Leita í fréttum mbl.is

SVONA LA LA DAGUR

22

Dagurinn er að mestu leyti búinn að vera ljúfur en samt eitt og annað sem hefði betur mátt fara.  Ég fór og kaus, en það ætlaði ég að gera í síðustu viku en komst ekki til þess.  Stóð í röð og tilfæringarnar og vesenið við að kjósa er svolítið en allt verður að fara fram eftir laganna bókstaf.  Ég málaði mig áður en ég fór að heiman.  Hamaðist á augnahárunum þannig að þau náðu upp á hvirfil og svona og það liðu ekki nema fimm mínútur þar til það var farið að leka úr augunum.  Ég er komin með eitthvað ofnæmi fyrir maskara!  Ég er í víðtæku rusli get ég sagt ykkur.  Ég var komin langleiðina niður í Höll þannig ég kaus grátandi.  Tárin láku í stríðum straumum, ég saug upp í nefið og var öll skökk og skæld, með tissjú í annarri en kjörseðil í hinni.  Þetta tókst þó á endanum.

Svo fór ég á leikskólann hennar Jenny.  Þar var mikið fjör og Jenny sýndi okkur allt sem hún var búin að gera í vetur.  Svo fór hún að róla og við tjilluðum bara með fóstrunum.  Ég var grátandi nottla og útskýrði fyrir viðstöddum hvað væri að en ég held að þau hafi ekki trúað mér, þau litu ásökunaraugum á húsbandið, blásaklausan.

Svo brunaði ég heim og lagði á mig að horfa á öll lögin í Júró, þrátt fyrir að Eiríkur hafi verið bestur, næst bestur og best-bestur.  Svo hlustaði ég með ánægju á Ungverjaland.

Ég sit enn og græt, þrátt fyrir að sönnunargögnin (nýi flotti maskarinn minn) sé löngu runninn af.  Hvað á ég að gera?.  Fer kona til ofnæmislæknis eða augnlæknis eða til beggja?  OMGW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Veit ekki hvort það er góður fyrirboði elskan að kjósa hágrátandi....vonum það. Annars dáist ég að þér hvað þú ert dugleg að blogga. Ég finn bara engan tíma núna í þá áttina. Knús á þig og þína

Heiða Þórðar, 11.5.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ekki dugir að hafa þig grátandi elsku Jenný! Án þess að vera ofnæmissérfræðingur þá vil ég benda þér á Body Shop maskarann. Hann er sá eini sem ég get notað enda sá eini (svo ég viti til) sem ekki inniheldur dýrafitu. Sakar ekki að prófa! Skelltu þér til einhvers læknis... prófaðu heimilislækninn fyrst ódýrasta lausnin eins og staðan er í dag. Vona að þú sért hætt að gráta . Knús.

Laufey Ólafsdóttir, 11.5.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Hvað merkir annars að dreyma eldgos ? Á Reykjanesi nákvæmlega ?????

Ragnheiður , 11.5.2007 kl. 01:16

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er allt í lagi, hlífðu bara augunum og hvíldu þau eins og þú getur, ekki verra að hafa samband við lækni líka. En þetta með að gráta er bara allt í lagi, alla vega gifti ég mig grátandi fyrir 27 árum og mæli með því, þar var ekki maskaranum um að kenna heldur linsunni minni, löng saga sem kemur málinu ekki beint við. En alla vega, þá táknar grátur í draumi alltaf hamingju, þannig að það hlýtur að vita á gott að kjósa grátandi eins og að gifta sig grátandi, hvort tveggja tengist draumum. En fyndið að hrossið skuli nefna drauma líka. Eldgos hafa alltaf táknað miklar skapsveiflur í mínum draumafræðum og við skulum bara vona að það séu skapsveiflur ríkisstjórnarinnar þegar atkvæði Jennýar og systuratkvæði þeirra koma upp úr kössunum á suðvesturhorninu. Til vara spái ég því bara að þig hafi verið að dreyma fyrir daglátum. Maður þarf ekki annað en skoða hraunið við Reykjanesbrautina til að finna fyrir því hvað það er stutt niður í kvikuna. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.5.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég held örgla Hrossí að það verði bara eldgos bara mjög fljótlega.  Takk fyrir ráðleggingar stelpur.  Svampi minn þú ert svo mikil dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 02:01

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég þoli t.d. ekki maskara sem eru með lanolini í en get notað aðrar tegundir, kanski eitthvað sem þú ættir að skoða?

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:57

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitthvað verð ég að gera Ester.  Get ekki dinglað um með augnhárin maskaralaus þegar ég ætla út úr húsi.  Lanolin? Spurning. Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 07:33

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Láttu bara lita augnhárin í eitt skipti fyrir öll og þá þarftu ekki að gráta maskarann meira. Ekkert á og ekkert af..bara alltaf jafnfín. Og pældu í ef að þú fengir svo einn daginn stjörnuspá sem segir..EKKI setja á þig meikup í dag. Kona skal vera haldin náttúrulegri fegurð sinni. Ha? Þá er nú eins gott að vera bara með litfast á augnhárunum.

Vertu sætust!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 07:58

9 Smámynd: gua

Það er líka til einkvað sem heitir augnháralenging og þú þarft ekkert að maskara þig í 2 mán.

gua, 11.5.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2986701

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband