Leita í fréttum mbl.is

FRAMSÓKN FALLIN!

Þetta var nú meiri nóttin.  Ég er á mörkunum með að þurfa áfallahjálp eftir óvissu næturinnar.  Framsókn er hefur goldið afhroð og þar á bæ hafa menn lýst því yfir að þeir munu ekki fara í stjórn. Ég er ekki hissa á fylgishruni flokksins, þetta lá í loftinu og nú liggur það fyrir.

Það er svo margt sem er í óvissu eftir þessar kosningar.  Fer Árni Jhonsen niður á lista vegna útstrikana og hvað með Björn Bjarnason?

Samfylkingin kemur ekki nógu vel út en stendur þokkalega miðað við allar hrakspárnar.  Til hamingju með það.

Við VG erum ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Það kemur ekki á óvart.  Okkar kosningabarátta hefur skilað sér ágætlega þó því sé ekki að neita að ég hefði viljað sjá meira fylgi.

Frjálslyndir hafa fest sig í sessi.  Ég get þó ekki glaðst yfir því að Jón Magnússon skuli vera orðinn þingmaður en svona fóru kosningarnar og úrslitin ber að virða.  Ég hefði gjarnan viljað sjá Ómar Ragnarsson hafa haft erindi sem erfiði en við því er ekkert að gera.

Þar sem Jón Sigurðsson, Valgerður Sverris og fleiri frammámenn í Framsóknarflokknum hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að fara í stjórn með allt þetta fylgistap þá er stóra spurningin hverjir munu mynda nýja stjórn?  Spyr sá sem ekki veit.  Þetta er rosalega spennandi og nú er að bíða og sjá hvað gerist næst.  Stjórnin lafir en það er siðferðilega rangt ef flokkur sem er svo illa rasskeltur eins og Framsókn er að loknum þessum kosningum,  fer í stjórn.  Það væri beinlínis aðför að lýðræðinu.  Kjósendur sendu þeim skýr skilaboð.  Farið í hvíld, endurvinnslu, á heilsuhæli eða eitthvað og skoðið ykkar mál.  Stjórnarandstaða er það sem koma skal fyrir Framsókn og ekki væri verra ef íhaldið eftir 16 ára stjórnarsetu þekkti líka sinn vitjunartíma í þessum efnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Íhaldið getur ekki farið í pásu líka eins og framsók..þá er ekki hægt að mynda stjórn.  Kaffibandalagið dugar ekki til.  Það er því alveg ljóst að stjórn án bæði D og B er ekki hægt... raunhæft er að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking vinni saman.

Örvar Þór Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dettur engum í hug VG og íhald?  Ekki að það sé mín óskastjórn en VG eru nú einu sinni ótvíræðir sigurvegarar þessara kosninga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála þér með það Jennslan mín. Til hamingju með daginn og sigurinn! Fannst þér annars ekki Elín Hirst ekki taka sig flott út í skónum sem ég seldi henni (hehe) kærleikskveðja til þín og þinna(((((((((knús))))))))))

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé audda í gegnum holt og hæðir og EH tók sig ákaflega vel út til fótanna.  Knús til þín líka dúllan mín og nú förum við að hittast!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: Ester Júlía

Til lukku með sigurinn:) 

Ester Júlía, 13.5.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

ekki spurning um hitting fljótlega

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.