Leita í fréttum mbl.is

HLUSSA Í HEIMSÓKN

22

Í dag var ég búin að hóta bloggvinum mínum að blogga af elju, einkum og sér í lagi vegna þess að stjörnuspáin sagði mér að rækta samskipti. Ég lét mér auðvitað ekki detta í hug að fara að rækta samskipti í mannheimum (hehe).  En margt fer öðruvísi en ætlað er.   Skemmtilegasta, frábærasta og fallegasta smátelpa í heiminum kom til ömmu og Einarrrrrs.  Þá fer maður nottla ekki að blogga.  Við bökuðum kanelsnúða og gerðum aðra skemmtilega hluti.  Nú svo sátum við úti á svölum í vorsólinni ég og hún nafna mín þegar svona hlussa (já ég er að segja að hún hafi verið feit) flaug letilega í áttina til mín.  Ég er brjálæðislega hrædd við skordýr, eins og allir vita sem þekkja mig, og ég flattist út á vegginn (hljóðlega til að hræða ekki barnið).  Hún sagði "fína fluvan" og reyndi að ná henni með smáu höndunum sínum.  Ég greip í Jenny og böðlaðist með hana inn við hávær mótmæli flugunnar, ég meina Jennyar.  Ég skellti í lás svalarhurðinni við nefið á flugunni og hún horfði reiðilega á mig í gegnum glerið.  Ég heyrði kvekindið segja lágri hvæsandi röddu "Ég á stóra fjölskyldu og mér segir svo hugur að við munum dvelja löngum stundum á þessum svölum hérna í sumar".  Síðan snéri fitufjólan rassinum í mig og flaug á braut.  Mér "segir svo hugur" að ég muni ekki vera mikið á svölunum á komandi mánuðum!!

Síjúinalittlevæl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Mér datt nú bara í huga að droppa í kaffi ..... svo var bara skellt á nefið á mér

Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Aumingja hugarflugan að vera svona misskilin.

Björg K. Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorrý hugarfluga ég geri það aldrei aftur (að skella á nefið á þér, í besta falli sníð ég af þér vænginn)

Já Björg hún er svo rosalega misskilin þetta krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú hljópst þó allavega ekki inn og skelltir í lás á nefið á barninu. 1 prik til þín fyrir það. Er ekki eitthvað námskeið sem þú getur sótt. Eins og Icelandair býður upp á flughræðslunámskeið.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessar hlussur eru voða sætar í teiknimyndum en ég vil þær ekki inn til mín! Ekki drottningarnar, þær eru eins og fuglar, býfuglar. Æ, hvað ég skil þig. Þú ert mjög eðlileg, þarft ekki að fara á námskeið, ekki fyrst þú bjargaðir barninu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég segi við sjálfa mig endalaust "þær eru meinlausar, þær eru meinlausar......." áður en ég stekk inn og skelli á suðið í þeim. Eitt vorið héldu þær mér í gíslingu, var á leið í sund snemma morguns þegar ég sá að ein stóð vaktina fyrir utan hjá mér, ég hugsaði með mér - hah! gabba þessa nú og ætlaði út um kjallarann, alveg þar til ég mætti annarri þar  enþað er náttúrulega kraftaverk að þær skuli fljúga - ef við erum eitthvað að leita að kraftaverkum......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hef aldrei verið hrædd við hunangsflugur, finnst þær bara yndislegar!

Edda Agnarsdóttir, 5.5.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það var ein í glugganum hjá mér um daginn. Ég lokkaði hana í stóra krukki og Tara tók hana með sér á leikskólann við mikinn fögnuð gemlinganna. Geitungar eru annar handleggur hef verið stungin af einu svoleiðis gerpi.

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 03:46

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Í Akureyraferðinni sat ég ein á útikaffihúsi, þegar félagi minn (nokkuð fyndinn) kom keyrandi og svo labbandi upp til mín og að mér og sagði:

Vá Heiða, ég var að keyra þarna upp á vegi og hugsaði: Hún er engin smá drottining!

Ég sagði auðvitað: Takk (og roðnaði úti annað).

Hann glotti og benti á svona eitt stykki hlussu einsog þú ert að tala um sem sveif fyrir ofan hausinn á mér! Alvarlega að spá í honum þessum

Heiða Þórðar, 6.5.2007 kl. 09:48

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég þoli ekki svona Hungagsflaugur  mér finnst þær ógeðslegar.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2007 kl. 10:26

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú verður bara að sættast við fluvuna og ættingja hennar.  Þau gera þér ekki neitt.  Því þau vita öll svolítið sem þú veist sennilega ekki að það að stinga einhvern er sama og sjálfsmorð.  Þær eru bara yndislega og fallegar.  Ég bjarga svona þremur til tíu upp úr tjörninni minni á hverjum degi, Þeim fækkar samt stöðugt, um leið og þær finna sér hreiðurstæði.  Þá byrja þær að framleiða nýjar fluvur sem verða þernur og þjónar en miklu minni en þær.  Drottingar eru þær allar saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.