Leita í fréttum mbl.is

MARKAÐSTORG HÉGÓMANS!

 

22

Sex af átta starfandi lýtalæknum á Íslandi framkvæmdu samtals 689 fegrunaraðgeðir á árinu 2006. Flestar aðgerðir voru gerðar á augnlokum eða 203, brjóstastækkanir voru 168, svuntuaðgerðir 95, fitusog 78 og andlitslyftingar 29.

Stundum eru fegrunaraðgerðir nauðsynlegar.  Fólk lendir í alvarlegum slysum og ber varanleg lýti af og margir fæðast með útlitsgalla sem verður að laga.  Ein og önnur aðgerð þar fyrir utan eru réttlætanlegar.  En er fitusog lækning?  Á hverju þá?  En svuntuaðgerðir?  Eiga þær eitthvað skylt við lækningar? (ég er að deyja úr spikfellingum á maga og verð lögð inn akút eftir fimm mínútur láttu aðstandendur vita og þú mátt eiga bækurnar mínar ef ég dey).

Ég á vinkonu sem er búin að fara í brjóstastækkun of fitusog.  Ánægð? Nebb er á leiðinni í andlitslyftingu.  Henni finnst svo óþægilegt að eldast!

Án gamans þá er eitthvað bogið við það að fólk geti streymt til lýtalækna með zero lýti en helling af megnri óánægju með sjálft sig.  Óánægju sem oft er tilkomin vegna skilaboða alls staðar að úr umhverfinu.  Konur t.d. eiga að vera eins og pípuhreinsarar í laginu, broshrukkur ber að fjarlægja, fellingar skulu skerast burt og neysluspikið er síðan sogið út af Dr. Bjútífúl sem kannski stendur fyrir víðtækum hópferðum kvenna til Íslnands frá Balkanlöndunum í brjóstaaðgerðir. 

Lækningar minn rass!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Sko..það eru til fegrunaraðgerðir og svo lýtalækningar.   Ég hef farið í nokkrar lýtaaðgerðir þar sem ég lenti í slysi og kom lýti í andlitlið. 

Ekki köllum við sköpunarverk meistarans lýti ?     Eins og þú segir eru það oft allt aðrar ástæður en ljótleiki sem koma fólki til fegrunarlækna. OG það fer aftur og aftur og aftur...

Ester Júlía, 7.5.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Ragnheiður

Konur fá svo kolvitlaus skilaboð frá umhverfi sínu. Ég er reyndar laus við slíka fóbíu, er bara venjuleg kona, ómáluð og allt (það er að vísu vegna ofnæmis). Ég hef farið í eina lýtaaðgerð um æfina. Það var til að bæta heilsuna, þessa líkamlegu en ekki andlegu.

Annars er ég að geðvonskast á blogginu mínu. Björna Bjarnason fór svakalega í taugina á mér í dag!

Ragnheiður , 7.5.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek ekki lengur þátt í útlitskúgun kvenna! Gerði þau mistök fyrir nokkrum árum að láta fitusjúga brjóstin og setja sílikon í magann! Hef verið svarinn andstæðingur fegrunaraðgerða síðan ... megrunarlausi dagurinn stendur t.d. yfir hjá mér 365 daga á ári í mótmælaskyni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fer allt eftir aðstæðum. En hver getur metið aðstæður nema sá sem á í hlut?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.5.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín er að tala um svona almennt.  Allt niður í 18 ára gamlar stúlkur eru að fara í fegrunaraðgerðir. Ég trúi því ekki að einhverjum finnist það í lagi.  Stelpur þið eruð krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 11:57

6 Smámynd: halkatla

samfélag okkar er upptekið af því að hlaupa á eftir hégómanum og lýtalæknar hagnast á því. Ég held að allir geti verið sammála um að þessi þróun er ekki góð. Mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt að lýtalækningar eigi sér stað, en ég tek ekki undir það sjónarmið að "hver á bara að gera það sem honum langar og lætur honum líða vel" varðandi fegrunaraðgerðir. Ég er ekki að segja að það eigi að banna þær, bara að fólkið sem fer í þær er í mjög mörgum tilfellum sorglega heimskt og með lélegan forgang í lífinu. Alltaf þegar ég segi skoðun mína á þessu þá ræðst fólk á mig fyrir illsku og hvaðeina, ég er ekki að meina neitt illt og vona að engar árásir komi til

halkatla, 7.5.2007 kl. 15:20

7 Smámynd: halkatla

ég á sko við ýmsar tískubylgjur í fegrunaraðgerðum, þær eru heimskulegar, ekki allt sem fólk vill láta fegra. Það er stór mismunur á augnpokaaðgerð hjá sextugum og brjóstastækkun hjá tvítugri. Gagnrýnin beinist að því ónauðsynlega og óskynsamlega.

halkatla, 7.5.2007 kl. 15:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Besta fegrunaraðgerðin er að læra að þykja vænt um líkama sinn.  Breyta hugsuninni.  Við höfum unnið okkur innistæðu fyrir hverri einustu hrukku.  Ættum við svo að fjarlægja þá reynslu og minningu ? Nei aldeilis ekki.  Við eigum að eldast með reisn.  Og verða að lokum stórglæsileg hnakkakert gamalmenni sem aðrir bera virðingu fyrir.  Það ber enginn virðingu fyrir mér ef ég geri það ekki sjálf.  Og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.