Sunnudagur, 15. apríl 2007
SVONA GERUM VIÐ II
Ég get ekki látið hjá líða að birta hér nokkur gullkorn til viðbótar úr bók Helgu Sigurðardóttur "Bökun í heimahúsum" frá því Herrans ári 1934. Svona áður en hún fer í bókaskápinn aftur. Er búin að grandskoða þessa litlu bók og er orðin margs fróðari.
Við förum aftur í kaflann "ýmsar leiðbeiningar". Helga kann greinilega margt fyrir sér varðandi hina ólíklegustu hluti sem eiga sér stað í eldhúsi. Hún segir:
"Hjartarsalt: Hjartarsalt er hvítt duft og er mjög sterkur þefur af því. Hentast er að geyma það í glasi með glerloki. Það er mest notað í smákökur".
Það er rétt hjá Helgu þetta með hjartarsaltið og lyktina. Ég varð beinlínis veik sem stelpa þegar amma mín lét mig þefa að því. Og hvað með öll þessi ílát sem Helga er alltaf að nefna? Áttu íslenskar húsmæður allskyns blikk, járn- og glerdósir með varíerandi lokum á, á lager? Maður spyr sig? Áfram heldur eldhússérfræðingurinn:
"Að geyma eggjahvítur: Eggjahvíturnar eru geymdar á köldum stað og er örlitlu af salti stráð yfir þær eða köldu vatni helt yfir þær".
Þetta fer með mig. Á maður að hella vatni yfir eggjahvíturnar bara sí svona? Eyðileggjast þær ekki þegar vatnið blandast saman við?? Hef ég misst af einhverju í öllum þeim tímum í efnafræði sem ég skrópaði í? Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Og næst síðasta ráðleggingin kemur hér:
"Að hræra deig: Sama er til hvorrar handar deig er hrært. En gæta skal þess, að hræra ekta sandköku ætíð til sömu handar. Eftir að hveiti og lyftiduft er komið saman við má ekki hræra það meira en nauðsyn krefur.
Ég er svo forviða. Þarna er komin skýringin á endemisfrægð minni sem floppari á bökunarsviðinu. Ég hef ALLTAF hrært sandköku til beggja handa! Hehe ég skil varla orð af þessu fyrirkomulagi. Skil orðin en bökunarheimurinn er mér framandi. Og að lokum:
"Að smyrja brauð: Bezt er að smyrja brauð með eggi, sem hrært er saman við mjólk eða vatn. Einnig má gera það með hræðri eggjahvítu. Hentast er að gera það með pensli".
Hefur konan aldrei heyrt talað um smjör?? Var þetta viðbitið anno 1934? Kona spyr sig. Rosalega eru tímarnir breyttir.
Konur hljóta að hafa verið að í húsmóðurdjobbinu 24/7. Þetta hefur verið þrælahald. Þarna er nánast allt gert frá grunni. Konur búa meira að segja til sitt eigið lyftidúft, súkkat og fleira. Nánast allt sýnist mér.
Nú legg ég þessa fróðlegu bók Helgu Sigurðardóttur aftur í bókaskápinn og er orðin mun upplýstari um aðstæður húsmæðra á þessum árum. Það er svo margt hægt að lesa á milli línanna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Ljóð, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er með eitt alveg skothellt húsráð. Var í eilífu basli með make-up sem vildi setjast í kragann á hvítum skyrtum. Í dag, nudda ég kragann upp úr uppþvottalegi, læt standa í stutta stund. Þvottavél og vúlla! Málið er dautt! Dúndur á allskyns bletti. Hef ekki keypt Bio-spray síðan.
Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 22:00
hehhe vá pælið í þessu, ég hefði verið flokkuð undir eitthvað svaka dæmi og send í langskólanám i húmæðringu ekki mín sterka hlið verð ég að segja, það er svo annað miklu skemmtilegra heldur en t.d að hræra EKTA sandköku ætið sömu handar.... vá hehe ekkert smá gaman að glugga í svona gömlum bókum og þær segja svo mikið líka um tíðarandann á þessum tímum.
Sædís Ósk Harðardóttir, 15.4.2007 kl. 22:45
Ég held að þetta sé bara fljótfærnisvilla hjá Helgu (eða setjaranum sem setti bókina); það eru eggjarauður sem vatni er hellt yfir þegar þær eru geymdar, ekki hvítur.
Íslenskar húsmæður fyrri tíma áttu örugglega miklu meira af krukkum, flöskum og dósum af öllu tagi en núna, þegar allt er í einnota umbúðum eða umbúðum sem er hent. Reyndar á ég alltaf birgðir af alls kyns ílátum (aðallega af gömlum vana).
Það var algeng trú áður fyrr að deig ætti að hræra annaðhvort réttsælis eða rangsælis og sumir vildu meina að ef skipt væri um stefnu færi loftið sem búið var að hræra inn í deigið úr því aftur. Ég held reyndar að þetta sé ekki rétt en hitt stemmir að yfirleitt er best að hræra deig sem minnst eftir að hveiti og lyftiduft er komið í það.
Að smyrja brauð: þarna er ekki verið að tala um viðbit, heldur það sem deigið er penslað með áður en brauðið fer í ofninn til að fá betri skorpu á það. Ætli algengasta viðbitið 1934 hafi ekki verið smjörlíki.
Nanna Rögnvaldardóttir, 15.4.2007 kl. 23:09
Fylgist alltaf með blogginu þínu, þú ert frábær penni og kannt að gera hversdagslega hluti áhugaverða og skemmtilega. Hún Helga mín Sig. er að tala um hverju þú smyrð á brauðið (deigið) áður en þú bakar það vel þekkt ráð til þess að mýkja skorpuna eða til þess að fá "glansáferð" á brauðið.
Takk fyrir mig og megir þú eiga marga góða daga.
Sv.
Svava Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:11
Frábært lesefni Jenný mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 23:14
Gaman að lesa þetta Jenný! Æðislegt . Ég væri sko til í að komast í þessa
Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 23:39
Nanna og Svava kærar þakkir fyrir að útskýra "smurða brauðið". Hef reyndar heyrt líka að viðbitið hafa að mestu verið margarin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.