Leita í fréttum mbl.is

SUBBUATHUGASEMDIR

Ég ákvað þegar ég fór að fatta hvernig bloggið virkaði að ég myndi hafa opið hjá mér fyrir allar athugasemdir þangað til eitthvað það kæmi í ljós sem fengi mig til að endurskoða þá ákvörðun.  Ég hef bloggað í rúma tvo mánuði og aldrei þurft að hugsa um að loka á einhvern eða taka út eina einustu athugasemd þó oft hafi það komið fyrir að fólk hafi orðið kjarnyrt nokkuð þegar það hefur ekki verið sammála.

Ég hef hins vegar tekið eftir því hjá sumum bloggurum að þeir hafa fengið yfir sig fádæma sóðaskap og þurft að loka bæði á óskráða notendur og einstaklinga.  Sérstaklega eru það konur sem í þessu hafa lent.  Konur sem hafa skrifað um pólitík og feminisma.  Ég skil þær skelfilega vel.

Í dag hef ég lokað á tvo einstaklinga.  Annar var svo sem ekki með neinar alvarlegar meiningar.  Var mynd- og nafnlaus og var að skamma mig fyrir hvernig ég flokka í undirflokka og var að tuða eins og reglugerðarlögregla þannig að ég nennti ekki að standa í þessu við einhvern þykjustupersónuleika sem ég veit engin deili á.  Ég tók þó tillit til þess sem viðkomandi sagði um flokkunina.  Ég vinka skrifaranum héðan.

Hinn síðari skrifaði ískyggilega meiðandi og orðljóta athugsemd undir pistilinn minn um ákvörðun kirkjuþings í dag að gefa ekki samkynhneigða saman í hjónaband.  Ég veit að þetta er viðkvæmt efni og allir ekki sammála.  Það er bara í góðu lagi.  En annan eins viðbjóð eins og þessa athugasemd hef ég ekki séð á blogginu.  Áhrifin voru þau að fyrst langaði mig að hætta að blogga.  Drímon gamli jálkur auðvitað geri ég það ekki.  En mér varð óglatt og fannst eins og það væri vegið að mér úr launsátri.  Ég ætla ekki að skrifa nafn þessa manns hér og gefa honum ókeypis auglýsingu en hann var óskráður. 

Úff það verður að taka slæmt með góðu og hér með lýsi ég því yfir að allir sem fara yfir velsæmismörk í orðavali í mínu athugasemdakerfi verða bannaðir og fjarlægðir med det samma.  Það geri ég af mikilli gleði.  Og nei það er ekki skortur á virðingu fyrir málfrelsi.  Klám er bannað með lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ritskoðun og ekki ritskoðun; fólk þarf að læra að tjá sig á málefnalegan hátt en vera ekki með dónaskap og viðbjóð. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 26.4.2007 kl. 00:05

2 identicon

Tja, ekki eru þeir hjá mér lengur, guði sé lof. Ég er svo vond og miskunnarlaus og ólýðræðislega sinnuð að ég er ekki til í að láta úthúða mér á minni eigin bloggsíðu. Hugsaðu þér!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Sóley þú hefur nú heldur betur fengið að kenna á því.  Mér hleypur auðvitað kapp í kinn og mun loka með mikilli gleði á alla perverta. en það er náttúrulega frekja að vera ekki til í að láta skutla úr hlandkoppum yfir sig heima hjá sér

Já Dúa þetta með enska boltan á eftir að standa í púkanum

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég skil vel hvað  þú  meinar. Ég hef sjálf ekki fengið neinar ljótar athugasemdir en hef séð þær hjá öðrum. Hins vegar finnst mér ótrúlega algengt að fólk þurfi að skammast yfir því sem maður segir og stundum er eins og liðið hafi ekki einu sinni lesið færsluna almennilega. Það sem fólk er til í að skrifa er af allt öðru tagi en það myndi segja við mann augliti til auglitis.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.4.2007 kl. 01:31

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæpl Jenný,rakst á síðuna þína á venjulegu flakki og varðandi það að fólk sé með subbuskap þá er ég sammála þér í því að slíkt á ekki heima á bloggsíðum,einnig finnst mér að þeir sem skrifa ekki undir nafni ætti umsvifalaust að vera eytt út,þannig hef ég það á mínu bloggi og allur dónaskapur á ekki að lýðast,ég styð þig fyllilega í þessu.

Magnús Paul Korntop, 26.4.2007 kl. 03:25

6 Smámynd: Ragnheiður

Auðvitað, auðvitað besserwissarar og sjálfskipaðir raðarar geta bara verið frammi á gangi. Annars er hlandkoppaathugasemdin og fingrafimi Dúu það skemmtilegasta hérna.

Ég er að leita að skemmtilegheitum þennan morguninn

Ragnheiður , 26.4.2007 kl. 08:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já það er leiðinlegt þegar fólk missir stjórn á sér við aðra.  Oftast líður þessu fólki illa á einhvern hátt og leitar útrásar á þennan hátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 09:39

8 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Jamm... er ekki mikilvægast að fólk komi fram undir nafni. Þá ef að það er með einhvern subbuskap eða vitleysu reflekterast það bara á þann sem skrifar. Ég skil nú ekki hvernig það getur talist ritskoðunn eða brot á málfrelsi að neita að birta dónaskap. Það gera ritstjórar dag hvern.  Annað náttúrulega að eyða málefnalegum færslum sem ekki falla að skoðunum viðkomandi :) 

Annars verður að fara að flokka femínista niður í undirflokka, auðvitað hlýtur að vera í lagi að málefnalega gagnrýna öfgafulla stefnu ef að áhugi er fyrir hendi án þess að vera ásakaður eða ásökuð um baráttu gegn femínismanum.

Pétur Henry Petersen, 26.4.2007 kl. 10:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er enginn á móti því Pétur að fólk setji inn málefnalegar athugasemdir og það hefur marg komið fram bæði hjá Sóleyju og Katrínu Önnu svo dæmi séu tekin.  Þær hafa einfaldlega hreinsað út subbuskapinn úr athugasemdakerfinu sínu en það virðist geysilega illa séð þegar sumir eiga í hlut.

Takk fyrir athugasemdir öll sömul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 11:25

10 Smámynd: halkatla

ég berst í bökkum við að  díla við sumar athugasemdirnar sem ég fæ, af því að ég ætla aldrei að eyða neinu út - en vá hvað það er hægt að æsa fólk upp bara með því að tjá sig á eigin vefsíðu. Það sem pirrar mig mest er þegar skoðanir mínar eru sagðar dónaskapur og fólk þetta sakar mig um að vera mjög dónalegt við sig. Samt er það á minni síðu og tjáir sig alls ekki síður ótæpilega en ég hef nokkru sinni gert. En þó að þetta geti verið erfitt og tímafrekt að standa í að svara svona fólki, þá geri ég það samt alltaf. En vá ég skil þig svo vel - og þá sem neyðast til þess að banna, nýja prinsippið mitt um að hneykslast á því er ekki lengur til staðar. Það er alltof pirrandi að fá krípí eða dónalegar athugasemdir. 

Annars er ég með 5 atriða lista yfir það sem hættlegast er að tjá sig um, femínismi og dýravernd er á toppi hans. Það kemur alltaf einhver subbuskapur ef maður skrifar um þessa hluti. 

halkatla, 26.4.2007 kl. 11:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já AK ég er ekki að tala um neinn smáviðbjóð.  Athugasemdin var argasta klám í orðsins örgustu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 13:10

12 Smámynd: Pétur Henry Petersen

For the record: Það var bara alls ekki það sem ég átti við (ég er mjög miskilinn), þetta var bara kommment og var ekki að vísa til neins ákveðins i.e. að það væri munur á þessu tvennu og annað væri í lagi en hitt ekki. Fólk (ekki taka til þín) tekur oft til sín saklaus kommment.

Hitt sem ég var að segja, var að ef að vitleysan er undir nafni, þá finnst mér hún megi alveg sossum standa (og já ég geri mér grein fyrir að mestu er verið að ræðua um nafnlaus skeyti eða eitthvað sem fer alveg yfir allar grensur).

Oslórokk-friður á jörð 

Pétur Henry Petersen, 26.4.2007 kl. 14:30

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Pétur.  Þessi færsla fór yfir allar grensur.  Hinn sem fór á bannlista hjá mér var bara leiðinlegur með afbrigðum og ég nennti ekki að hafa viðkomandi tuðandi hér eins og verkstjóra í unglingavinnunni.  Svona er ég nú vond kona.  Takk fyrir fínar athugasemdir og reyndar þið öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband