Leita í fréttum mbl.is

ÓLYGINN SAGÐI MÉR

23

Ég var úti í Nóatúni áðan að kaupa í matinn, sem ekki er í frásögur færandi.  En þar sem ég stóð við kjötborðið og beið heyrði ég eftirfarandi samtal milli tveggja kvenna.

Kona 1.. Heyrðu elskan ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?

Kona 2: Já, já bara það sama og síðast D-flokkinn, þeir eru bestir.

Kona 1: Ertu nú viss um það? Þeir eru nú ekki mikið að hugsa um okkur venjulega fólkið.

Kona 2: Jú víst, þeir eru sannir vinir litla mannsins og sjáðu hann Geir hann er svo traustvekjandi og konan hans er æðislega lekker og svo halda þeir í stöðugleikann.  Það skiptir öllu.

Kona 1: Stöðugleikann?? (soldið hissa í framan svona). Hvaða stöðugleika ertu að tala um Gurrí?

Kona 2: Jú þennan stöðugleika bara.  Það er nú ekki talað svo lítið um hann. Hér fer allt í kalda kol ef stöðugleikinn er ekki fyrir hendi.

Kona 1: Já eins og td. stöðugleikinn í örorkubótunum.  Bæturnar mínar eru sko stöðugar get ég sagt þér.  Hafa varla hreyfst í fleiri ár.

Kona 2: Nákvæmlega.  Það er það sem ég er að segja.

Kona 1: Heyrðu mig Gurrí mín ertu nokkuð búin að vera að kynna þér stefnumál flokkanna?

Kona 2: Nei ég þarf þess ekki.  Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn.  Þú hefur alltaf verið kommónisti Margrét alltaf kosið þetta Alþýðubandalag.  Þú veist að þú kemst ekki til Ameríku út af því.

Hér var komið að mér í kjötinu.  Ég keypti súpukjöt fyrir síðustu aurana (segi sonna til að gera þetta smá dramó) og flýtti mér út.  Sko áður en ég væri farin að trúa konu nr. 1.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

ótrúlega margir samt sem eru svona og það er svo óskiljanlegt maður verður ferkar pisst þegar fólk getur ekki hugsað sjálfstæða hugsun....

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.5.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: TómasHa

Sagan fengi alveg frábært punch line ef VG væri við völd. "Stöðuleikinn, hann er frábær. Við erum öll jafn fátæk og jafn fátæk og nágranninn. " 

TómasHa, 8.5.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: halkatla

stórgóð saga, fyndin og ógnvekjandi í senni, mikið drama

halkatla, 8.5.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Ibba Sig.

Auðvitað er það í frásögur færandi að þú skulir versla í Nóatúni. Djöfull áttu af peningum kona!

Ibba Sig., 8.5.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vona að þetta sé ekki þverskurður af þjóðarsálinni

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 15:06

6 Smámynd: Ibba Sig.

Verð líka að koma með athugasemd til Tómas Ha?, sem er bæ ðe vei algerlega viðeigandi nikk því  hann veit ekkert í sinn haus og lepur bara upp frasana.

Komdu með rök fyrir því góurinn að VG standi fyrir það að allir séu með sama kaup, eða séu jafn fátækir? Það er enginn í nokkrum flokki á Íslandi með svona gamaldags kommúnískan hugsunarhátt. Hafið þið ekkert betra fram að færa í baráttunni en svona rugl?

Tek fram að ég er ekki kjósandi VG en djöfull leiðist mér málflutningur ykkar stjórnarsinna.  

Ibba Sig., 8.5.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Ibbs versla kjöt í Nóatúni er svo merkileg með mig.

Áfram kona (Ibba) láttannheyraða!

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 15:15

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe gott þú misstir þig ekki

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 16:34

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hva þessi kona hefur bara verið ein af þeim sem eru í langri hugsanahvíld. Það eru töluvert margir íslendingar í þannig hvíld og gera bara eftir vananum. Ég gerði svona próf áðan og þar kom fram að ef ég myndi kjósa væri líklegast að ég kysi VG????? Gott að ég ætla ekki að kjósa...annars yrði ég að setja atkvæði mitt til þeirra. Er þetta ekki örugglega bindandi skoðanakönnun annars?

Og ég tek undir með Ibbu..hélt það væru bara bubbarnir sem borðuðu mat úr Nóatúni. Asskoti geriru vel úr þínu kelra mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 17:17

10 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og hvað var Komma Konan að gera í Nóatúni ?
En ,þetta er satt, mjög margir kjósa það sman , af gömlum vana.
Eru ekkert að spá í málefnin

Halldór Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 17:21

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta var sko ekki ég!

Knús, Gurrí!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 17:27

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi Halldór þeir  gleymdu að biðja um flokksskírteini í dyrunum á Nótatúni.  Gurrí mín æi gleymdi að skipta um nafn (hehe)

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 17:33

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

og ekki ég ég fór í þín verslun til að kaupa kjöt.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.5.2007 kl. 18:30

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var í Samkaupum fyrir síðustu kosningar, þar kom til mín eldri kona.  Ásthildur mín, sagði hún ég er svo sammála öllu sem þið í Frjálslynda flokknum eruð að gera.  Það er alveg frábært sem þig segið.

Þakka þér fyrir sagði ég ánægð.

En sagði sú gamla og hvíslaði síðustu orðunum, ég hef nú alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og ég er orðin svo gömul að ég get eiginlega ekki breytt því.

Og ég er EKKI AÐ LJÚGA.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 18:53

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, hvað var komminn að gera í Nóatúni? Hvað gerir maður í Nóatúni, Halldór? Ætli geti verið að þessir djélistastrákar borði ekki fisk?

Auðun Gíslason, 8.5.2007 kl. 19:27

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er Kubbakjöt þá súpu kjöt ?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2007 kl. 20:38

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í mínu tilfelli frampartur krúttið mitt!

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 20:42

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eruð þið ekki orðin leið á þessu kosningastríði, held að öll dýrin í skóginum ættu bara að reyna að vera vinir, án annarra værum við ekkert, sama úr hvaða flokki þið eruð.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 00:31

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Ásdís mín enda ristir þetta röfl í okkur fyrir kosningar ekki djúpt svona okkar á milli.  Knús og kyss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 10:19

20 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott saga. Þetta er alltof algengt. Dómgreindin engin og gagnrýnin hugsun ekki til.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.5.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.