Leita í fréttum mbl.is

KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA?

22

Eftir að ég varð svona alvirk amma sem vil gjarnan hafa barnabörnin eins oft og ég mögulega fæ hef ég skilið nauðsyn þess að fara að smella í karakter.  Ég er búin að baka pönnukökur grimmt frá áramótum en móður minni til hrellingar, vissi hún um það, baka ég þær enn eftir uppskrift.  Bakarar með meirapróf eru stórhneykslaðir á þessu og finnst ekkert plebbalegra en að geta ekki sirkað í pönnukökudruslur og notað innsæið á magn og innihald.  Nú Jenny sem er mikið hjá ömmu sinni er búin að fá leið á að paka pönnukökur.  Hún neitaði að taka þátt s.l. sunnudag.  Skildi mig eina eftir við baksturinn.  Ég sá að fjölbreytni er nauðsynleg til að viðhalda áhuga barnsins og ákvað að skutla mér í djúpu laugina.  Pabbi hennar Jenny hann Erik Quick gaf mér sænska uppskrift móður sinnar af kanelsnúðum en sænskar uppskriftir eru ídíótprúf í dl.  Þegar ég var með stelpurnar mínar litlar í Svíþjóð bakaði ég brauð og kanelsnúða.  Lengra hef ég ekki komist í bökunarheiminum.  Tertur og kökur stráfalla af skelfingu reyni ég að baka þær.  Ég hef klúðrað Betty Crocker (get svarið það) gleymdi að bæta í vatninu sem er náttulega bara hégómi og algjör óþarfi en það varð til þess að Betty skítféll.

Nú í dag hélt ég generalprufu á kanelbollubakstri með fullu rennsli, til að vera til í slaginn þegar við Jenny bökum um helgina.

14 dl. hveiti 1..2...3...4...7..8..4..sjitt síminn hringdi.  Hveiti aftur ofan í pokann og byrjað upp á nýtt.  Eins og ég er vel af Guði gerð þá þurfti ég samt að endurtaka þetta þrisvar sinnum áður en ég gat einbeitt mér að talningu.

1 dl. sykur og 1 tsk. salt út í hveitið og þessu blandað saman.  Þetta gekk svona líka glimrandi.  Algjört sökksess.  Jess.

5 dl. mjólk og 150 gr. smjörlíki (brætt) haft ca. 37C°heitt (ekki spyrja mig að því hvernig ég fann út úr hitadæminu það er of flókið) og 1 pakka af geri skutlað út í.  Svo stendur að vekja eigi gerið þegar það sé komið út í vökvann.  Vaknaðu gerfjári, vaknaðu garga ég ofan í skálina.  Síðan geng ég út frá því sem vísu að gerið sé vaknað og klárt í slaginn.  Úje það gengur eftir.

Deigið flott og látið hefast í 40 mín. kanelsnúðar gerðir og aftur látið hefast í 15 mín.  Snúðar bakaðir.  Þeir eru flottastir og bragðgóðir með afbrigðum.

Niðurstaða: Generalprufa ásættanleg.  Frumsýning á kanelbollubakstri verður haldinn með Jenny Unu Errriksdótturrr sem hægri hönd bakara um næst komandi helgi.

029

Adjö mina vännerDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég legg nú ekki einu sinni í að byrja, síminn stoppar ekki á þessu heimili. Knus og klemm

Heiða Þórðar, 19.4.2007 kl. 01:47

2 identicon

Skemmtileg færsla 

Ég er einmitt að fara að baka kanelsnúða í fyrramálið fyrir lítinn 5 ára gutta og ég sem baka aldrei. ÓMG. Prófa þessa uppskrift!

Ýr (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 03:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur mínar.  Beta mín ég held að það sé ákveðinn hæfileiki að geta klúðrað Betty. Sendi þér batakveðjur héðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Anna Lilja

Stundum held ég bara að þetta sé sumum konum meðfætt og öðrum ekki, mér er t.d. lífsins ómögulegt að sirka á nokkurn skapaðan hlut sem kemur eldamennsku við.

Anna Lilja, 19.4.2007 kl. 11:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér þykir svo vænt um að fá fréttir af henni Jenný Unu Errriksdótturrrr Það er lítil stúlka sem ég gæti alveg hugsað mér að bæta inn í barnahópinn minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 11:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það gæti nú bara verið Ásthildur mín að hún Jeny kæmi í djús til þín í sumar.  Barnið verður að fá að taka út kúluna.  SS maður veit aldrei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 11:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Vaknaðu ger Vaknaðu

ég græt af hlátri

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 13:28

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já komið þið bara það verður örugglega til djúr, eða Frissi fríski

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband