Leita í fréttum mbl.is

AÐ HAFA BARA NAMMI Í MATINN

012

Hefur einhver sem heimsækir þessa síðu orðið var við að matur hafi lækkað eftir 1. mars?  Verðlagseftirlit ASÍ hefur fylgst með því undanfarið hvernig lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum skila sér út í verðlag til neytanda.  Þarna er greinilega ekki feitan gölt að flá fyrir okkur.  Ég verð ekki vör við neina hækkun.  Alveg sama tómahljóðið í buddunni eftir matarinnkaupin.

Kannski væri sniðugt að fara að ráðum spaugstofunnar og hafa sælgæti í hvert mál.

 


mbl.is Lækkun á matvælaverði skilar sér misjafnlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð bara vör við þetta í Skrúðgarðinum, kaffihúsi Skagamanna. Þar lækkaði allt samviskusamlega.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þangað með fyrstu ferju

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við höfum bara nammi í matinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hef jú orðið vör við u.þ.b. 6% lækkun. Ég fór að uppástungu talsmanns neytenda og tók vörur í fóstur og lækkunin í Bónus er sem sagt um 6% - en aðeins meiri á sælgæti.

Berglind Steinsdóttir, 16.4.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÆI ekki mikið því miður.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2007 kl. 19:48

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já um tæp 5 %

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný, ég hef orðið vör við lækkun, spái alltaf mikið í hvað ég kaupi og hvað það kostar. Nammi, gos,snakk,unnar mjólkurvörur,sætabrauð og kökur eru ekki á mínum innkaupalista, reyndar stundum smá namm og svona ca. 1/2 L af gos á mánuði. Buddan er samt alltaf létt, set klinkið í bauk og legg inn á sérreikn. svona til að kaupa eitthvað surprice af og til

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:11

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég forðast sömu vörur og þú Ásdís og fylgist ágætlega með hvað kostar að kaupa inn.  Ég kaupi reyndar ekki unnar kjötvörur (v. sykursýki), mikið grænmeti og ávexti.  Ég finn enga lækkun.  Held ég

Tommi eruð þið bloggvinir mínir í verðlagseftirlitinu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:16

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný, þú meinar lækkun -er það ekki? Sælgæti ber hærri vsk en matvæli... ojjjjj, langar að æla þegar ég hugsa um súkkulaði og kók í öll mál.

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Tja......... þetta er bara tilfinning sem ég hef.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég hef orðið var við lækkun á matvörum, bókum, geisladiskum o.fl. En það eru nokkrir hlutir sem hafa ekki lækkað, það er sérstaklega kaffi sem hefur hækkað frá áramótum (Frá Te og kaffi og Kaffitár sem ég kaupi eingöngu) og matsölustaðir hafa almennt ekki lækkað verð. Ég hef reynt að sniðganga veitingastaði sem hafa ekki lækkað og vildi að fleiri neytendur mundi gera það. Það er það eina sem dugar.

Kristján Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 22:16

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Óhugnanleg framtíðarsýn nammi í matinn, Super size me hrollvekjan myndi fyrst fá vængi þá. Vinnufélagar mínir ræddu um að sniðganga bakaríið okkar af því lækkanir þar voru ekki viðunandi, en ekkert okkar gerir það. Við kunnum líklegast ekki að stjórna með buddunni, því er nú verr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2007 kl. 23:10

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hef nú ekki tekið eftir neinni verulegri lækkun á neinu, hvorki í Bónus né annars staðar.  Ég borða líka bara nammi á milli mála... get ekki hugsað mér að hafa það LÍKA í matinn!

Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2007 kl. 00:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eflaust er lækkunin einhver en mér finnst hún varla merkjanleg.  "Then again" er mér ýmislegt betur til lista lagt en að fylgjast náið með verði.  Tommi: Ég byggi þetta líka á tilfinningu.  Anna ég er ekki mikill sælgætisgrís og verð græn í framan við tilhugsunina um sælgæti í "samlelde verker".

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband