Leita í fréttum mbl.is

P.S. BIÐ AÐ HEILSA DÓTTUR MINNI

22

Þegar ég var að glugga í Öldina okkar, rakst ég á þessa "frétt" sem birt var í Norðanfara árið 1867 undir fyrirsögninni: "Þess verður að geta sem gert er".

"Sæl vertu nú Signý!

Vegna allra kringumstæðna læt ég þig vita, að ér er hreint frá því horfinn, að öllu leyti, að taka saman við þig, og mátta hafa huga þinn hvar þú villt annarstaðar en hjá mér, og óska ég þér alls góðs njótandi að verða, fyrr og seinna.

Vertu nú sæl!

Núverandi á Siglufirði 14. febr. 1867.

P.s. Ég bið að heilsa dóttur minni"

Jón Jónsson, snikkari

Og Signý sem vill deila með sér hamingjunni af að þekkja þennan mann sendir þessa línu með bréfi þessa yndislega barnsföðurs:

"Þessar fáu línur bið ég yður, heiðraði ritstjóri að taka í blað yður, höfundinum til virðingar.

Signý Pétursdóttir á Hólum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu".

Það fer þá ekki á milli mála að skíthælar hafa alltaf verið til, líka á Íslandi árið 1867.

Lofjúgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

...og brilliant kvenfólk. Good for her segi ég bara. Örugglega ekki eitthvað sem auðvelt var að flagga á þessum tíma. Einstæð móðir og alles.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.5.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Hugarfluga

SMS þeirra tíma. Það hefur ekkert breyst. Merkilegt!

Hugarfluga, 6.5.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er allt við það saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2007 kl. 11:27

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gvöð hvað ég er fegin að mínar illdeilur rata ekki á síður dagblaðanna....eða okkar ekta hjónarifrildi..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 14:08

5 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha þessi formóðir hefur verið góð, ekkert vaðið ofan í hana sko ! Ég hef greinilega ekki búið með eina skítxxxxxx

Ragnheiður , 6.5.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband