Föstudagur, 20. apríl 2007
HÚSBANDIÐ SEGIR BLÁTT NEI
Ég elska tjöld og tjaldferðir. Fór mikinn um landið þegar við fluttum heim frá Svíþjóð og stelpurnar voru litlar, með tjöld og annan útbúnað. Samt er ég ekki beinlínis svona "náttúrubarn". Er hrædd við köngulær og öll sollis kvikindi en í tjaldi finn ég til vellíðunar og veit fátt betra en að kúra mig í tjaldi þegar rigningin hamast á tjaldinu. Það er toppurinn. Núverandi húsbandið er hins vegar fremur andsnúinn tjöldum, vægast sagt. Maðurinn ferðast ekki öðruvísi en að eiga vísan næturstað í rúmi sem stendur innan fjögurra veggja og tjöld og tjaldferðalög eru ekki inn í myndinni. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég fór í tjaldferðalag og vel getur verið að með gífulega auknum þroska (hm) mínum þá myndi mér ekki alskostar líka að liggja úti á berangri. Ég kemst ekki að því nema að ég geti grenjað dætur mínar, systur eða vinkonur til lags við mig úti í náttúrunni.
Hvað um það. Við höfum rætt hina ólíku ferðamáta um landið ég og húsbandið. Ég hef þá reynt að telja hann á að halda "tjaldæfingu" uppi í Heiðmörk eða eitthvað en maðurinn sem annars er sveigjanlegur og með málamiðlunarhæfileika upp á þrjár hæðir og þurrkloft (stolið og staðfært) hefur verið gjörsamlega ósveigjanlegur í málaflokknum. Ég gef honum orðið (eða reyni að hafa eftir honum allt að því orðrétt):
"Var í tjaldi fyrir þrjátíuogeitthvað árum og var að spila í Húsafelli. Tjölduðum í myrkri og sáum ekki rassgat. Vaknaði um morguninn með hendur og lappir upp úr pollinum sem annars huldi líkama og andlit (hóst, hóst). Fram hjá mér sigldu samlokurnar sem amma hafði smurt, gítarinn minn, tannburstinn og fleira bráðnauðsynlegt viðurværi. Þetta nægði mér fyrir lífstíð. Svo hef ég örugglega verið indíáni í fyrra lífi og er búinn með mína tjaldbúsetu æfilangt. Yfir, búið, bless. "End of conversation". Svo mörg voru þau orð.
Málið er enn í járnum. Sá vægir sem vitið hefur meira. Vér munum fara í bændagistingu í sumar...svona til að brúa bil beggja.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Tónlist, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að vera í tjaldi það er bara kósí ég er líka hrædd við köngulær.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2007 kl. 17:39
Oooooo hvað ég skil húsbandið vel...í tjald fer ég sko ekki !! Er afar mikil blúnda og get bara pissað inni og sofið í rúmi
Ragnheiður , 20.4.2007 kl. 19:37
Hrossa ertekkiaðdjókaímér? Þú víkingakvendið sjáft?
Ég á útbúnað DD þannig að þú lætur mig vita hvenær haldið skuli á stað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 20:27
Það á bara ekki að pína fólk til að sofa í tjaldi ef það vill það ekki, sumt er bara of erfitt. Ég kýs rúm og klósett, privat fyrir mig og minn, borga frekar meira og fer sjaldnar á flakk. Ég lenti í því að fljóta upp í tjaldi í Mývatnssveit um verslunarmannahelgi 1975 og nenni því ekki aftur. Til lukku með daginn, mamma mín varð 82 í dag og svo er þetta líka fæðingardagur Hitlers, ábyggilega ágætur dagur.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 00:32
Hvað segir húsbandið um tjaldvagn? Ekki mikil hætta á að þú vaknir í polli nema það rigni alveg svakaleg mikið ;)
Ósk Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.