Leita í fréttum mbl.is

SKÁL Í NAFNI ALLAH

22

Vó, vó!  Það er eins gott að passa sig ef maður ætlar í heimsókn til föðurlandsins Írans.  Kúrdi frá Íran sem búsettur er í Drammen í Noregi var að heimsækja móður sína í Baneh í Íran en lögreglan sá hann drekka bjór.  Hann var færður á löggustöðina og fékk 130 svipuhögg fyrir tiltækið og voru þau afhent á staðnum.

Ég er ekki á leiðinni til Írak en ef svo undarlega vildi til þá er eins gott að ég haldi mér edrú áfram og í góðum bata því ég vil alls ekki láta berja mig í sumarfríinu.

Úff umboðsmenn Allah svo svakalega refsiglaðir eitthvað.


mbl.is 130 vandarhögg fyrir að drekka bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skrítið að múslimar séu eins og álfar út úr hól í vestrænum ríkjum.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 13:31

2 identicon

Ég held að það sé voða margt sem kona þarf að passa til að sleppa við refsingu í Íran.Til dæmis þarft þú að endurnýja fataskápinn, og alveg örugglega taka með þér húsbandið (sem þýðir tvöfalt fargjald;) en passa að koma sem minnst nálægt honum og alveg sérstaklega forðast knús og kossa, það er stórhættulegt (sbr. Richard Gere) ....... Ég er hrædd um að áhættan sé umtalsverð, hugsanlega bæði gjaldþrot og skilnaður  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já sinn er siðurinn í landi hverju það er sko greinilegt.  Allt annað gildismat í gangi.  Ég ber fulla virðingu fyrir annara trú og gildum en ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og það mættu þessir karlar taka til alvarlegrar athugunar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 13:54

4 identicon

Í Bna getur maður lent í margra ára fangelsi bara fyrir neyslu á ólöglegum fíkniefnum, svo er nánast ómögulegt að byggja sig upp því maður fer á svartan lista hjá háskólum og fær bara skítastörf. Ef ég gæti valið á milli þá myndi ég ljúka þessu af með Írönsku leiðinni heldur en að eyðileggja framtíðina.

Ég er á þeirri skoðun að það er viðbjóðslegt að ríki refsi þegnum fyrir neyslu, sama hvort það sé í Íran eða á vesturlöndum. Áfengi og tóbak eru fíkniefni hvíta mannsins og því sjaldgæft að það sé barist gegn þeim, opnum augun og leggjum niður fíkniefnastríðið á Íslandi! Þó að við höfum mildari refsingar hér þá eru samt sem áður þúsundir einstaklinga sem einangrast frá samfélaginu fyrir það eitt að kjósa önnur fíkniefni en meirihlutinn. 

Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Öll fíkniefni lögleg og ólögleg eru vond.  En það er til fullt af fólki sem getur drukkið áfengi með sóma og því ekki að leyfa því það?  Áfengi ER löglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 17:14

6 identicon

Áfengi á auðvitað áfram að vera löglegt. Að banna neyslu er ekkert annað en skerðing á eignarrétti yfir eigin líkama, því eiga öll fíkniefni að vera lögleg.

Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.