Leita í fréttum mbl.is

SUMARDAGURINN FYRSTI.

22

Svei mér þá,  það er að bresta á með Sumardeginum fyrsta.  Reyndar er staðsetning þessa dags á almanakinu alveg út úr kortinu en ég veit að sakvæmt dagatalinu munu vera jafndægur á vori þann dag.  Rökrétt væri þá að þessi dagur héti einfaldlega jafndægur að vori.  Hvern er verið að blekkja?    Ég man eftir sjálfri mér á upphlut, í sportsokkum og titrandi af kulda.  Samt var spennan algjör.  Þetta var æfing fyrir 17. júní sem var uppáhaldsdagurinn minn fyrir utan aðfangadag.  Á Sumardaginn fyrsta í bernsku minni voru sölutjöld í Lækjargötu þar sem mátti kaupa pylsur, popp og blöðrur.  Íslenski fáninn var þar líka í hávegum hafður.  Í minningunni var mér bókstaflega alltaf kallt.  Ef ekki var hríðarbylur eða frost þá forringdi svo að ég kom gegnvot heim. Við þræluðum okkur undantekningalaus í skrúðgönguna.  Amma mín var eins og björgunarsveit fyrir mig og mínar vinkonur og hafði heitt súkkulaði tilbúið þegar við hrísluðumst heim úr bæjarferðinni allar príma kanditatar fyrir blöðrubólgu.  Íslendingar eru bjartsýnir þegar beðið er eftir sumrinu.  Það veit náttúrulega hver maður að sumarið kemur í júní og stundum ef heppnin er með um miðjan maí.  Við búum á Íslandi og ekki við öðru að búast.  En við getum látið okkur hlakka til. 

Ég veit um eina konu sem fer ekki fet á Sumardaginn fyrsta sem verður nk. fimmtudag.  Hins vegar ætla ég að æða í bæinn þ. 1. júní nk. með flagg og blöðru og halda upp á sumarið þannig að eftir verið tekið.

029


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vorjafndægur er 21. mars og þá fullsnemmt í sumar.

Svona er bara sumarkoman okkar í norðrinu.  Birtan gefur okkur von um betri tíð og blóm í haga og okkur hlýnar um hjararæturnar á sumardaginn fyrsta þrátt fyrir allt. Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 06:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sumardagurinn fyrsti OG dr. Hús. wúhú!!!!!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 08:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Hrönn.  Þarna varð mér á í messunni.  Auðvitað er sumardagurinn fyrsti ákveðinn áfangi á leið til sumars.  Örlítið of snemma að mínu mati.

Já segðu Hrönnsla Húsið í tilefni dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég meina takk Sigríður Laufey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:01

5 Smámynd: Ragnheiður

Þá vitum við um 2 konur sem ekki ætla að freista þess að rifja upp gamlar blöðrubólgur með eða án fána.

Ætli ég verði ekki að vinna og þá með miðstöðina á fullum styrk til bjargar fórnarlömbum sumarkomunnar ?

Ragnheiður , 17.4.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband