Leita í fréttum mbl.is

ÁVÍSUN Á BLÓÐBAÐ

22

Það hlýtur að vera kominn tími á að Bandaríkjamenn fari að endurskoða lög um skotvopnaeign.  Í Virginiu þar sem blóðbaðið í skólanum var í gær eru ein vægugstu lögin í Bandaríkjunum.  Þó ekki þau vægustu.  Virginíubúar sem orðnir eru 18 ára og eru ekki á lista yfir skráða afbrotamenn geta keypt sér skotvopn.  Til að kaupa byssu þarf ekki byssuleyfi en á slíks leyfis er BARA hægt að kaupa eina byssu á mánuði.

Byssueign í USA er löngu orðið gífulegt vandamál og óheyrilegur fjöldi fólks, þar með talin börn, deyja eða slasast alvarlega á hverju ári af völdum þeirra.  Það hlýtur að vera komið mál að linni.  Þessi aftaka í skólanum í gær er sú stærsta í sögu Bandaríkjanna og hreint ótrúlegt að byssumaðurinn hafi haft tóm til að myrða allt þetta fólk.

Byssur ættu hvergi að vera aðgengilegar fyrir borgarana. Hvorki í USA né annars staðar.  Verst er að heyra um börnin sem komast í skotvopn foreldra sinna, verða fyrir voðaskotum eða verða félögum sínum að bana í eintómum barnaskap.

Vonandi verður hert á þessum lögunum núna eftir þennan hroðalega atburð.


mbl.is Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað hefur byssueign ekkert með frelsi að gera.  Þetta eru morðvopn og á aldrei að nota nema í nauðvörn og þá af lögreglu og slíkum aðilum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband