Leita í fréttum mbl.is

MERKISMAÐUR MERKIR FÓLK

22

Malcom Wicks, ráðherra í bresku ríkisstjórninni sem fer með málefni vísindanna hefur stungið upp á því að eldra fólk, andlega vanheilt, verði merkt með rekjanlegum merkjum eins og dæmdir afbrotamenn.  Þannig geti fólkið ráfað um og verið eins og aðrir borgarar.  Wicks segir þó að þetta verði gert í SAMRÁÐI við fólkið og fjölskyldur þeirra.

Svo verða aldraðir merktir, svo allir geðröskunarsjúklingar og svo.. og svo áfram og áfram þannig að 1984 George Orwells verði orðin eins og lélegur brandari.  Tek þetta til baka 1984 er löngu orðin lélegur brandari.

Er persónufrelsið algjörlega á undanhaldi? 


mbl.is Rafræn merking eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sjálfsagt einhver öryggisráðstöfun og peningarsparnaður ef fólk týnist. S.b. alsheimers-sjúklingar. En það eru nú ekki allir aldraðir búnir að týna vitinu?! 67 ára og merktur. Nei assssk!

Heiða Þórðar, 19.4.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kannski ekki svo vitlaus valmöguleiki! Hvað hef ég ekki oft óskað þess að geta hringt á lyklana mína, gleraugun mín, og sjálfan símann minn og því ekki pabba?

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

.....svo er líka hægt að setja rautt ennisband á þá sem eru á móti republikönum

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ ofurhressa bloggvinkona. Veistu hvað ég gerði í gæra þegar ég lenti í öllum þessum leiðinlegu bloggvandamálum eins og þú?? ég slökkti á tölvunni og fór að lesa  góð.! svo nú er ég nokkur blogg á eftir þér, Gleðilegt sumar og ekki vera svona hryllilega dugleg að baka, ég fæ minnimáttarkennd. Ég ætla að horfa á House í kvöld, ég veit að þú kíkir líka. Þetta með merkingarnar á gamla fólkinu, þá finnst mér að megi bara ráða því sjálfur hvenær það er gert svo ég verð ómerkt.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kannski hann hafi "týnt" einhverju og fyllst þráhyggju?

En hver veit, kannski kviknar eitthvað vitrænt upp úr svona umræðu.

Baldvin Jónsson, 19.4.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já merkingar eru örugglega mjög gagnlegar.  Svo er hægt að merkja fólk sem hefur verið ókurteist, og það má líka merkja fólk sem hefur dottið ærlega í það og valdi einhverju uppistandi.  Líka þá sem hafa haldið fram hjá maka sínum.  Það er bara hægt að gera hvað sem er allt í nafni hagræðingarinna.  Já þessarar sem kemur út á manni grænu bólunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 00:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vika bara gott hvað?  Á að fara að blogga aftur? Hm....

Mér finnst þetta skuggalegt með allt þetta eftirlit.  Kemur út á mér gæsahúðinni í verstu merkingu þess orðs Ásthildur!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.