Leita í fréttum mbl.is

DAUFLEGT SILFUR

Mikið rosalega varð ég fyrir miklum vonbrigðum með Silfrið í dag (og þá er ég ekki að tala um kynjakvótann).  Nú þegar nokkrir dagar eru í kosningar þá bjóst ég við líflegum þætti og var að vona að það yrðu jafnvel kappræður milli frambjóðenda upp á gamla mátann.  En ó ekkí.  Viðtölin við Guðmund P. Ólafsson og Guðmund Ólfafsson voru fróðleg en ekki beint efni til að horfa á þegar kosningabaráttan er að ná hámarki, þrátt fyrir að bæði viðtölin sé hægt að skilgreina sem innlegg í kosningabaráttuna.  Spjallið við Halldór, Hjörleif og Margréti var líka notalegt en algjör tímaskekkja.  Vettvangur dagsins alltaf eins, fólk kallandi hvert upp í annað og ekkert kemur út úr viðræðunum.  Kannski á maður ekki að vera með væntingar en ég ætla rétt að vona að vikan framundan verði meira upplýsandi svona á síðustu metrunum áður en við göngum til kosninga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir að spara mér að skoða þetta á netinu. Missti af þættinum í dag og hélt í alvöru að þetta hefði verið alger tímamótaþáttur, greinilega ekki rétt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.