Leita í fréttum mbl.is

ÉG NÆLDI Í....

22

..2 atkvæði áðan fyrir VG.  Ekki misskilja mig ég er ekki að króa fólk af með hótunum eða læsa það inni þar til að það lofar að kjósa minn flokk.  Málið er að tveir ungir menn í minni fjölskyldu sem vissulega ætluðu að kjósa VG en voru að hugsa um að sleppa því af því bílinn var bilaður.  OMG!    Nú er ég búin að virkja þessi tvö fótgangandi atkvæði og þau verða keyrð á kjörstað af húsbandinu í dag.  Keyrum gjarnan fleiri sem kjósa "rétt".  Það er bara af almennri kurteisi sem ég set rétt í gæsalappir.

Án gamans þá er mikilvægt að allir nýti rétt sinn til að kjósa.  Ég skora á þá sem vilja breytingar að kjósa VG eða einhvern hinna stjórnarandstöðuflokkana.  Það eru nefnilega fjögur ár í næstu möguleika á breytingum.  Það er langur tími í pólitík.  Á fjórum árum er hægt að byggja upp og gera  helling af góðum hlutum, ss breyta aðstæðum láglaunahópa,  auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum, afmá biðlistana, setja "stopp" á virkjanaframkvæmdir og svo mætti lengi áfram telja.  Á fjórum árum má líka auka til mikilla muna það misrétti sem fyrir er í þessu þjóðfélagi, auka þensluna fjórfalt eða meira, lengja biðlistana enn frekar og leggja drög að fleiri virkjanaframkvæmdum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir náttúru Íslands.

Nú er að duga eða drepast.  Ég vona að við íslendingar kjósum með sjálfum okkur að þessu sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bara búin kjósa, ég á eftir að kjósa geri það ekki fyrr en seinni partin í dag. Hafðu það gott í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.5.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þarf að finna einhvern á Skaganum sem nennir að skutla mér ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Plís ekki eyða atkvæðinu þínu í einhverjar kerlingar!

Hrólfur Guðmundsson, 12.5.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrólfur er kjáni.

Eigið góðan dag öll og sammála Jenný, ekki vera hrædd við að breyta......verum hrædd við að breyta EKKI

Anna Einarsdóttir, 12.5.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

SSSSSSSSSkausssssst á Lissssssstahátíð og kíkti á Risssssssssessssssssssuna. Ssssssssettisssssst ssssssssssvo inn á kaffihússsssssss og gaf gelgjunni heitt sssssssssssúkkulaði og sssssssssúkkulaðiköku. Ssssssssskrapp ssssssssvo að kjóssssssssssssa. Ssssssssssskál.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.5.2007 kl. 13:02

6 Smámynd: halkatla

Flott að heyra Jenný

næstum allir sem ég þekki ætla að kjósa VG, enda ekkert skrítið

ALLIR VILJA BREYTINGAR

halkatla, 12.5.2007 kl. 13:03

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvísan mín. Hvenær förum við á þing??? held það mætti nota okkur þar. Þú verður ofarlega í huga minum í kvöld þegar fyrstu tölur koma. Við verðum í River Side, æðislegum sal á Hótelinu okkar hérna. Með útsýni yfir ánna, Ingólfsfjall og í vestur. Gangi ykkur vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugsa til ykkar allra.  Ásdís mín næst verðum við í framboði fyrir "fólkábestaaldriflokkinn"

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 13:15

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ég pant fá að vera með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:16

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir yfir 45 fá að vera með.  Við verðum flottust

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 13:54

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...af hverju viltu skilja mig útundan?? Veistu ekki að það er ekki fallegt?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 14:10

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

YFIR 45 ????? O fínt....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 14:12

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okokok Hrönnsla þú færð að vera með unglambið þitt.  Stelpur þetta er umsemjanlegt audda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 14:22

14 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Gott að heyra, Jenný, um aksturinn. Ég heyrði mjög leiðinlega frétt í dag að það væru 220 km á kjörstað fyrir fólkið í Möðrudal á Fjöllum. Og fólkið á Jökuldal getur kannski ekki kosið því að það eru 50-100 km niður í Fellabæ þar sem er kosið. Hef reyndar heyrt þetta á fleirum sem eiga langt í kjörstað og það er bara kosið á þéttbýlisstað í öðrum enda sveitarfélagsins. Það þarf að taka það mál rækilega til skoðunar. Á Akureyri kvartar fólk undan umferðaröngþveiti á kjörstaðnum; ég hef aldrei ekið hér á kjörstað svo ég veit ekkert um það. Kjörstaðurinn er á gamla vinnustaðnum mínum í Oddeyrarskóla frá 1975-1976. Eigum við kannski að taka upp póstkosningu? Eigum við að taka upp skyldumætingu á kjörstað og sekt fyrir að kjósa ekki eins og Ástralir o.fl.? (Það er víst hægt að losna við sektina með því að skrifa afsökunarbréf.)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.5.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband