Leita í fréttum mbl.is

ATKVÆÐI TIL SÖLU!

22

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þessa frétt.  Sérstaklega þar sem allt snýst núna um komandi kosningar hjá okkur og við erum með þær í huganum frá því að við vöknum og þangað til við rotumst úr þreytu að kvöldi.  Gott ef mig hefur ekki dreymt stundum að ég fái ekki að greiða atkvæði.  Úff það er martröð.

Belgi sem ætlar að vera á Íslandi í júní, þegar kosningar fara fram í heimalandi hans, ákvað að bjóða atkvæði sitt upp á Ebay.  Upphafsboð var að jafnvirði um 170 krónur.  Auglýsingin var þó fjarlægð fljótlega eftir að hún var sett upp.

Ég er að velta því fyrir mér hvort til sé fólk sem í raun selur atkvæði sitt.  T.d. með því að tala við frambjóðendur og biðja um greiða.  Ég hef heyrt af slíku en veit ekki hvort það er satt.  Hvað segið þið bloggvinir góðir?  Þekkið þið einhvern sem hefur fengið fyrirgreiðslu út á atkvæðið sitt??

Frrrruuuussss!


mbl.is Vildi selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í síðust alþingiskosningum gáfu sjálfstæðismenn framsókn atkvæði. Til að hífa þá upp svo þeir næðu Halldóri inn.  En þeir misreiknuðu sig og gáfu of mörg atkvæði svo þeir fengu tvo menn.  Þetta hefur verið stundar til dæmis af Alþýðuflokknum sáluga og jafnvel fleirum.  Þ.e. að gefa ekki selja.  Annars veit ég um konu sem seldi altkvæðið sitt til Framsóknar fyrir persónulegan greiða.  Mér finnst það hryllilegt.  Bæði af þeim sem seldi vændið og þeim sem tók við því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjitt Ásthildur erteggiadjókaímér?  Ég ætla rétt að vona að sjallarnir endurtaki ekki leikinn. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mig vantar svona þrjúhundruðþúsundkall. Hver er líklegasti kaupandinn af mínu atkvæði? Hver er örvæntingafyllstur af flokkunum ? Anyone..?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: halkatla

ég gæti alveg trúað því að þetta viðgangist

halkatla, 5.5.2007 kl. 14:18

5 identicon

Ásthildur, það er ekki vel séð að vera með dylgjur. Sama hvaða flokkur á í hlut.

Hvað hefur þú fyrir þér að það hafi verið yfirlýst stefna íhaldsins að kjósa framsókn. Til háborinnar skammar svona "komment". 

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 15:12

6 Smámynd: Kolgrima

Iss, ég hef ekki nokkra trú á því að verslun með atkvæði viðgangist. Fólk fer eitt í kjörklefann og sá sem er nógu bíræfinn til að selja atkvæði sitt, minnugur sjálfstæðisbaráttunnar auðvitað og fórnanna sem voru færðar fyrir lýðræðið, er líka nógu bíræfinn til að krossa við hvað sem honum sýnist þegar hann er orðinn einn - hvort sem hann hefur fengið greitt fyrir annað eður ei. Og það veit líka sá sem hugsanlega vildi kaupa. Gegndi e.t.v. öðru máli ef kosningar færu fram með handauppréttingu...

Og, já, það er ekki tilviljun að hugsanlegir kaupendur og seljendur eru í karlkyni

Kolgrima, 5.5.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband