Föstudagur, 20. apríl 2007
20. APRÍL, SEX MÁNAÐA SNÚRA
Í dag hef ég nánast setið meira og minna með hönd undir kinn. Í andlegum skilningi þó því ég hef haft nóg að gera, haft matargesti, þrifið svalir, fengið gesti í kvöldkaffi og hef hana Jenny mína í næsturgistingu. Reyndar léttist á mér brúnin þegar hún kom í kvöldmat með foreldrum sínum. Skrýtið með suma daga. Þeir renna upp og án sýnilegrar ástæðu vaknar kona við að húmorinn er ekki í farteskinu, lífið er engan veginn eins og það á að vera, jafnvel þótt allt leiki í lyndi og engar ástæður fyrir harmagöngunni séu sýnilegar. Ég var sum sé í sjálfsvorkun að hluta til í dag. Átti svo bágt, búhú. Ég þjösnaðist áfram á geðvonskunni þangað til að ég mundi að nú þegar þetta er skrifað og nýr dagur runnin upp, á ég hálfs árs edrúafmæli!! Þegar mér varð það ljóst hýrnaði nú brúnin á minni og lífið brosti við mér. Svo dásamlegir sex mánuðir þar sem allt hefur komið upp í fangið á mér. Sex mánuðir þar sem ég vakna hvern dag, alsgáð, spennt yfir að fá að lifa daginn, muna hann (hehe) og fá að leggjast edrú til svefns. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Ég hef þurft að vinna fyrir minni edrúmennsku og svo á ég svo góða að sem hafa hjálpað mér mikið. Ég skammaðist mín fyrir hörmungargeðslagið og aumingjaskapinn og mér varð hugsað til þess hvernig mér leið fyrir 8 mánuðum síðan. Ég hlýt að skammast mín. Hver dagur er núna ævintýri líkastur, samt raunverulegur og skarpur og þannig eru bestu dagarnir. Allir dagarnir sem ég hef getað horft skammlaust framan í fólk og mætt augnaráði þess eins og sá sem ekkert hefur að fela. Það eru forréttindi þykir mér.
Nú hvað um það. Inni í stórrrra rrrrrúminu liggur Jenny Una með voffann og "gívaffann" undir kinn og býður eftir að amma komi og lúlli hjá henni í nóttunni. Það ætlar amman að gera um leið og hún óskar sjálfri sér og fjölskyldunni til hamingju með afmælið.
Síjúgæs
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Innilega til hamingju með áfangann...knús í sumarbyrjun
Ragnheiður , 20.4.2007 kl. 01:13
Innilega til hamingju, elsku Jenný. Vona að bóndinn sé í svipuðum gír. Sakna þess oft að blogga en tel bætandi fyrir mig sem stendur að sleppa því. Er og önnum kafinn við ritstörf. Ástarkveðjur, Orri.
Orri Harðarson, 20.4.2007 kl. 02:21
Til hamingju og gleðilegt sumar.
Sigurjón Sigurðsson, 20.4.2007 kl. 02:35
Til hamingju og gleðilegt sumar! Kannast við svona daga þar sem húmorinn er ekki í farteskinu... smáskammtur af jákvæðni er allra meina bót. Takk fyrir að minna mig á það!
Laufey Ólafsdóttir, 20.4.2007 kl. 04:57
Gaman að vakna við allar þessar fallegu kveðjur. Læfisbjútífúl
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 07:54
Hetja og húmoristi það ert þú. Hva þó húmorinn sofi yfir sig einn og einn dag. Þú ferð þá bara áfram á hetjuskapnum þar til hann vaknar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 08:45
Þú ert laaaaangflottust Jenný! Til hamingju með daginn.
Ibba Sig., 20.4.2007 kl. 08:58
Þú ert laaaaangflottust Jenný! Til hamingju með daginn.
Ibba Sig., 20.4.2007 kl. 09:01
Tek ofan fyrir þér. Þú átt mikinn heiður skilinn. Til hamingju og gangi þér vel.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2007 kl. 09:24
Til hamingju Jenný!!! Yndislegt! Og svo er bara að lifa fyrir hvern dag.
Þessi orð hafa hjálpað mörgum: Ef ég drekk ekki í dag þá drekk ég aldrei því það er alltaf í dag
Gleðilegt sumar !!
Ester Júlía, 20.4.2007 kl. 10:12
Innilega til hamingju með áfangann Jenný. Þú mátt svo sannarlega vera stolt.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.4.2007 kl. 10:41
Innilega til hamingju Jenný
Ósk Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.