Leita í fréttum mbl.is

ERUM VIÐ RASISTAR?

22

Ekki vinsælt orð rasismi geri ég mér grein fyrir.  Í umræðu almennt er hann yfirleitt klæddur í feguri búning.  Fólk hefur áhyggjur af velferð útlendinga í landinu og enn meiri áhyggjur af því hvort fólk af öðrum og oft framandi uppruna sé að taka vinnu frá innfæddum og síðast en ekki síst er fólk með áhyggjur af menningunni og móðurmáli viðkomandi landsW00t.

Ég verð að segja að þessi skoðanakönnun á "hertum reglum" um landvist útlendinga slær mig verulega illa svo ekki sé nú meira sagt. Rúmlega helmingur þjóðarinnar  eða 56,2% er hlynntur því að settar verði strangari reglur um heimildir útlendinga til að setjast að á Íslandi.  Um 70% þeirra eru kjósendur Framsóknarflokksins.  Í Framsóknarflokknum eru samkvæmt þessu margir, margir rasistar.

029

Ég spyr mig hvað fólk vill herða í sambandi við reglur um útlendinga?  Halda íslendingar að svona stórum hluta að hér séu frjálslyndar reglur í sambandi við flutninga erlends fólks hingað til lands?  Ef svo er þá eru við á villigötum. Við tökum ákaflega lítin þátt í að taka hér á móti flóttamönnum.  Höfum alltaf látið nágranna okkar um þau mál.  Hér má fólk koma til að vinna.  Vill fólk hertari reglur gegn því?  Hvað með verk eins og Kárahnjúka (svei), jarðgangnagerðir og fleiri atvinnugreinar sem tæpast hefðu getað skilað af sér væri ekki fyrir þetta "óæskilega" vinnuafl.  Hvað með allar konurnar sem halda þjónustustofnunum okkar gangandi (spítölum, elliheimilum, skólum ofl.).  Eigum við að herða reglur og hleypa bara hinum Norðurlandabúunum inn í landið og kannski "dashi" af Bretum? Hvernig væri að fólk færi nú að skilgreina upp á nýtt?  Útlendingahatur (ótti) er oft skefjalaus hræðsla þeirra óupplýstu í hverju samfélagi.  Rosalega finnst mér leiðinlegt að við skulum vera svona illa upplýst hér á Íslandi okkur sé fyrirmunað að sjá hið frjóa og skemmtilega við litríkt samfélag sem kippir sér ekki upp við að vera öðru vísi og er óhrætt við fjölbreytileikann.

Yfir helmingur þjóðarinn, takk fyrir, vill hertar reglur.  Eruð þið ekki að djóka í mér?

"If it walkes like a duck, acts like a duck.... it´s probably a duckPinch


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að flest fólk sem kalla mætti rasista sé það í raun ekki. Mig grunar að það sé einfaldlega bara heimskt og/eða afskaplega illa upplýst.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef við óttumst fólk af öðru þjóðerni þá er ég svo róttæk að kalla okkur rasista.  Spurningamerkið í fyrirsögninni var aðeins haft með af kurteisi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað erum við rasistar. Skíthrædd við svarta manninn sem við mætum á Laugarveginum. Skíthrædd við siða þeirra og menningu. Svei attann!!!!!

Í stað þess að taka fagnandi hverjum þeim sem kemur til með að auka víðsýni okkar og breikka menningarheiminn.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Hrönnsla og hvar ertu búin að halda þig kona?  Er Húsi fluttur inn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ónei, iff ónlí.......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 13:11

6 identicon

OK, ætlið þið að kalla meirihluta þjóðarinnar rasista, þið um það, en ég kalla þann hóp hugsandi fólk sem vill geta valið og hafnað og þá á ég við að við höfum rétt til að hafna fólki með vafasama fortíð og annað slíkt. Þjóðir eins og Danmörk og England eru að stórherða innflytjendalög og það er bara í takt við nútímaann. Fullkomlega eðlilegt miðað við heimsástand og fullveldi þjóða.

Stefán  

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:58

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um árabil tóku tam Danir á móti stórum hluta flóttamanna.  Td frá Sómalíu.  Ekki voru gerðar nema lámarksráðstafanir til að hjálpa þessum nýju íbúum til að komast inn í Danskt samfélag. Þar liggur vandamálið.  Danir eru með beinharða hægri stjórn sem er þar að auki rasisk.  Ekki er við öðru að búast.

Englendingar geta sjálfum sér um kennt með allar sínar nýlendur.  Stór hluti útlendinga þar eru eimitt nýlendubúar og þar af leiðandi breskir þegnar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: Kolgrima

Góður pistill, Jenný.

Kolgrima, 17.4.2007 kl. 01:58

9 Smámynd: Linda

eitt svar, borga íslendingum sómasamleg laun og við getum hugsað um eldhúsin, aðhliningu og aldraða, meira  að segja stundað byggingavinnu og vélavinnu og svona mætti halda áfram endalaust. Svo já þessir útlendingar eru að halda niðri launum, í sumum tilfellum ekki öllum.  Og DK er að borga brúsann í dag fyrir að vera opið land.   hef heyrt um pólverja sem vinna hérna, hata að vera hérna, þola ekkert hérna, vilja bara komast heim, enn hér fá þeir borgað og þeir senda peninga heim.  Sorry..vá maður ...þetta er mjög algengt.  Er ég rasisti fyrir að  hugsa/segja svona, hell no,  fæ þetta beint frá erlendum jám ekki er allt gull sem glóir. ..Rasisti er ofnotað orð ´það sama á við fordóma

Linda, 17.4.2007 kl. 02:29

10 identicon

Ef fólk lítur til baka til þess hvernig hlutirnir voru áður en opnað var fyrir frjálst flæði verkafólks til landsins, var það þá svona rosalega vont mál að hafa þær hömlur sem voru og til marks um fordóma og rasisma? Mér finnst bara hreinlega allt í lagi að hafa einhverjar hömlur á þessu hvort sem um er að ræða Ísland eða eitthvað annað land. Er það eitthvað skrýið þó fólk vilji að þeir séu sigtaðir úr sem hafa verið til vandræða í eigin heimalandi og ætla sér að halda áfram einhverri skuggaiðju hingað komnir? Ekki þætti mér það skrýið þó önnur lönd settu stopp á íslendinga sem hafa brotið af sér hér heima og vildu sækja eitthvað annað til að flýja réttvísina hér og halda sinni iðju áfram annars staðar. Þetta er mín skoðun og ætla ekki að fara að afsakan hana á einn eða neinn hátt. Svo get ég tekið undir það sem Linda sagði hér að ofan. Hef það frá konu sem tók pólverja inn á heimili sitt í einhverjar vikur að sá var búinn að búa hér á landi í fimm ár og talaði ekki orði í íslensku að hennar sögn. Hann hafði enda engan áhuga á að læra málið og fann Íslandi allt til foráttu. Hún sagði við hann að hann yrði nú að læra málið ef hann ætlaði að vera hér eitthvað áfram en hann brást illa við því að sagði að hann gæti þá bara krafist þess á móti að íslendingar lærðu pólsku til að geta talað við hann og aðra pólverja sem væru hér.

Tóta (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.