Leita í fréttum mbl.is

SÍÐHVÖRF Í GANGI?

22

Ég held að ég sé í síðhvörfum.  Síðhvörf er hin hliðin á fráhvörfm hjá ölkum og koma oft eftir töluverðan edrútíma.  Ég er ekki sérfræðingur en ég veit að ég verð að gæta mín með svefn, mat, hreyfingu ofl.  Nú í aðdraganda kosninganna hefur eitt og annað farið úr skorðum. S.s. svefntíminn, maturinn borðaður eftir minni og ég hef farið út að labba þegar ég hef munað eftir því.  Týpískur alki að verða heltekinn af einhverju.  En þannig hef ég nú alltaf verið líka löngu fyrir tíma alkóhólisma.  Nú síðhvörf eru spennuástand og þreyta. Það hringsnýst allt í hausnum á mér.  Ég setti mjólkina inn í pottaskáp í fyrradag og leitaði eins og brjálæðingur og fann hana daginn eftir þegar ég var búin að kaupa nýja. Ég man ekki hvort ég er búin að sprauta mig með insulininu þegar spennan er hvað verst.  Ég fer með ruslapokann út í bíl, gerði það í gær og var komin í Hagkaup þegar ég fattaði að ég var með sorpið meðferðis.  Ég hef í annan tíma gengið á ísskápinn sem stendur ca. 3 cm. út úr innréttingunni (hæfileikarík og hittin hún Jenny), ég hef farið inn í vitlausa bíla, setið og beðið eftir að mér sé svarað í símann án þess að hafa slegið inn númerið.  En ég þekki ástandið og kann að bregðast við því.  Það má sjá á því að kl. er orðin 02,00 og ég fíbblið sit hér og skrifa.´

Mjólkin er komin inn í ísskáp, ruslið á sinn stað, ég þarf ekki að hringja og ég er búin að lesa AA-bókina mína upp til agna.  Á morgun fer ég á fund og ekkert kjaftæði með það.  Guð gefi mér æðruleysi.  OMG.

GúddnætbeibísHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú færð alla vega alla góða strauma með þér, ef ske kynni að það hjálpaði. Annars sé ég á listanum neðst að þú ert eiginlega búin að afgreiða þetta tímabil og blessaður hversdagsleikinn, sem stundum er svo sætur, tekinn við. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.5.2007 kl. 03:07

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

:) Ég kannast reyndar við sumt af þessu, enda mjög utanviðmig svona stundum Labbaði nú dágóðan spöl með ruslið um daginn og var búin að fara með það í leikskólann að skila barninu og allt . Fer í gegnum svona gangaáhluti-daga líka... dyrakarma, hurðir, mubblur... þótt þau hafi staðið þar svo mánuðum skiptir! Hefurðu stigið ofaní baðið og fattað að þú gleymdir að fara úr brjóstahaldaranum? ...stungið gemsanum í rassvasann og uppgötvað það með mikilli skelfingu með skvettuhljóði í klósettinu þegar þú ætlar í sakleysi að fara að pissa? Saltað cheeriosið og ekki fattað það fyrr en eftir nokkrar munnfyllir? Ég hef enga afsökun, þetta er bara au natural Alltaf fjör hjá krónískum klaufabárðum Never a dull moment.

Hvíldu þig kona!

Laufey Ólafsdóttir, 15.5.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Never mind - bara fyndið!

Edda Agnarsdóttir, 15.5.2007 kl. 08:20

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Legg mitt lóð á vogarskálarnar með Önnu og sendi þér strauma. Ég stakk einu sinni farsímanum mínum inn í ísskáp og reyndi að troða tannburstanum mínum í gleraugnahulstrið. Ég var samt ekki að ganga í gegnum neitt annað en mínu venjulegu afglöp.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hef gert sumt af þessu, utanvið mig, ef ég er að vinna mikið.  Þá hrekkur skammtímaminnið úr sambandi. En það er gott að þetta er að rjátlast af þér vina kær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar þetta ástand heitir nottla bara að vera þreyttur á venjulegri íslensku en við alkóhólistar þurfum að gefa öllu fræðileg heiti.  Í mínu tilfelli er því venjuleg þreyta "síðhvörf".  Hehe en svefn matur og reglusemi í lifnaðarháttum er a-ö alkans ef hann ætlar að vera edrú og í góðum málum.  Þessi alki er ákveðinn í að vera flottur í edrúmennskunni.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 10:21

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þreytandi að hanga með símann á eyranu og bíða eftir að manni sé svarað... Pissaði næstum í mig (næstum því sko)

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.