Leita í fréttum mbl.is

ÞVOTTAHÚSIÐ NÆSTA!

23

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, lenti ég í alvarlegum raunum fyrir ekki svo löngu síðan þegar ég rakst á könguló í þvottahúsinu.  Reyndar var köngulóin ekki könguló heldur rykrotta sömu stærðar og Amasonköngulærnar (þessar sem éta fugla, þið vitið).  Nú af skiljanlegum ástæðum reyni ég að fara eins sjaldan og kostur er í þvottahúsið vegna hættu á hittingi við köngulær og aðra óvætti.  Rykrottukvikindi þótt dautt sé getur gert mig jafn hrædda og könguló.  Það er mikið af þeim í þvottahúsinu. 

Nú er ég sem sagt á leið í þvottahúsið skjálfandi á beinunum.  Ég sagði húsbandinu að ef ég væri ekki komin upp um kvöldmatarleytið að senda þá út hjálparsveitina.  Maðurinn hefur á þessu fullan skilning og mun að sjálfsögðu kalla eftir hjálp.  Ef ég blogga ekki meira í dag þá er það ekki vegna efnisskorts heldur einfaldlega af því ég verð dúsandi og snarlæst inni í þvottavélinni eftir magnaðan flótta við eiturköngulær sem éta konu eins og mig í forrétt.  MuhahahahahaW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alveg frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

passaðu þig á þeim - þær eru svaka hættulegar

 hehehehehee

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 16:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar þakka falleg varnaðarorð og aðdáunarstunur (rofl).  Ég passa mig með því að hoppa inn í næstu maskínu Hrönnsla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.