Leita í fréttum mbl.is

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

22

Ég fékk tvær kunningjakonur mínar í snögga kaffiheimsókn í kvöld.  Við ræddum ma kosningarnar, þe aðallega tvær okkar.  Hin hélt því fram sem oftar að hún væri ópólitísk.  Það er bláköld trúa mín að það sé ekki hægt að vera ópólitískur, hins vegar sé þessi röksemdafærsla notuð þegar fólk vill ekki og nennir ekki að taka afstöðu.  Þessi ópólitíska kunningjakona mín er hins vegar með skoðanir og heilmikið attitjúd í sambandi við þær.  Hún setur þær fram af ákveðni, með þóttasvip á milli samanbitinna tanna.  Hún er algjör andstæðingur feminisma, viðurkennir ekki tilvist glerþaksins og vill meina að konur komist áfram á eigin verðleikum ef þær bara nenni því sem sé nú ekki algengt.   Á hennar heimili hefur ríkt þjóðarsorg síðan setuliðið hvarf héðan.  Þau geta ekki á heilum sér tekið hún og eignmaðurinn.  Nú getur hvaða kommúnistaríki sem er hertekið landið!  Hún er sem sagt alls ekki pólitísk og hún er EKKI uppfærð í heimsmálunum á 15. mín. fresti (W00t).  Þessa kunningjakonu mína hef ég ekki séð í nokkuð mörg ár.  Hún kom vegna þess að hin vinkonan sem býr í Hollandi var í heimsókn og leiðir okkar þriggja lágu saman fyrir nokkuð mörgum árum vegna vinnu.  Sú frá Hollandi er mikil baráttukona.  Hún veit hvað hún vill og það sem meira er um vert: Hvað hún vill alls ekki.  Þær fóru að rífast meðan ég bætti á könnuna og voru bálillar á svip þegar ég (blásaklaus) birtis með skarpheitt kaffið handa þeim. 

029

Nú ég ætla ekki að tíunda það sem fram fór okkar á milli enda yrði mér þá hugsuð þegjandi þörfin.  Er nú þegar í ónáð hjá annari þeirra. En ég verð að segja ykkur frá því að sú ópólitíska ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn (eins og svo margir "ópólitískir"gera) og ég spurði hana illkvittnislega hvort hún myndi  listabókstafinn þeirra.  Það var nefnilega sollis þegar við unnum saman þá hitti ég hana á kjörstað með eiginmanninum.  Þó fóru inn í sitthvorn kjörklefann og um leið og hún var horfin á bak við tjöldin gall í henni "Magnús hvort átti ég að setja X við D eða G?". Frk. ópólitísk.is varð ekki par glöð yfir þessari upprifjun minni, hafði skilið húmorinn eftir heima (eða hafði aldrei átt hann til) og rauk á dyr.  Eftir sátum við Holland og hlógum okkur máttlausar.  Þarna varð ég einni "vinkonu" fátækari og var rétt í þessu að þakka almættinu fyrir þá miklu gjöf.

Ég hef sankað að mér allskonar fólki í gegnum árin.  Þeir minna aðlaðandi hafa hrunið úr umgengi mínu eins og flugur, án þess að til einhverra uppgjöra kæmi.  Ein og ein skítabomba í fortíðardraugaformi fellur þó af og til að mér ásjáandi.  Annars er ég aöl svakalega heppin með vinkonur og óvini mína myndi ég ekki þekkja á götu þó líf mitt lægi við.Wink

Ég reikna með að ég hefði getað þagað, verið kurteis og ljúf og að fleira en kaffið hefði þá runnið ljúflega niður en eftir að mér rann þá nenni ég ekki lengur að "búllsjitta". Það tekur tíma, það er leiðinlegt og maður verður afskaplega ósáttur við sjálfa sig.

SíjúgæsHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Skemmtileg saga, er boðskapur ?

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb tvíþættur Tommi minn! Margir kjósendur Sjallanna eru það vegna misskilnings og kona á mínum aldri á að vera búin að grisja vinahópinn algjörlega.  Það er boðskapurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað áttir þú ekki að þegja.  En Guð minn góður hvað það er mikið af svona nytsömum sakleysingjum, sem hafa bara skoðun næsta manns.  Spurning um hvort svona fólk eigi í raun og veru að hafa kosningarétt.  Þau skekkja myndina svakalega.  Í raun og veru hefur maðurinn hennar tvö atkvæði á móti ein annara. 

En það er alveg rétt hjá þér Jenný mín, þetta er ekki vinskapur, þetta er viðhald heheheeh..... lífið er of gott til að vilhalda sambandi sem ekki hentar manni.  Vinkonur eða bara lífsförunautar almennt.  Það er okkar að velja og hafna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 08:44

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flottir punktar. Sannarlega umhugsunarefni. Segi gjarnan að ég sé ekki búin að taka afstöðu í sambandi við kosningarnar. Sem er satt. Að sjálfsögðu er ég samt ekki ópólitísk. Viðurkenni að áhugasvið mitt hefur legið annarsstaðar og er því frjáls sem fuglinn á þessu svið. Frjáls og óháð og illa upplýst.

Veit ma. ekki nema í örfáum liðum um hvað feministi stendur fyrir. Treysti því bara að tími gefist fyrir komandi kosningar og vilji að lesa, stúdera, staðsetja mig.

Til lukku með daginn og alls ekki fara að taka upp á þeim ósið að þegja. Djö, ertu flott!(upphrópunarmerki)

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 10:41

5 identicon

Heyrðu nú gæskan!! getur maður ekki átt vini sem eru með aðrar skoðanir en maður sjálfur?  Hvar klikkaði uppeldið?

Greta systir

Greta Baldursdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:30

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sis ertaskammahanasystur þína? Hehe ég sem hélt að ég væri svo asskoti líbó. Þessi kona er hins vegar óþolandi.  Lovjú

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: halkatla

ótrúlegt hreint út sagt - en mjög fyndið líka

halkatla, 16.4.2007 kl. 14:13

8 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí, minnir mig á söguna af konunni sem fór að kjósa. Hún kaus eins og maðurinn hennar sagði henni og áður en hún lagði af stað áréttaði hann: Krossa við D, þú veist, eins og D fyrir drottinn. Konan fór og gerði eins og fyrir hana var lagt. Þegar heim var komið spurði kallinn: Kaustu ekki eins og ég sagði þér. Ó jú, sagði kella, var það ekki G fyrir Guð?

Ibba Sig., 16.4.2007 kl. 14:58

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg ég dey úr hlátri.  Ibbs þú ert svo djö... fyndin þessa dagana

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 15:41

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þessi flökkusaga, að ópólítískir kjánar kjósi Sjálfstæðisflokkin, lifnar við fyrir hverjar einustu kosningar á sunnudögum jafn sem aðra daga en það sem er svo fyndið að fólkið sem fær söguna í höfuðið heldur að hún sé sönn. Það trúir á hana og líður því miklu betur á eftir enda kominn dásamleg skýring á stærð XD flokksins sem er miklu betri en sú hörmung að svelgjast á kaffinu og þurfa að horfast í augu við hversu vel heppnaður XD flokkurinn er í raun, hversu vel heppnuð pólitíkin er sem hann rekur sem "bitnar" nokkuð jafnt á þjóðinni enda er ísland á efstu listum allra mælikvarða sem mæla lífskjör. Ég man þá tíð þegar við vorum á efstir á öllum hörmungarlistum. Ef það þarf ópólíska kjána til að bæta kaupmátt og lífskjör einnar þjóðar til hins betra mun ég stoltur tilheyra kjánunum.

Benedikt Halldórsson, 17.4.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband