Leita í fréttum mbl.is

SUMIR EIGA EKKI AÐ HAFA BÖRN

Ég verð svo reið þegar ég les svona fréttir. Nú stendur yfir mikil leit í Portúgal vegna þriggja ára breskrar stúlku sem hvarf úr sumarleyfisíbúð þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum sínum og tveggja ára tvíburasystkinum.  Það er talið víst að henni hafi verið rænt. Foreldranir fóru á veitingastað NÆRRI íbúðini og fóru til skiptist til að líta til með börnunum!  Klukkan tíu fóru þau og tékkuðu og þá var búið að spenna herbergisgluggann upp og telpan var horfin.  Það er svo sárt að svona skuli gerast bara vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á börnunum bregðast algjörlega.  Maður skilur vart svona lítil börn ein eftir að leik inni í herbergi vegna þess að þau geta slasað sig á örskots stundu.  En látum það liggja á milli hluta.  Stúlkan er horfin og Guð veit hvað bíður hennar og hvort hún finnst.  Ég get varla hugsað þá hugsun til enda.  Mér finnst að sumir foreldrar þyrftu hreinlega að gangast undir hæfnispróf áður en þeir verða foreldrar.  Arg.,
mbl.is Talið að breskri stúlku hafi verið rænt í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég fæ svo illt í hjartað, og mér verður hreinlega óglatt við tilhugsunina...þetta er hræðilegt Vona að barnið finnist.

Rétt hjá þér, sumir eiga ekki að hafa börn!!! 

SigrúnSveitó, 4.5.2007 kl. 22:37

2 identicon

Guð minn góður hvað sumt fólk er gjörsamlega óhæft til að eiga og ala upp börn,hjartað í manni kremst við að lesa svona lagað!!!

Dogvill (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

o my god. en hræðilegt. Mér þykir ennþá sorglegra að hugsa um að sennilega eru foreldrarnir ekki slæmt fólk. Sýndu samt af sér algjört dómgreindarleysi og líða nú vítiskvalir fyrir það

Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Slæmt eða ekki slæmt.  Mér finnst það nú ekki beinlínis merki um einhverja karaktera að skynja ekki alvarleikan í því að skilja eftir óvita án eftirlits.  Arg..

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 23:22

5 identicon

Halló, alveg rólegar!!! Ég er ekki vanur að gagnrýna skrif fólks og skoðanir er stundum get ég ekki sitið á mér þegar vitleysan fer út í öfgar. Þetta tíðkast í nánast hvaða landi sem er nema þá kannski á hinu þröngsýna Íslandi og hinum ennþrengri í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Það var tekið fram í fréttinni að foreldrarnir hefðu skipst á að athuga með börnin sem skilin voru eftir SOFANDI en ekki ein að leik eins og hér er haldið fram sem er allt annað mál. Ég efast um að eitthvert foreldri hér á landi hafi ekki misst sjónar af barni/börnum sínum í 20 mínútur einhverntímann og hvað þá þegar það/þau sofa. Lesa fyrst ALLA fréttina og líta svo í eigin barm áður en farið er að missa sig i gagnrýninni og benda í allar áttir hversu óhæfir þessi og þessi sé sem foreldri. Já, mér þykir þetta líka enn aumkunarverðara þar sem tekið er skýrt fram að barninu hafi verið rænt!!

Guðjón S (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

hæ ég er ókunnugur, en afhverju blóta allir fólkinu sem skilja börnin sín ein eftir heima en hafa þó vit fyrir því að kíka reglulega á þau en blóta ekki fólkinu sem brýst inní hús og rænir börnum ?

Ragnar Sigurðarson, 4.5.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var engin að tala um að þau hefðu verið skilin eftir ein að leik.  Ég tók það sem dæmi um að það væri vart þorandi með óvita.  Þannig að þú kæri Guðjón verður að lesa rétt.

Ég er ekki að blóta neinum en ég er að setja ábyrgðina á börnunum þar sem hún á heima.  Heimurinn er fullur af vitleysingjum sem gera börnum illt.

Kíkja reglulega á þau!! Er ekki í lagi með ykkur?  Börnin eru tveggja og þriggja ára!  Er það þröngsýni að horfast í augu við að lítilla barna verður að gæta, alltaf, til að verja þau frá svona uppákomum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Oft á svona ferðamannastöðum eru herbergin uppi og veitingastaður í kallfæri eða rétt undir. Ætli þau hafi ekki talið það eðlilegt að fá sér eitthvað snarl meðan börnin svæfu, það er ekki hægt að kenna fórnarlömbunum um. Nærtækast finnst mér viðhorfið þegar verið er að kenna konu um að hafa verið nauðgað af því hún var í pilsi. Hver er munurinn á blammeringunum?

Þetta er miklu verra en nauðgun. Ég er satt að segja gáttaður á hvað fólk er fljótt að dæma foreldra sem hafa misst dóttur í sækó mannræningja sem gætu alveg eins hafa murkað lífið úr þessari litlu saklausu stelpu. Nauðgað henni og/eða selt í vændisuppeldi.

Get svarið það. "Sumir eiga ekki að blogga" nema telja upp að tíu fyrst.

Ólafur Þórðarson, 4.5.2007 kl. 23:58

9 identicon

Fyndið þegar fólk fer inn á blogg hjá öðrum og fer að missa sig yfir því hvað það skrifar. Blogg eru bara skoðanir fólks og því er frjálst að hafa sínar skoðanir. Þetta eru hennar skoðanir og hennar blogg. Ég tel það mjög líklegt að bloggari sé á móti mannræningjum þó hún skrifi það ekki hér, enda þarf varla að fara út í það hvað svona glæpur er hræðilegur. En hitt er víst að það myndu sennilega ekki margir foreldrar með fulle femm skilja svona ung börn ein eftir, hvort sem það er að fara á veitingastað á hótelinu eða hinum megin við götuna. Þó við tökum ekki mannræningja með í dæmið getur svo margt skaðað 2ja ára börn á skömmum tíma.

S (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég taldi upp að 30 veffari.  Ekki líkja þessu sem ég er að skrifa við að klæðnaður konu geri hana ábyrga fyrir nauðgun.  Ég er að tala um að þarna bregst eftirlitsskylda foreldra.  Maður skilur ekki börn sín eftir svona lítil.  Það er einfalt mál.  End of story.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 00:11

11 Smámynd: Ester Júlía

Veffari..Það kom fram í fréttinni að vegalengdin hefði verið 40 Yards..er það ekki töluverður spotti?   Maður skilur ekki eftir þriggja og tveggja ára börn til að fá sér snarl á veitingastað.  Maður skreppur ekki einu sinni frá þeim í búðina á horninu. Þetta er vítavert kæruleysi af foreldrana hálfu..en vonandi finnst stelpan sem fyrst, þetta er skelfilegt!  

Ester Júlía, 5.5.2007 kl. 00:13

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega S.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 00:22

13 identicon

Mín er ánægjan, Jenný.

S (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:35

14 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sjálfur er ég í langri íbúð sem er ca 35 metrar á lengd. Það er ekki voða langt (ekki ósvipað 3. litlum íbúðum) en mér þykir dómhart að blammera foreldrana nema vita allar aðstæður. Sjálfur er ég alltaf skíthræddur um stelpuna mína sem er á sama aldri og get ekki ímyndað mér hugarangist foreldranna og sektartilfinningu.

Mér þykir bara ljótt að segja að foreldrarnir eigi ekki skilið að eiga ekki að hafa börn þegar þau eru fórnarlömb sykkópata. Verum því ekki svona fljót að dæma annað fólk, slíkt er vanhugsað; er eins og að gefa þeim tvöfaldann skell.

Þetta er bara skoðun manns, "S".

Kveðjur

Ólafur Þórðarson, 5.5.2007 kl. 01:08

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

svona svona krakkar mínir. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2007 kl. 01:15

16 identicon

Það fyrsta sem mér datt í hug var "guð minn góður skildu þau barnið eftir" - þá næst leituðu hugsanir mínar um hvar barnið gæti verið og þar næst að hversu skelfilegur glæpur þetta væri og hverskonar manneskja framkvæmir svona glæp. Ég held að það séu eðlileg viðbrögð, nokkrur sekúndubrot sem allar þessar huganir fljúga um kollinn á manni. Að lokum stendur upp úr "hví skildu þau barnið eftir".

FE (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 01:38

17 Smámynd: Kolgrima

Þetta er hin algera martröð - og geta ekkert gert nema bíða og vona, Jesússssss.... Auðvitað áttu þau ekki að skilja börnin eftir, en refsingin fyrir þá yfirsjón er ósegjanleg. Og verst af öllu er að lítil, blásaklaus stúlka fær að gjalda þess.

Kolgrima, 5.5.2007 kl. 02:40

18 identicon

Ég er algjörlega sammála Guðjóni í þessu máli og er ekki í vafa um að Jenný hafi einhvern tímann hlaupið frá börnunum sínum á þessum aldri (þegar þau voru sofandi) til að fá lánað kaffi hjá nágrannanum.... Ekki einu sinni vera að ræða þetta mál, það er hneykslanlegt að halda öðru fram....

Tölum frekar um glæpinn sjálfan...

Aron Örn (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:40

19 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Jesús, þetta er alveg hræðilegt. Get ýmindað mér sektarkennd foreldranna og líðan þeirra núna. Skil ekki hvernig einhver gat farið inn og rænt stúlkunni án þess að einhver sæi til hans/hennar/þeirra? Svona fyrst foreldrarnir sáu hurðina. En þessi saga minnti mig á aðra; þegar danska parið lét barnið sitt sofa í vagninum fyrir utan kaffihúsið í Bandaríkjunum! Minnir að þau hafi hlotið dóm. En það gera Íslendingar jú líka, síðast þegar ég man eftir.

Ósk Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:15

20 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sko, þegar ég var krakki þá settu menn ungabörnin sofandi út í kerru. Maður sá oft kerrurnar standa fyrir framan blokkarinnganginn. Er þetta ekki jafnvel gert ennþá, allavega að menn setji kerrurnar út í garð? Menn verða að passa sig áður en þeir fordæma foreldrana, þeir voru að borða á veitingahúsi í sama komplex, þetta væri ekki ósvipað og ef þú skildir börnin eftir á hótel herbergi meðan þú borðaðir niðri í matsal. Persónulega hefði ég ekki gert þetta, en að hrópa að "sumir eiga ekki að eiga börn" er ansi hart.

Guðmundur Auðunsson, 5.5.2007 kl. 13:13

21 Smámynd: halkatla

þetta virkar vonlaust, og portúgalska löggan var víst alls ekki að standa sig við leitina. Mér finnst það hljóti að vera einhver af svæðinu sem tengist hótelinu sem framdi þennan sjúka glæp. Það hefur verið fylgst með foreldrunum....

halkatla, 5.5.2007 kl. 14:23

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú eitthvað annað að skylja eftir börnin sín sofandi  hér á fróni, en úti hvar sem er það er að mínu mati algerlega ábyrgðarlaust svo ég segi nú ekki meira. Mér er það mynnisstætt á fyrstu menningar-nót Reykjavíkur, fór ég aðeins niður í bæ þá voru barnavagnar fyrir utan  kaffihúsin og  foreldrarnir að fá sér snúning inni, manni fannst þetta yndislegt að þetta væri hægt, engin Íslendingur hefði gert þetta  erlendis.( ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ VIÐ SÉUM FULLKOMIN) Ég er algjörlega sammála þér Jenny. fólk má ekki sofna á verðinum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.5.2007 kl. 14:12

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Málið er Guðmundur að ég myndi ALDREI skilja börnin eftir á hótelherbergi meðan ég borðaði niðri í matsal!!  Guð minn góður ég ætti nú ekki annað eftir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 14:27

24 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ég varð fyrst rosalega reið og fannst þau rosalega dómgreindarlaus en fattaði svo að það er mjög algengt á Íslandi að ungabörn séu látin sofa úti í vagni... og íslendingar skilja börn oft eftir út í bíl meðan þeir fara út í búð.. kannski ekki 2 og 3 ára en börnin sem sofa úti eru ung. Bara pæling... Íslendingar haga sér stundum þannig að allir séu vinir og á íslandi finnist engir vondir menn. Spurning um að fara að endurskoða það.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:07

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Bergrún það er aldrei of varlega farið en þrátt fyrir það getur maður ekki lifað í stöðugum ótta.  Erfitt að rata rétta veginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.