Leita í fréttum mbl.is

LOKSINS DEBATT Í SJÓNVARPI

22

Ég var orðin nær úrkula vonar um að sjónvarpsstöðvarnar myndu sýna almennilegar sjónvarpsumræður milli flokkanna nú fyrir kosningar.  Í kvöld rættist nú heldur betur úr þegar Stöð 2 var með langan og skemmtilegan þátt þar sem bæði voru umræður og yfirheyrslur mann á mann.  Ég held að þeir sem voru óákveðnir ættu að vera einhverju nær.

Mér fannst Steingrímur J. standa sig best eins og venjulega og Ingibjörg Sólrún var líka flott.  Guðjón Arnar hjá Frjálslynda kom vel fyrir.  Jón Sig. talar í frösum og er eins og gangandi yfirlýsingabók og eflaust skilja fáir nema innanbúðarmenn hvað hann er að tala um. 

Mér fannst hálf hallærislegt að vera með "dómara" til að dæma frammistöðu formannanna en þeir voru sammála um að ISG og Steingrímur J. hefðu staðið sig best.  Geir héldi sjó og Jón Sig. væri í vörn.  Að Ómar talaði bara um umhverfismál (sem er nú ekki alveg rétt) og að Guðjón Arnar kæmi vel út.  Ég held að það sé hugsjónahitinn og tilfinningin sem skilar sér til  áhorfandans og ræður mestu um hvað fólki finnst. 

Sigríður Dögg kom með þarfa ábendingu (að vísu aðeins of seint) um að það ætti að spyrja Framsókn og Sjálfstæðisflokk um femínisma.  Spyrja Ómar um annað en umhverfismál osfrv.

Jæja við fengum allavega flottan debatt.  Það bjargar sálarheill minni. 

Síjúgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Það væri ekki amalegt að fá þriggja flokka stjórn með þremur flottustu í kvöld, samkvæmt þínu mati. Þá yrði mikið fagnað, að ég tel

halkatla, 9.5.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála því að þátturinn var fínn.  Ingibjörg var á mikilli siglingu og Geir og Steingrímur eru alltaf flottir.  Alltaf. Guðjón er að ná smá byr í Frjálslyndu seglin, en Ómar og Jón stóðu sig ekki.  Sem kennari sjálfur er ljóst að Jón er flottur kennari.  Kennarahlutverkið verður hann að yfirgefa, tala almenna íslensku og REYNA að heilla fólk.  Er búinn að taka ákvörðun um atkvæðið mitt.  Gaman að vera ekki óákveðinn lengur!

Magnús Þór Jónsson, 9.5.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og mér fannst Geir bestur eins og venjulega. Afhverju þarf að spyrja um Jón og Geir um femínisma?? við erum allar mjög kvenlegar í flokknum    og enginn reynir að segja okkur annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er búin að ákveða mig da-da-ra. hahahí. Takk Jenný og Takk guðmundur Jóns fyrir hjálpina.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.5.2007 kl. 23:15

5 identicon

Algjörlega sammála þér um gæði dagskrárinnar. Bloggaði það sama á minni síðu. Bætti við pirringi um dómarana. Þeim fannst Ingibjörg flott en töluðu meira um útlit, bros, léttleika, fatnað o.s.frv. heldur en málefnaframsetningu, dálítið súrt svona í beinu framhaldi af umræðu um femínisma og jafnrétti. Karlarnir virtust ekki hafa verið í neinum fötum - eða þannig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna hvaða karl er Guðmundur Jóns? Hm...

Anna: Það er alveg merkilegt hvað fjölmiðlungar missa sig í uppúrveltingi af fötum og hárgreiðslum.

Ásdís: Sínum augum lítur hver silfrið. 

Jón Kristófer við tölum þetta eins og við segjum með VINSTRI

Magnús Þór: Eru það örgla ekki VG sem þú ætlar að kjósa? Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Auðvitað fellum við stjórnina. Það er ekki von að nokkur skilji Jón formann því hann skilur ekki sjálfur það sem hann segir. Allt í véfréttastílnum. Þjóðhyggja og allt í samfellu. Skyldi hann vera í samfellu undir jakkafötunum?

Sigurður Sveinsson, 10.5.2007 kl. 06:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var gott það sem ég sá, en ég var að fara á tónleika.  Ætla að horfa á þetta á netinu á eftir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband