Leita í fréttum mbl.is

ERTU EKKI AÐ DJÓKA Í OKKUR JÓNÍNA?

22

Jónína Bjartmarz sem ætlaði að kæra umfjöllun Kastljóss vegna umfjöllunar um "ríkisborgara-tengdadótturmálið" síðast þegar ég vissi, fer nú fram á það í Fréttablaðinu í dag að Kastljós biðji sig afsökunar og leiðrétti umfjöllun sína.  Amma mín sem ól mig upp sagði oft að þeir sem ekki gæfu sig þegar nóg væri komið hefðu orðið hortugheitunum að bráð.  Ég verð að vera sammála henni ömmu minni sem var vís kona.

Mig fer að gruna að Jónína þrái ekkert heitar en að detta út úr pólitíkinni.  Hvernig dettur henni í hug að taka þetta mál upp einu sinni enn og það daginn fyrir kosningar?  Mér þykir það reyndar ekki leiðinlegt , en ég er að vona að Framsókn þurrkist út eins og ég hef margoft komið að hér á þessum einkafjölmiðli.

Getur verið að Jónína sé algjörlega úr tengslum við venjulegt fólk í þessu landi?  Ég hef ekki heyrt marga vera þeirrar skoðunar að þetta mál með ríkisborgararéttinn hafi verið "fullkomlega eðlilegt" í afgreiðslu svo ekki sé meira sagt.  Flestir gera sér grein fyrir að þessi afgreiðsla er ekki eðlilegur framgangsmáti umsókna um ríkisborgararétt og það er þungt í mörgum vegna þess.  Ég er hins vegar ekki að halda því fram að Jónína hafi beitt sér í málinu (hef ekki hugmynd um það).  Hver sér um ímyndarvinnuna hjá Framsókn eiginlega?

Það má svo koma fram að biðjist Kastljós ekki afsökunar þá mun Jónína kæra umfjöllunina til siðanefndar B.Í. 

Nú er mál að linni.  Ég fékk kjánahroll við lestur greinarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

ég fæ nú bara kjánhroll þegar ég sé orðið framsóknarflokkur

Gunna-Polly, 11.5.2007 kl. 08:35

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta reitir af þeim fylginu, það voru nokkrir farnir að gleyma þessari uppákomu og nú rifjast hún upp.

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki skynsamlegt af henni ... ég er með gullfiskaminni og var hreinlega búin að gleyma þessu, eða svona næstum því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 09:00

4 Smámynd: AK-72

Þeta er hálf kjánalegtaf henni og hefði farið henni sem og nefndarmönnum betur, að hreinlega gera strax hreint í upphafi og virkar sem smjörklípa, sérstaklega miðað við allt sem komið hefur fram.

Nú í upphafi vikunnar þá upplýsti nú DV um það að móðir Jónínu var einn af meðmælendunum, Bjarni Ben og hinrir nefndarmennirinr viðurkenndu að hafa ekki einu sinni tékkað á meðmælendum og hreinlega ekki unnið vinnuna sína í það minnsta.

Finnst reyndar skrítið hvers vegna engir aðrir fjölmiðlar fjölluðu um það.

AK-72, 11.5.2007 kl. 09:17

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Já þetta er  ekki skynsamt hjá Jónínu.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 10:13

6 identicon

Ég er búin að vera sammála þér lengi Jenný án þess að tjá mig en nú verð ég að segja að meira sammála get ég ekki orðið!þetta er skrýtin Jónína!!

Gyða Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:29

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Er konan ekki með fæturnar á jörðinni??'A ekki að leifa þessa hegðun ,aðalega vegna þess að hún er stjórnmálamaður. Eiga þeir ekki að vera til fyrimindar í þjóðfélaginu????

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 10:54

8 identicon

Hvað, má ekki Jónína verja heiður sinn eftir aðför Samfylkingardrengsins Helga Selja að henni?

Ég er vissum um það að ef t.d Ingibjörg Sólrún hefði verið ráðherra og að hennar tengdadóttir frá S-Ameríku hefði fengið ríkisborgararétt eins og þessa umrædda tengdadóttir Jónínu, þá hefði komið annað hljóð í strokkinn hjá ykkur.   Þá hefðuð þið mært hana Ingibjörgu og sagt hversu mannúðlegt þetta væri hjá henni og að þetta sýndi að hún væri með hjartað á réttum stað og léti sig málstað lítilmagnans sig varða, eða eitthvað svoleiðis. 

Það ekki sama hver það er, Jónína eða Ingibjörg Sólrún.  Jónína var svo óheppin að vera ekki í "réttum" flokki að ykkar mati.......

Örninn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:16

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er greinilega ekki ein um að finnast þetta fáránlegt.

Örninn: ISG hefur EKKI verið með neina gjörninga sem orka tvímælis.  Þegar Alþingismenn svo ég tali nú ekki um ráðherra eiga þátt að málum sem orka tvímælis er það skylda fréttamanna að gagna eftir sannleikanum.  Það er auðvitað ekkert persónulegt maður, slakaðu á. 

Gyða Gunnars: Ég var í 6 ár í bekk með nöfnu þinni, ert þú sú?  Takk fyrir að kvitta og vertu ávallt velkomin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 11:34

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingó kommentið þitt fær að standa þér og félögum þínum til sæmdar.  En bara þess vegna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 11:37

11 Smámynd: Þarfagreinir

Já Ingó ... spilling er flokkspólitískt mál. Það hneykslast enginn yfir henni nema einhver í 'röngum' flokki sé uppvís að henni. Þetta snýst nákvæmlega ekkert um það prinsippmál að það er verið að mismuna fólki freklega eftir því hvort það er tengt pólitíkusum eða ekki. Það er öllum sama um þetta útlendingadrasl hvort eð er.

Fífl.

Þarfagreinir, 11.5.2007 kl. 14:19

12 identicon

Róleg Jenný.

Ég slaka alveg yfir þessu.  Ég var að segja að EF ISG eða einhver annar pólitíkus á vinstri vængnum hefði tengst svona máli að þau hefði ykkur vinstri-vitringarnir fundist það svo göfugmannlegt og segja að þetta væri fjölmenningarsamfélaginu til framdráttar.

Mér finnst þetta algjör rasismi að láta svona stelpuna þ.e. tilvonandi tengdadóttur Jónínu. 

Svo talið þið eins og Farmsókn séu þeir einu sem stundi spillingu. 

Var ekki Bryndís Hlöðversdóttir hálf-partinn rekin af þingi af samflokksfólki sínu til að gera pláss fyrir Sollu af því að hún var svo svekkt yfir því að komast ekki á þing, og til að setja plástur á sárið, var búin til staða fyrir Bryndísi í Samfylkingarbælinu á Bifröst.  Er þetta kannski ekki spilling???

Örninn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:23

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú reynir að réttlæta eitt með því að benda á annað Örninn.  Alls óskyld mál og hvernig er að vera hálfpartinn rekinn?  Er það eins og að vera pínulítið ófrískur? Þetta hefur ekki með tengdadóttur Jónínu að gera heldur það að jafnræðisreglan er brotin og nefndin sem veitti ríkisborgararéttin er ákaflega ósannfærandi í sínum málflutningi.  Þetta heitir að hafa eina reglu fyrir Jón og hina fyrir SÉRA Jónínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 16:38

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér hefði fundist þetta kjörið tækifæri fyrir Jónínu að benda á að þessi mál taka allt of langan tíma. Það snýst oft ekki um hver skandallinn er heldur frekar um hvernig þú tekur á honum og gengur frá honum með reisn. Framganga Jónínu finnst mér vægast sagt undarleg.

Örninn... Rasismi??? Hvað hefur þetta með rasisma að gera? Það vill svo til að ég veit eitt og annað um rasisma en þetta flokkast ekki þar undir. Persóna stelpunnar átti hinsvegar aldrei að dragast inn í málið enda hefur hún ekkert til saka unnið. Óska henni bara til hamingju með sinn ríkisborgararétt. 

Laufey Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband