Leita í fréttum mbl.is

FATABRJÁLÆÐI

22

Mig dreymir um fataherbergi.  Án gríns.  Þrátt fyrir að vera algjörlega laus við löngun til að eignast hluti svona almennt, eins og einbýlishús, jeppa, sumarbústað, hús á Spáni, flatskjá, verðbréf  og skartgripi þá er ég haldin þeim "ljóta" galla að vera fatasjúk.  Þetta er fjölskyldusjúkdómur.  Mínar sex systur eru eins.  Við vorum ekki gamlar þegar við fórum að gera út á London.  Þá á ég við að einhverjar okkar fóru til London í vikudvöl eða svo og keyptum og keyptum og keyptum á okkur sjálfar og þær sem heima sátu.  Þrátt fyrir aukinn þroska á flestum sviðum (hm) þá situr þessi löstur eftir og dafnar eins og púkinn á fjósbitanum.  Fataskápurinn er að springa úr ofneyslu.  Þegar ég opna hann hrynja flíkurnar í fangið á mér, nær allar svartar. Jakkar, kjólar, peysur, bolir, skyrtur og pils, allt svart.  Maðurinn minn sér engan mun á fötunum mínum.  Hann sér ekki einu sinni mun á Prada og H&MW00t.

029

Einhver klæðagúrú sagði mér einhvertímann að hver einasta kona væri FATALAUS ætti hún ekki "þann litla svarta" þe svartan kjól sem hægt er að nota við flest fínni tækifæri.  Ég hef tekið manninn bókstaflega og þegar ég fór í gegnum fataskápinn minn um daginn komst ég að raun um að ég á sex brúklega "litla svarta".  tveimur hef ég ekki einu sinni haft tækifæri til að klæðast þar sem félagslífi mínu er viðbrugðið eftir að ég varð alsgáð.  Ég sé mig ekki spranga inn á AA-fundi íklædd sparikjól og háum hælum (hm) ekki þar fyrir að á slíkum samkomum er víðsýnin í hávegum höfð og enginn myndi kippa sér upp við það. 

 Dætur mínar þrjár hafa fengið fatasýkina með móðurmjólkinni.  Sýnu verst haldin er þó Maysan mín, miðbarnið sem býr í London og vinnur fyrir verslanirnar "The Arrogant Cat".  Hún keypti sér íbúð með fataherbergi!!  Það er ekki verið að láta sig dreyma neitt.  Bara framkvæmt.  Sóttin er sem sagt ekki í rénum þarna í heimsborginni og áður en hún flutti út seldi hún gestum og gangandi stóran hluta klæða sinna fyrir góða upphæð.  Hún er búin að endurnýja það allt fyrir lifandis löngu.

Helga mín var að koma frá Boston.  Hún keypti tvennar peysur handa móður sinni.  Hún veit sem er að ekkert gleður móðurhjartað meira en eitt eða tvö fataplögg þegar um veraldlega hluti er að ræða. Saran mín fer ekki út fyrir landsteinana án þess að kaupa eitthvað handa fataóðri móður sinni. Ég tek það fram að dætur mínar eru ferðaglaðar konur!!

  Það er náttúrulega skömm að því að vinstri konan og feministinn sé svona hégómagjörn.  Mytan er að við séum allar mussukerlingar í tréklossum, með svart-hvítt sjónvarp. Hehe.  Það leiðréttist hér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fataherbergi eru himnaríki kvenna. Einu sinni bjó ég í húsi með svo stórum fataskápi að hann náði  frá einu vekk í annan í stóru herbergi. Það var hægt að labba inn í hann og með því að beygja aðeins hausinn og draga inn magann mátti alveg ímynda sér að maður væri í fataherbergi.

Ég skil þig svo vel Jenný. Einn af kostum mínum er að vilja eignast alvöru fataherbergi og "þann litla svarta"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú getur fengið einn af mínum

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Setja í poka það sem þú hefur ekki notað í tvö ár og gefa. Gefur aukið rými á tveimur stöðum í skápnum þínum og hjartanu

Annars skil ég þig vel. Ég væri alveg til í að eiga fataskáp. Kannski ég hanni bara einn utanáliggjandi. Gæti komið vel út ef ég setti glugga í hliðina sem snýr út að Bónus  

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Innlitsletrarkvittun

Ragnar Bjarnason, 17.4.2007 kl. 11:41

5 identicon

Einu sinni kynntist ég svörtu silkipilsi. Það hékk í glugganum á evu og ég fór reglulega að heimsækja það. Þá flatti ég nefið á mér upp að glugganum til að sjá það betur og stundum fór ég jafnvel inn í búðina og strauk því ástúðlega og talaði blíðlega við það. Það kostaði nefnilega hvítuna úr augunum á mér og var ekki á fjárhagsáætlun.

Þegar þetta hafði gengið á í nokkrar vikur, fór ég í bæjarferð með vinkonum mínum. Slíkar ferðir eru alger snilld. Þær hvöttu mig eindregið að fjárfesta í téðu pilsi, þær sögðu að ég ætti það skilið, það væri mannréttindabrot ef ég eignaðist það ekki, sögðu að ég myndi alltaf sjá eftir því auk þess sem það væri svakalega góð fjárfesting í silki. Vinkonur eru nefnilega æðislegar, sérstaklega þegar manni vantar aukinn til styrk til að eyða sjálfsaflafé sínu í "óskynsamlega" hluti.

Ég kom sigri hrósandi heim með fenginn og sat með hann í fanginum og strauk því þegar maðurinn sem ég sef hjá kom heim. Ég upplýsti hann um nafn og efnisinnihald nýjasta fjársjóðsins og sprangaði íum silkinu eins og glaður fáviti. Hann hvítnaði svolítið þegar ég sagði honum hvað það kostaði, en sagði að sjálfsögðu ekki neitt (hann hefði ekki þorað það)Svo sagði hann hæglætislega að pilsið væri voðalega fallegt, en hann sæi nú engan mun á því og hinum 32 svörtu pilsunum sem ég á.

Karlmenn eru fávitar.  

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála frumburður skilningurinn er enginn.  Brilljant

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 12:31

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fataherbergi eru snilld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mig hefur alltaf langað í Fataherbergi

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2007 kl. 18:15

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Anna sko skv. hugmundum ANNARA um feminista og vinstri menn eru konurnar mussukerlingar.  Þeir litlu svörtu fara hvergi.  Það mun hlaupa á snærið hjá konu í félagslegu greininni.  Vittu til

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband