Leita í fréttum mbl.is

Á DAUÐA MÍNUM ÁTTI ÉG VON..

22

..en að ég yrði einhverntímann sammála ofurbloggaranum Ómari R. Valdimarssyni, talsmanni Impregilo á Íslandi.  En það gerðist bara núna í morgun.  Ómar skrifaði færslu um ósiðsamlega auglýsingu Öryggismiðstöðvarinnar, eins og undirrituð (sbr. færslu hér fyrir neðan).  Öryggismiðstöðin sendi Ómari útskýringu á málinu og ég vona að ég hafi mátt kopíera það af síðunni hans.  Þeir segja eftirfarandi:

"Auglýsingarnar eru gerðar með skriflegu samþykki og fullri þátttöku Lalla. Sú hugmynd vaknaði að fá hann til að lýsa veruleika innbrotsþjófa í forvarnarskyni. Eftir að hugmyndin var borin undir hann hugsaði hann málið og ákvað svo að nýta sýna reynslu öðrum til varnaðar.

2. Lalli Johns fékk greiðslu fyrir þátttöku í auglýsingunum og var sú greiðsla algjörlega í samræmi við það sem tíðkast fyrir slík störf. Rík áhersla var lögð á að hvergi væri gengið á rétt hans.

3. Leitast var við að hafa aðkomu Lalla Johns í auglýsingunum þannig að honum væri ávallt sómi sýndur og samráð var haft við aðstandendur hans um birtingu auglýsinganna.

Auðvitað er eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á gæðum auglýsinga. Ég vildi þó koma þeim punktum vel á framfæri að þátttaka Lalla Johns í þessari herferð er bæði honum og okkur til sóma og hvergi á hann hallað.  

Ég vona svo að Lalli Johns haldi áfram á braut bata og nái góðum tökum á lífi sínu. Hver veit nemi hann geti nýtt reynslu sýna enn frekar í forvarnarskyni og snúið þannig alfarið á braut betra lífs."

 

Hvað getur maður sagt.  Ég bjóst ekki við að þetta fyrirtæki hafi gert þetta í óþökk Lalla en siðlaust er það jafnt fyrir það.  Skemmtilegt fyrir son Lalla á fermingaraldri að sjá föður sinn á heilsíðuauglýsingum og í sjónvarpi sem þjófavörn. 

Iss þvílíkur gjörningur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sammála!!! Áttu þeir von á að hann segði nei við aurnum?

Ósmekklegt!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott hjá Lalla.

Níels A. Ársælsson., 14.5.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Lalli er engin þjófur. Hann bara hnuplaði sjálfum sér til lífsviðurværis þar sem þjóðin brást honum og fór illa með hann. En það eru menn eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson og Halldór Ásgrímsson sem eru þjófar nú að ótöldum félögum í glæpasamtökum LÍÚ.

Níels A. Ársælsson., 14.5.2007 kl. 13:19

4 identicon

Ég rak einmitt augun í þennan skyldleika ykkar Ómars   

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 15:50

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ef þú ert með þjófsýki (sbr. skilgreininguna) kemur þessi auglýsing harla litlu til leiðar....hvaða þjófur staldrar við í spennu andartaksins og hugsar til Lalla....common! Eða um afleiðingarnar.....Common. Fucking fáránlegt!

Oj, arasta, smekklaust og siðlaust að láta karlangann taka þátt í þessari þvælu. Það segir sig sjálft að dómgreindarleysi mannsins hefur skaddast verulega á áralangri misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum. Hvað þá fangelsisvist.

Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 16:59

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, þetta er sem sé Lalli Johns - var ekki viss. Er ekki viss um að Öryggismiðstöðin auki traust sitt með þessari auglýsingu því að um leið og fyrirtæki þarf að verja þá siðfræði sem liggur að baki auglýsingu skemmir það fyrir því.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.5.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband