Föstudagur, 13. apríl 2007
HINIR EINU SÖNNU UMBOÐSMENN GUÐS?
Mikið rosalega finnst mér það skiljanlegt að prestarnir í Digraneskirkju vilji ekki ferma eitthvað untansafnaðarlið úr tam Fríkirkjunni. Ég meina, að hin eina sanna trú er í þjóðkirkjunni. Það vita allir. Aðrir söfnuðir eru að sjálfsögðu ekki Guði þóknanlegir. Hvernig veit ég það? Jú prestar þjóðkirkjunnar eru umboðsmenn Guðs á jörðinni. Þeir hafa marg oft sagt það þó ekki með þessum orðum kannski. Svo lítilþægir þjónar Guðs. Núna hafa þeir sent fermingarbarninu sem þeir neituðu að ferma, opibert afsökunarbréf. Svo stórmannlegt af þeim.
Án gríns. Afhverju er fólk í þessari ríkisreknu þjóðkirkju? Það fyrirbrigði er svo ósjarmerandi sem frekast getur verið. Þjóðkirkjan er svona álíka spennandi og annað opinbert batterí sem er Tollstjóraembættið. Enginn vill vera þar en þar eru allir skyldugir að vera með.
Prestar Digraneskirkju útskýra afstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ó nei minn kæri, útbreiddur misskliningur og gömul klisja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 16:09
Voðalega er þetta lítið skemmtilegur málflutningur og þá af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er textinn uppfullur af rangfærslum og hins vegar sú staðreynd að þessi málflutningur virðist spretta af annarlegum ástæðum.
Prestar Þjóðkirkjunnar hafa aldrei sagst vera einu sönnu umboðsmenn Guðs á jörðinni. Þá skal það líka tekið fram að Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin en það er eflaust ekki hægt að gera þá kröfu til eiganda þessarar heimasíðu að skilja það fyrirkomulag sem er á hlutum mála í tengslum ríkis og kirkju.
Þá er það hreint kjaftæði að Þjóðkirkjan sé óspennandi stofnun og það lýsir kannski trúarafstöðu Önnu Jennýar að tala um stærsta trúfélag landsins sem óspennandi, og þá sérstaklega í ljósi þess að þar starfa best menntuðu trú- og biblíufræðingar landsins ásamt öllu því öðru fólki sem stendur sig oftast svo afbragðs vel.
Þjóðkirkjan stækkar ár frá ári og þar er sífellt verið að bjóða upp á meira starf, kirkjusókn er að aukast, bókaútgáfa er í blóma og svo má ekki gleyma því mikla sérþjónustustarfi sem Þjóðkirkjan sinnir, m.a. gagnvart fötluðum, öldruðum, innflytjendum, blindum og öðrum. Hvernig er þeim málum háttað meðal annarra trúfélaga?
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:01
Nei ekki hægt að gera þá kröfu til mín að skilja þetta óskiljanlega batterí sem er þjóðkirkjan. Ég heiti Jenny Anna og það er sjálfsagt ekki hægt að gera þá kröfu til Stefáns Einars að fara rétt með svona smáatriði eins og nöfn.
Að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekinn er tæknilegt skilgreiningaratriði.
Aöl Megi Guð vera með yður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 17:17
hmmm.... ég hef eina spurningu fyrir þig kæri Stefán...... hvaða sérþjónustu hafa fatlaðir fengið. Ég er menntaður þroskaþjálfi og aldrei í mínu starfi sem slíkur hef ég fengið tilboð um þjónustu af þessu tagi.
Ég er hins vegar sammála Jenný um að þjóðkirkjan sé afskaplega leiðinleg stofun....
Björn Benedikt Guðnason, 13.4.2007 kl. 19:44
Ég gekk úr þjóðkirkjunni á sínum tíma vegna þess sem mér fannst vera hræsni og hroki í sóknarnefndinni og prestinum. En þar fyrir utan hef ég aldrei getað skilið að fólk skuli virkilega geta trúað blint á það sem sagt er í biblíunni og hjá prestum. Ég vil sjálf leita sannleikans og velja og hafna því sem mér finnst rétt. Ég feyktist burt sem dropi úr hafinu og stefni þangað aftur. Þaðan komu allir, líka þeir sem játa aðra trú. Við erum eitt kærleikans verur. Það sem hefur sundrað mannkynið allra mest í þessari veröl er einmitt trúin. Engin hefur verið drepin, pyntaður eða rændur meira en einmitt út af trú. Og hana nú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 20:22
góð skoðun Asthildur! sérstaklega fann ég mig í "Við erum eitt kærleikans verur". Þetta er nákvæmlega það sem málið snýst um.
Björn Benedikt Guðnason, 13.4.2007 kl. 20:43
Manneskjan hefur alltaf endað í öngstræti þegar hún ákveður upp á sitt eindæmi að þramma af stað í leit að sannleikanum. Í hvaða átt skal stemmt? Hver er mælikvarðinn sem hafður skal að leiðarljósi? Og hver er svo þessi sannleikur? Ekki er gott að leita þess sem maður ekki veit hvað er!
Jesús Kristur gaf okkur frelsi frá þessari vonlausu leit. Hann sagði: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið". Þrátt fyrir það er ekki verið að biðja fólk um að trúa í blindni, heldur einfaldlega verið að bjóða fólki að slást í för með Jesú, gerast sporgöngumenn hans. Og fyrst Ásthildur minnist á kærleikann, þá er gott að rifja það upp að hann er talinn "mestur" meðal kristinna manna og þó vissulega hafi fólk liðið og þjáðst vegna manna sem skákað hafa í skjóli trúarbragða, þá hefur það ekki verið vegna kristinnar trúar, þeir sem láta aðra þjást ganga í berhögg við allt það sem Kristur kenndi.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:57
"Best menntuðu og trú og biblíufræðingar vita oft minna um Guðdóminn en við hin ómenntuðu. Og hvað með það þá bókaútgáfan sé í blóma??? Hef virkilega stúderað og lesið mér til og ekki get ég sagt annað að margir hámenntaðair biblíuietthvað hafi sýnt svo um munr mannlega grimmd og foredóma og skilningsleysi þ´ratt fyrir allan bókalesturinn. Bókvitið hefur ekkert að gera í mannlegt hjartalag og upplifun á kærleika. Það verður aldrei lært af bókum. Mér finnst ég lesa hroka úr þessum skrifum...opið mannlegt hjarta er eini farvegur krists í þessum heimi. Hvort sem um er að ræða vel lesna eða illa lesna menn og konur. Kærleikurinn spyr ekki um menntun heldur hjartalag. Punktur!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 23:31
Það er náttúrulega fáránlegt að það skuli ekki vera búið að aðskilja ríki og kirkju fyrir löngu. En þjóðkirkjan er svo sannarlega óspennandi stofnun og full af ósamkvæmni Jenný... hvað sem hver segir:)
Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 23:50
Það er búið að múra hina raunverulegu kirkju inni í hroka og yfirlæti. Hverjum dettur í hug að meta kirkjunnar menn eftir menntun en ekki hjartalagi og visku???? Eða verkum þeirra?
Sumir prestar eru aldeilis frábærir..en ég man eftir presti sem labbaði framhjá mér á mómenti ém ég þurfti verulega á sálgæslu að halda og sagí honum ótta minn um barnið mitt..en hann var búinn á Guðsvaktinni og flýtti sér í burtu. Kauplaus vinnur maður ekki guðsvinnuna..eða hvað?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 00:19
Ég er alveg sammála Katrínu og fl. hér. Annars er hægt að ræða endalaust um þetta mál. Ég stend við það sem ég hef skrifað. Mér finnst ekki kristilegt að neita að ferma barn sem er ekki í þjóðkirkjunni. Ekki beint kristilegur hugsanaháttur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 00:29
Tvær spurningar sem gott væri að fá svör við.
Í fyrsta lagi til Heiðu: Með hvaða hætti viltu láta aðskilja ríki og kirkju og hvað er það sem aðskilnaður felur í sér?
Í öðru lagi til Katrínar Snæhólm: Hvaða grimmd er það sem þú sérð í skrifum þessara manna og hvaða skrif eru þetta eiginlega?
Það er leiðinlegt þegar fólk varpar fram staðlausum fullyrðingum sem eiga sér ekki dæmi um í raunheimum.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:17
Stefán Einar hefur staðið sig vel hér í svörum. Vefgreinin hér efst á síðunni er of hryssingslega fram sett til að hægt sé að taka hana alvarlega.
Ásthildur bloggvina mín, þú ert á villugötum og átt ekki að hafna kirkju, þótt einhver sóknarnefnd eða prestur hafi ekki verið þér að skapi. Og þessar setningar þínar eru satt bezt að segja steypa: "Það sem hefur sundrað mannkyninu allra mest í þessari veröld er einmitt trúin. Enginn hefur verið drepinn, pyntaður eða rændur meira en einmitt út af trú" -- enda hefurðu ekkert þessu til sönnunar; eða hefurðu stúderað mannkynssöguna sérstaklega með tilliti til þessa? -- t.d. sögu Mongóla, Hitlers-Þýzkalands, Sovétríkjanna eða Kína? Reyndu að vega og meta orð þín, áður en þú sleppir þeim út á netið! Bið svo að heilsa honum Ella þínum (ég þekki þessi mætu hjón).
Katrín Snæhólm aðhyllist einhvern illitteratisma, bókaandúð eða bibliofóbíu, a.m.k. þegar kemur að trúmálum. Auðvitað veit hún ekkert um gildi bókanna, sem Skálholtsútgáfan hefur gefið út, ef hún ber sig ekkert eftir þeim. Ég hvet hana og aðra til að banka upp á í Kirkjuhúsinu á Laugavegi, þar er margt fróðlegra, nytsamlegra, glæsilegra og einfaldra bóka, þar með talið fyrir þá sem vilja veita sinni innri trúrækni næringu, skynja meira nánd Guðs, upplifa með öðrum dulúð tilverunnar og dýpri leyndardóma. Kirkjan er vinur þinn, ekki óvinur!
Jón Valur Jensson, 14.4.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.