhúsinu, lært með gelgjunni eða komið þeim einhverfa í rúmið. Ég er uppppppptekin við að lesa blogg (lesist í fleirtölu) dagsins hjá þér. Viltu gjöra svo vel að hætt'essu.. 'essu

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín ég er að blogga gagngert fyrir þig svo þú fáir hvíld frá amstri dagsins.  Og ég er rétt að byrja

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 22:28

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Falleg eðla. Ég er enn að leita að gamla dagblaðinu ,,Tímanum" á netinu þegar hann birti frétt um fjöldalokanir á hitaveitu í desembermánuði (!) einhvern tíma upp úr 1990. Sá sem sá um lokanirnar átti að heita Ísöld að millinafni. Stundum var Tíminn urrandi fyndinn á þessum tíma, eins og þegar tröllafyrirsögnin SPENNAN MAGNAST var birt einhverju sinni þegar einu sinni sem oftar var búið að ráðstafa seðlabankastjórastarfinu fyrirfram. Undirfyrirsögnin var: Hver verður seðlabankastjóri. En auðvitað er hvorugt fyndið, í rauninni, en þetta var sem sagt á meðan framsóknarmenn höfðu húmor. Liðin tíð (nema Bjarni Harðar).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.5.2007 kl. 22:48

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni Harðar er eini framsóknarmaðurinn með blóð í æðum og húmor í höfði og sál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 22:51

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bjarni Harðar er frábær - enda búum við við sömu götu.... Hann væri eina og ég endurtek EINA ástæða þess að ég mundi hugsanlega hugsa mig um að kjósa framsókn

Annars hélt ég alltaf að hann væri soldið rauður......ætli hann sé víngrænn?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 23:06

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er vinstri sinnaður framsóknarmaður (víngrænn er hann drykkfelldur?)

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 23:27

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og verst hvað ég sýnist handstór á myndinni Beta mín, er með svo petit hendur. Hm (lýg sko frekar upp á mig krumlum fremur en að viðurkenna að myndin sé mögulega stolið af yahoo!)

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 23:29

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - það veit ég ekki.... fannst það bara svo upplagt því ég hef alltaf haldið að hann væri svona...... hvernig segir maður það....... kommúnisti? hehe

Drykkfelldur! Drottinn minn sæll og glaður kemst nú sú saga á kreik...?

Skammastu þín Jenný!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband