Leita í fréttum mbl.is

REYKJAVÍK BRENNUR

Rosalega er þetta sorglegt að horfa á eldinn í miðborginni.  Gömlu húsin sem hafa verið þarna svo lengi sem ég man öll að brenna til kaldra kola.  Ég get ekki horft á eyðilegginguna, þetta verður að hafa sinn gang.  Fyrst var það Nýj-Bíó,  núna Kaffi Ópera, Rosenberg og gamli Haraldur Níelson.  Ég ætla rétt að vona að eldurinn berist ekki í Hressó líka. Úff.. hryllilegur dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skelfilegt.......

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er hræðilegt  og sorglegt  vonadi geta þeir byggt gömlu húsin aftur upp.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.4.2007 kl. 19:20

3 Smámynd: Ester Júlía

Ég fékk einmitt í hjartað þegar ég sá þetta og heyrði í sjónvarpinu í dag. Ég ber svo miklar tilfinningar til miðbæjarins,  enda alin þar upp.   þetta er óhemju sorglegt. En brann Rosenberg líka ?  Þá er þetta í annað skipti sem Rosenberg brennur. 

Ester Júlía, 18.4.2007 kl. 20:38

4 identicon

Mér finnst líka hræðilegt að horfa á þessa eyðileggingu í miðbænum, manstu eftir peningalyftunni í Haraldarbúð? Keypti mamma þín leikfimifötin þín þar eins og mín mamma? Og svo ég vitni í fyrri færslu þína- varstu mætt í biðröðina við bókasafnið á Hofsvallagötunni kl. 6? Keyptir þú kindakæfu í smjörpapppír í kjötbúðinni í "Verkó"? Var hellt upp í þig volgu lýsi úr könnu í Meló? Lástu í grasinu á róló, horfðir upp í skýin og bjóst úr þeim ævintýramyndir ? Manstu eftir götunum (eftir naglapinnaháuhælana) á linoleudúknum í stóra holinu í Meló?

Ef svo er, þá erum við vinkonur !!!

Svava (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

1976-1977 vann ég á Sunnu og þá voru þakgluggarnir sem rauk upp úr í dag gluggarnir mínir, þarna sat ég og færði bókhald, það var oft gaman á þessum árum.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svava kannast við þetta allt nema lýsið.  Slapp við það.  Erum við samt ekki vinkonur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2987624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband