Leita í fréttum mbl.is

AÐ KOMAST Á TOPPINN Á MOGGABLOGGI

22

Ég er svo gamaldags að ég átti í verulegu basli með að sættast við að setja þessa klúru mynd í færsluna mína en lét slag standa.  Nú ég las á blogginu hans Tomma bloggvinar míns að nú væri Ellý Ármanns komin á topp 1 á vinsældalista Moggabloggs.  Ég fór nottla og tók þetta út því þetta eru svei mér fréttir.  Sigmar, bráðskemmtilegur sem hann er, hefur lotið í lægra haldi fyrir sjónvarpsþulunni sem á þann undarlegasta vinkvennahóp sem um getur.  Þær fá flatlús, eru með giftum mönnum í hádeginu, eru kynlífsfíklar og finnst röddin í Bjögga Halldórs ógisla sexý ofl. ofl.  Ég les stundum pistlana hennar og get hlegið mig máttlausa.  Ellý ætti að opna stofu og taka fólk í meðferð.  Vinkonur hennar eru upptættar á sálinni það veit trúa mín.

Nú Sigmar er ekki nándar nærri eins lostafullur í bloggi sínu.  Hann skrifar um hversdagslega hluti.  Sú staðreynd að hann er snilldarpenni og með launfyndnari mönnum er auðvitað hvergi nærri nóg.

Hm.. ég verð að panta tíma hjá Ellý og reyna komast yfir það að tilheyra ekki hinni frjálslegu kynslóð titrara og eggjanotenda sem á lostafulla dótakassa sem mér er sagt að séu bráðnauðsynlegir á hvert heimili. Aðeins þannig á ég von um að komast einhvern tímann á top 10.

P.s. Ég gúgglaði á kynlíf.  Á síðu 2 kom upp mynd af Ellý! Nema hvað!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ellý er góð. Hún er hamhleypa í skriftum. b.t.w. hvar get ég sét topp 10 listann??

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.4.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú sérð hann á forsíðu moggabloggs undir "vinsælast" can´t miss it!

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: halkatla

ég tilheyri þessari kynslóð og kem samt af fjöllum þegar ég les bloggið hjá Ellý, en gaddam hvað það er fyndið einu sinni setti ég inn svona kall af því að hún sagði að Geir Haarde væri sexy, það fór næstum því alveg með mig - en ég er hér enn

halkatla, 25.4.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já ég er sammála ykkur, bloggið hennar er alveg frábært.  Alltaf gaman að lesa það

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.4.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hhahaha, þú ert alveg ágæt, já þið eruð það svo sannarleg allar. Það er hinsvegar staðreind, að eftir því sem skrifað er meyra klám og eða eymd, því fleyri heimsóknir. Er ekki til einhver djúsí klámeymd?

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 18:30

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hef ekki gerst svo fræg að nenna í bloggið hennar Ellýjar reglulega, ekki heldur Sigmars. Veit hinsvegar að dónaskapur trompar pólitík alla daga. Kannski þarf að setja smáskammt af smekklegum dónaskap inn í pólitískar umræður til að laga þær að kröfum fólks. Þetta gæti orðið skemmtilegt. Annars fann ég þessa færslu þína á forsíðu mbl . Ætli Ellý geti tekið okkur í hóptíma

Laufey Ólafsdóttir, 25.4.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert líka über-fínn Sigfús og með fínan húmor.  Við verðum að biðja Ellý, að kippa okkur inn í nútíman Laufey mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 19:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir nú utan að mér er alveg sama hvar ég er í þessum vinsældalista, og fylgist ekki með honum, þá hef ég ekki nennt að lesa eftir þessa ágæu Ellý.  Fyrirsagnir hennar höfða ekki til mín. En við íslendingar erum svolítil snobb í okkur og fylgjum mjög oft fræga fólkinu, þó það hafi ekkert fram að færa fram yfir aðra sem hafa miklu merkilegra að segja og eru miklu betri pennar.  Ég er til dæmis alsæl með mína bloggvini og kemst ekki yfir mikið meira en að lesa það sem þeir láta frá sér, og fylgjast með þeim.  Nema auðvitað að maður sjái eitthvað sláandi.  Hvaða máli skiptir það hve vinsæll maður er í þessu ? Meðan fullt af fólki nennir að lesa það sem maður hefur fram að færa, og fullt af elskulegu fólki vill vera bloggvinir, og gefur manni elskuleg komment.  Ég er allavega alsæl með hlutina bara eins og þeir eru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 20:02

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er það nú reyndar líka Ásthildur mín.  Auðvitað eru Íslendingar rosalega "heitir" fyrir fólki í fjölmiðlum og ég kalla þá fjölmiðlunga Guði nútímans.  Mér fannst þetta bara skondið.  Sigmar er búinn að sitja í fyrsta sætinu forever og þegar Ellý fór að skrifa um kynlíf vinkvenna sinna (sem ég efast reyndar ekki um að eru sögupersónur) þá sló hún Kastljóssmanninum við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 20:12

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það er rétt þetta....þú átt eftir að ná langt

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 23:27

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er skondið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband