Leita í fréttum mbl.is

ÉG ER FRJÁLS!!

22

Ég er búin að segja mig úr þjóðkirkjunni.  Ég geri það vegna þess að þar á bæ er munur á Jóni og sr. Jóni.  Samkynhneigðir eru Guði ekki næganlega þóknanlegir samkvæmt yfirgnæfandi meirihluta þessarar samkundu og fóstbræðralags hinna trúuðu.  Ég geri það vegna þess að ég vil lýsa yfir stuðningi við málstað samkynhneigðra og líka vegna þess að ég á vini og vinkonur í þessum hópi. Síðast en ekki síst geri ég það af því að mér er meinilla við mannréttindabrot hvaða nafni sem þau annars nefnast.  Ég er sandkorn í eyðimörkinni og breyti ekki gangi mála svona ein og sér en þessi aðgerð er í mínu valdi og eins og með kosningaréttinn og því eina atkvæði sem ég hef til ráðstöfunar, nýti ég mér hann að sjálfsögðu.

Fyrir þá sem vilja ekki lengur vera í kirkjupartíinu þá er farið inn á thjodskra.is og í eyðublöð.  Það er prentað út og útfyllt, sent eða faxað til Hagstofunnar.

Í dag geng ég í Ásatrúarfélagið (segi sonna).  Nebb ætla að vera utan trúflokka.  Minn Guð rekst illa í flokkum.

SíjúgæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun Jenný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er góð ákvörðun vegna þess að það er ekkert eðlilegt við að vera skráður forspurður í ákveðið trúfélag. Opinbera trúfélagið er eins og aðrar ríkisstofnanir, þunglamalegt, gamaldags og fullt af launaáskrifendum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.4.2007 kl. 13:01

3 identicon

Til hamingju !

Ég vona að sem flestir hafni stofnuninni "þjóðkirkjunni".

Katrín Ásta (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Óli Jón

Sæl

Gratúlera með þetta framtak. Ég þekki það á eigin skinni hvílíkur léttir er í því að eiga þetta ekki eftir. Verst er þó að maður skuli þurfa að skrá sig úr Þjóðkirkjunni; auðvitað ættu lysthafendur að þurfa að hafa fyrir því að sækja um vist. Þá gæti hún auðveldlega vísað því fólki frá sem hún vill hvort eð er ekki veita fulla þjónustu .

- Óli

Óli Jón, 26.4.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað Óli þessi aðferð er hið eina rétta!! Ég er ansi hrædd um að það væru töluvert færri "sálir" í bræðralaginu ef það þyrfti að hafa fyrir að skrá sig inn. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 13:30

6 identicon

Það er leitt að sjá þessa neikvæðu umræðu í garð Þjóðkirkjunnar. Það er einnig ljóst að Jenný Anna og aðrir þeir sem hér skrifa hafa ekki kynnt sér það álit kenninganefndar Þjóðkirkjunnar sem var samþykkt með góðum meirihluta í gær. Með því samþykki varð íslenska Þjóðkirkjan einhver frjálslyndasta kirkja Evrópu í þessum efnum. En það má auðvitað ekki telja það henni til tekna! Illa þenkjandi fólk eins og Ásthildur Cecil og aðrir henni líkir geta aldrei fundið ljósan punkt á þeirri stofnun sem þjónar sínu fólki með miklum ágætum.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:48

7 identicon

Ég óska þér til hamingju!!!

Þetta er ein skynsamlegasta ákvörðun sem íslendingur getur tekið í dag.
Það er ekki nóg með að kirkja allra landsmanna mismuni fólki eftir kynhneigð heldur vísar hún fermingarbörnum frá vegna þess að foreldri er skráð í annan söfnuð.
Við skulum líka muna eftir átroðningi hennar með vinaleið í skólum og við skulum ekki gleyma að þessi ríkiskirkja tekur til sín þúsundir milljóna ár hvert af fjárlögum.

Enn og aftur þá segi ég til hamingju með að vera orðin frjáls í þinni trú og skora á alla að gera slíkt hið sama.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Doktor E.  Stefán Einar ég fæddist inn í þjóðkirkjuna, er skírð, fermd og gift (oftar en einu sinni) og hef hangið þar af gömlum vana.  Ég kippi mér ekki upp við að þú kallir umfjöllunina neikvæða og eftir gærdaginn ber ég ZERO virðingu fyrir kenninganefnd kirkjunnar.  Íslenska kirkjan ein sú frjálslyndasta í Evrópu segir þú.  Kommon hún er greinilega ekki nógu opin, frjálsleg og utanáliggjandi þannig að innan hennar rúmist allar manneskjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 14:22

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þú ert frábær

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.4.2007 kl. 15:02

10 Smámynd: halkatla

gott hjá þér!

en afhverju kemurðu ekki í Ásatrúarfélagið með mér? - æ ég skal ekki nöldra þetta, en hjartað tók alveg kipp af gleði þegar ég las að þú hefðir skráð þig í það, og svo var það bara eitthvað djók

halkatla, 26.4.2007 kl. 15:57

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Húsbandið er einn af fyrstu meðlinunum í Ásatrúarfélaginu.  Ég held meðlimur nr. 35.  Aldrei að vita nema að ég gangi í það AK þó ekki væri nema til að vera í skemmtilegum félagsskap.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 16:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er líka í Ásatrúarfélaginu Jenný mín.  Þar er gott að vera fyrir náttúruunnendur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 17:49

13 Smámynd: Óli Jón

Stefán Einar: Þjóðkirkjan getur ekki barið sér á brjóst og talið sig vera frjálslynda og æðislega þegar það tekur hana mörg ár að komast að því sem rétt er. Þetta er hliðstætt við það að koma að sveltandi fólki og taka sér svo nokkra daga í að skoða hvort maður eigi að gefa þeim að borða. Veglyndi Þjóðkirkjunnar er þannig ekki til eftirbreytni, nema síður sé!

Óli Jón, 27.4.2007 kl. 01:01

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Óli Jón og PÆLA í hvað maður eigi nú að bjóða upp á í dinner.  Makalaus andskoti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband