Leita í fréttum mbl.is

HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS...

4

..hljóta Framsóknarmenn fyrir sínar afspyrnu lélegu og leiðinlegu sjónvarpsauglýsingar.  Þessi rússneski stíll á formanninum á eintali er svo gamaldags og hallærislegur að þær gætu fengið fólk til að brosa ef maður væri ekki skelfingu lostinn af tilhugsuninni um að þeir þurrkist mögulega ekki algjörlega út í komandi kosningum. Sem virðist reyndar vera óþarfa hræðsla.  Hver er annars ímyndafrömuður bændaflokksins?  Vafasama gullmolann hljóta þeir líka fyrir undirbeltisauglýsingar sínar þar sem þeir veitast sérstaklega að VG.  Afmyndaða myndin af Steingrími J. Sigfússyni minnir mig á myndirnar af gyðingunum sem áróðursmeistarar þúsundáraríkissins létu gera til að ýta undir andúð fólks á þeim.  Sem betur fer beinist andúðin að þeim sem auglýsa innræti sitt með þessum hætti.  Þar er að verki hinn dásamlegi búmmerang-effekt.  Frammararnir fá þetta í hausinn strax aftur. Búmm-Pang.  Það hlýtur að vera einhver málefnafátækt í gangi fyrst verið er að eyða helling af peningum í að níða skóinn af andstæðingnum.  Það veit þó á gott að Framsókn hræðist greinilega VG meira en aðra flokka. 

Annars eru þessar stöðugu sjónvarpsauglýsingar flokkanna alveg hundleiðinlegar.  Allt er gott í hófi.  Ég held þó ekki að fólk taki ákvörðun eftir að hafa séð auglýsingar.  Ekki margir amk.

Gúddnætbeibís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi tugga þeirra: Árangur áfram ekkert stopp (á spillingunni) og handbremsustoppið og hræðsluáróðurinn um atvinnuleysi er bara aumkunarvert. Af hverju eru þeir svona heimskir að reyna að markaðssetja ástand sem var við lýði fyrir stríð? Þetta virkar kannski á gamla fólkið en yngstu kynslóðirnar vita ekki einu sinni um hvað þeir eru að tala. Auk þess að ef það er hætta á atvinnuleysi framundan afhverju þurfum við yfir 30.000 erlenda aðila til að manna störfin hér?

Þetta er bara léleg markaðssetning flokks sem er hræddur um að geta ekki borgað kosningastjórunum sínum með feitum embættum.

Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Fólk tekur örugglega ekki ákvörðun út frá einni auglýsingu. Frekar að ein auglýsing veki einhver hughrif sem ásamt mörgum öðrum atriðum verði að ákvörðun. En já þessar ræður Framsóknar-Jóns eru þreytandi.

Björg K. Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér finnst þetta stórlega draga úr truverðugleika flokks, alveg sama hvaða flokkur á í hlut og finnst afar sorglegt að framsóknarflokkurinn hafi tekið þennan pól í hæðina að níðast á vinstriflokkunum en láta hina vera. Ég man að Sjálfsdtæðisflokkurinn veittist á svipaðan hátt að Samfylkingunni fyrir Evrópustefnu flokksins þar sem erlendir sjómenn glöddust yfir að geta loksins róið á Íslandsmið... eða var það framsókn líka? Hræðsluáróður er auðvitað móðgun við hugsandi fólk og eru slíkir einstaklingar greinilega ekki markhópur framsóknar.

Framsóknarflokkurinn er auðvitað þekktur fyrir að a) auglýsa mikið og b) að fá hærra fylgi úr kjörkössunum en úr skoðanakönnunum þannig að svo virðist sem velgengni flokksins velti á þessum auglýsingum, hversu sorglegt sem það er. Persónulega finnst mér viðurkenning með flokkum að þeir auglýsi sem minnst en þetta virðist ekki vera allra álit. Það er til mikið af fólki sem hugsar ekki eins og ég og þú kæra Jenný... því miður.

Laufey Ólafsdóttir, 7.5.2007 kl. 03:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta ætlar mig lifandi að drepa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.