Leita í fréttum mbl.is

ELDHEITT ÁSTARSAMBAND D OG B

22

Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld er ekki lengur neinn vafi í huga mínum um að stjórnarflokkarnir þrá ekkert heitar en að halda áfram í ríkisstjórn.  Þvílík ást og gagnkvæm aðdáun.  Nú hélt ég að stjórnarflokkarnir gengu óbundnir til kosninga.  Það er amk. yfirlýst stefna þeirra.  Það var svo sannarlega ekki hægt að sjá það í kvöld.  Ég hefði getað trúað að þarna sætu fulltrúar eins flokks svo kært var með Magnúsi og Guðlaugi og í seinni hlutanum Þorgerði og Jóni.  Framsóknarflokkurinn er ekki að heyja sína eigin kosningabaráttu.  Hann rígheldur í hendina á stóra bróður og taumlaus aðdáun Jóns á gjörðum Þorgerðar Katrínar var með ólíkindum. Svo má reyndar spyrja sig hvers vegna þessi uppröðun hefur verið viðhöfð á þessum kosningafundum Kastljóssins til þessa.  Stjórnarliðar öðrum megin og stjórnarandstæðan í hnapp hinum megin.  Það er hreint frámunalega  hallærislegt en gæti komið sér vel fyrir D og B þar sem þeir vilja greinilega ekkert frekar en að fá að halda áfram saman í valdabandalaginu.

Ég held að þeir sem gæla við möguleikann á breyttu stjórnarmynstri eftir 12. maí ættu að hafa þessa miklu kærleika stjórnarflokkana í huga.  Það breytist ekkert í íslenskum sjjórnmálum ef stjórnin  nær lágmarksmeirihluta.  Þetta er heitasta ástarsamband þessarar aldar það sem af er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá þetta hefur verið einsog klámmynd bara samt fyndið ef það væri ekki svona sorglegt...

halkatla, 24.4.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlaði að segja að stjórnarflokkarnir hefðu verið í andlegum sleik en þorði ekki. en þorði því ekki. Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sat svo nærri turtildúfunum Jóni og Þorgerði að ég varð hálfpartinn vandræðalegur. Mér fannst eins og ég væri að gægjast inn í viðkvæmt einkalíf þegar ég sá tilbeiðsluna í augnaráði Þorgerðar er hún festi augun á sessunautnum. Ekki gat ég merkt svona heita strauma milli Margrétar og Magnúsar Þórs. Hafi svo verið tókst þeim meistaralega að leyna því. 

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þorgerður og Jón sátu þarna eins og nýgift hjón í sínu eigin brúðkaupi

En mikið rosalega fannst mér konurnar standa sig vel í þessum þætti og koma sínum skoðunum vel til skila, sérstaklega Þorgerður og Katrín Jakobs.  Karlarnir hefu getað sleppt því að mæta því þeir höfðu ekkert að segja og engar skoðanir.

Björg K. Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Börg þær stóðu sig afburða vel.

Já Árni þau voru afskaplega brúðhjónaleg þessar elskur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:43

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er óttalegt, við verðum bara að stoppa það að svona lagað gerist!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

úff ég fæ örugglega martröð núna nótt....

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Missti af þættinum, er farin að láta ljós mitt skína á kosningaskrifstofunni, er óborganleg í kaffi og hlýlegheitum. Ég reyni að kíkja á þetta á netinu, Þorgerður er í miklum metum hjá mér, frábær einstaklingur sem gaman er að þekkja.  Þið sem sofið illa fáið ykkur bara eitthvað sætt í morgunmat, það svínvirkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Love is in the air! Ég sef ágætlega enda ánægð með konur þáttarins og með skoðanir Katrínar einkum og sér í lagi. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 01:24

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný þú skrifar D og F. Please lagaðu það ég fær hræðilegan ógeðshroll, við höfum ekkert með þessa ríkisstjórn að gera........ Jedúdamína Jenný

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 08:33

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Slagvilla kæra Ásthildur og ég kippi þessu í liðinn.  Þegar ég var að vinna sem læknafulltrúi og var að skrifa rannsóknarlýsingu skrifaði ég einu sinni "graðari tíðni" í staðinn fyrir "hraðari tíðni".  Krúttlegar þessar slagvillur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 08:56

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Slagvilla kæra Ásthildur og ég kippi þessu í liðinn.  Þegar ég var að vinna sem læknafulltrúi og var að skrifa rannsóknarlýsingu skrifaði ég einu sinni "graðari tíðni" í staðinn fyrir "hraðari tíðni".  Krúttlegar þessar slagvillur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 08:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjúkket takk mér líður betur.  Jamm þær geta verið slæmar þessar slagvillur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2987354

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.