Laugardagur, 14. apríl 2007
SVONA GERUM VIÐ
Ég var að endurraða og þurrka af í bókaskápunum mínum í gærkvöldi. Ég gekk fram á ýmsar bækur sem ég hafði ekki séð lengi. Sú merkilegasta var þó lítil og snjáð bók frá árinu 1934 "Bökun í heimahúsum" eftir Helgu Sigurðardóttur sem er höfundur hinnar víðfrægu bókar "Matur og drykkur". Það er bæði fróðlegt og jafnframt sprenghlægilegt að skoða svona gamlar bækur. Mikið rosalega hafa konur þurft að hafa fyrir lífinu á þessum árum. Í kaflanum "Ýmsar leiðbeiningar tendur t.d.:
"Margir hyggja, að fyrirhafnarminna og ódýrara sé að kaupa allt brauð í brauðbúðum. vera má, að áhyggjum og ýmsum öruðleikum sé létt af húsmæðrum á þann hátt. En ef því verður við komið, er hentugra, kostnaðarminna og skemmtilegra að baka heima, auk þess er heimagert brauð miklu betra, ef bakstur og tilbúingur lánast vel".
Helga kemur með hagnýtar upplýsingar:
"Hveiti: Það er nauðsynlegt hverri húsmóður, að nota gott hveiti. Mér hefir reynzt amerísk hveiti bezt. Ekki má geyma hveitið á votum eða rökum stað.... Er það háttur fljótfærinna og óreglusamra húsmæðra, að mæla af handahófi. En slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra"
Bókin er skrifuð til kvenna sem er auðvitað ekki undarlegt á þessum tíma. Það er samt óneitanlega broslegt á stundum. Þetta með fljótfærnu og óreglusömu húsmæðurnar hitti mig beint í solar plexus, ég átti það til að mæla af handahófi og er því ein af þeim sem Helga skrifar um hér í ásökunartón. Ég gríp niður í ráðleggingar Helgu:
"Að þeyta rjóma: Gæta ber þess, að rjóminn sé kaldur og þykkur. Er hann látinn í vel þurrt og hreint ílát og þeyttur, þangað til hann er svo þykkur, að hann drjúpi ekki af þeytaranum. Gæta þarf þess að þeyta hann ekki of mikið, því að þá aðskilst hann og verður að áfum og smöri."
Hér er svo sem ekkert merkilegt og öðruvísi á ferðinni annað en það að Helga hnykkir á með að ítlátið skuli vera vel hreint. Ég veit ekki hvernig hreinlæti var háttað á þessum tíma en ráðleggingar um hrein ílát, hægri-vinstri eru eins og rauður þráður í gegnum þessa skemmtilegu bók.
Og áfram. Helga er praktísk húsmóðir. Hún býr til sitt eigið stöff:
"Lyftiduft: 200 gr. vínsteinsduft (kremor tartan) 100 gr. natron, 15 gr. hartarsalt, 15 gr. hrísmjöl. Allt er þetta sáldað 5-6 sinnum. Geymt í glasi með glertappa (ekki í blikkíláti). Ger þetta er ódýrara og betra en það sem keypt er í búðum".
Vei þeirri húsmóður sem sem hefur keypt notað ger úti í búð. Ég er orðlaus. Er virkilega hægt að búa til sitt eigið ger?
Bara svo þið vitið það kæru "húsmæður" hvað við höfum það gott. Árið 1934 þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum. Helga þessi mæta kona sem hefur bjargað mörgum eldhúsfrömuðinum með bókinni sinni Matur og drykkur ásamt þessari kökubók hér, skrifar í blíðum móðurlegum tón með smá uppeldislegu ívafi. Hún minnir okkur á þá nauðsynlegu staðreynd að skortur á hreinlæti og galgopaháttur verði ekki liðinn í hinu hefðbundna íslenska eldhúsi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Alveg yndislegar bækur, ég á nokkrar bækur eftir hana og þetta eru miklar gersemar í mínu eldhúsi. Fann eina á fornsölu um árið og var mikið fljót að kippa henni í mitt eldhús. Ég held að hreinlæti á þeim tíma hafi ekki verið svo mikið.
Mmm nú langar mig í Helgukleinur *slurp*
Ragnheiður , 14.4.2007 kl. 08:19
Ég er greinilega óreglusöm og fljótfærin húsmóðir. Slumpa oft og reglulega, mæli af handahófi. Alveg furðulegt að matur og bakstur skuli alltaf heppnast ágætlega þrátt fyrir það . Annars var hún Helga snillingur! Ég fékk "Matur og drykkur" eftir hana í brúðkaupsgjöf árið '86 ( fyrra hjónaband). Mamma á eldgamla útgáfu af sömu bók. Ég er búin að notast mikið við þessa bók, sérstaklega fyrstu árin mín í búskapnum. Gríp stundum í hana ef mig vantar rétt hlutföll af eitthverju og þessháttar . Helga var jú mjög nákvæm kona og stundum dugar bara ekki að slumpa .
Ester Júlía, 14.4.2007 kl. 09:27
Úff ég er líka í óreglusama og fljótfæra slumphópnum og hélt að það væri merki um einstaka snilligáfu í eldamennskunni að geta bara slumpað á hlutföllin
Björg K. Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:27
Sæl
Ég var að senda þér e mail. Kíktu á það :D
Ragnheiður , 14.4.2007 kl. 12:35
Snilld hjá þér að koma með þetta. Rosalega gaman að sjá þetta. Hef aldrei átt svona bækur, mamma kenndi mér reyndar þrifnaðinn og nákvæmnina, en mér fór ekki að ganga vel í eigin eldhúsi fyrr en ég fóra að slumpa soldið. Skilaðu kveðju á Dúuna okkar og ég vona að allt sé gott hjá henni. Hennar verður sárt saknað.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:41
Unga fólkið og Eldhússtörfin er minn bjargvættur í eldhúsinu mínu....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 12:58
Heitir hún ekki "unga stúlkan og eldhússtörfin"? Það held ég.
Auðvitað slumpum við hinnar óreglusömu. Hehe. Dúa er ennþá að drepast í flensu en er að venju andlega ern.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 13:11
nei jenný...fyrri bókin hét unga stúlka og eldhússtörfin en svo kom ný og þá var það unga fólkið og eldhússtörfin. Ég tapaði minni svoleiðis bók og auglýsi hér með eftir eintaki
Ragnheiður , 14.4.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.