Fimmtudagur, 12. apríl 2007
AÐ ÆTLA AÐ HÆTTA AÐ REYKJA
Ég hef tekið stórvægilega ákvörðun. Hinn óforskammaði, umhverfispestunarfrömuður og sígarettugötuhornabuxnavasahengilmæna eins og einn kennari hér forðum kallaði okkur unglinga sem vorum að fikta við reykingar ætlar að drepa í þ. 26. apríl n.k. (skráist hér svo ég geti ekki logið mig út úr þessu og frestað aðgerðum um 1 ár). Ég er búin að reykja í alveg svakalega mörg ár. Reyktjaldið hefur byrgt mér sýn svo lengi að þessi ósiður er orðinn jafn stór hluti af mér og hendurnar, sem hamast núna á lyklaborðinu. Einu sinni, aðeins einu sinni hef ég í alvörunni hætt að reykja. Ég var komin með einhverja stíflu í æð og varð að leggjast inn á spítala. Ég varð skelfingu lostin og húrraði mér á Reykjalund og drap í. Ég var sígóedrú í þrjá mánuði og ef ég hefði ekki verið þarna með sjálfri mér og upplifað það hefði ég sagt mig ljúga því. Húsbandið hætti svo eftir að ég féll og hann tók þetta með annari í 1-1/2 ár meðan ég var á svölunum og púaði mínar sígarettur.
Það var svona álíka frelsistilfinning að hætta að reykja (þó mér hafi heldur betur skrikað fótur) eins og þegar ég fór í meðferð og varð edrú (rosalegar fíknir hjá mér, út um allt bara). Nú þurfti ég/húsband ekki að hendast út í sjoppu fyrir lokun með tunguna lafandi af mæði eða hósta og hósta stundum þegar illa stóð á. Húðin breyttist, líðanin lagaðist ótrúlega fljótt. Ég ofmetnaðist. Hætti að hlusta á ráðleggingar og hélt að ég myndi aldrei aftur fá mér sígarettu. Hvílíkur og annar eins hroki. Það var eins gott að ég tók ekki edrúmennskuna mína með þessu hugarfari.
Þarna á reyklausa tímabilinu þá notaði ég mikið af nikótínlyfjum til að byrja með. Ég minnkaði þau síðan smátt og smátt en hélt eftir nefúðanum sem gaf svo mikið kikk í byrjun að ég fékk nikótínsjokk og nánast flattist út á vegginn og hárið á mér sagði sig úr lögum við mig, þe stóð sjálft upprétt á hausnum á mér. Þetta jafnaði sig svo.
Núna ætla ég að fara á nefúðan (hehe). Það tilkynnist hér með að á afmælisdegi húsbandsins mun ég vera á fyrsta reyklausa deginum í nýja lífinu mínu. Hverju á ég að hætta næst? Að borða kjöt? Aldrei í lífinu.
Síjúgæs
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góð. Ég hætti 15.11.06 eftir 18 yndisleg ár. Langar í núna, en ég ætla að harka þetta af mér. Reyndar er bara ca mánuður síðan ég hætti á plástri og tyggjói. Gangi þér rosalega vel, hef trú á þér í þessu.
Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 01:48
Nokkur ráð frá einni sem hætti fyrir meira en 20 árum. Fá mér hvítan vasaklút og anda í hann, svona til að byggja upp ógeð á tjörunni í lungunum. Viku fyrir hætting fór ég á safakúr, drakk bara ávaxtasafa og gætti þess að hafa sveskjusafa með líka. Þetta var til þess að koma lagi á meltinguna og minnka hættu á því að þyngjast. Þetta tvennt virkaði alveg þrælfínt. Svo er líka ágætt að eiga óupptekinn pakka svona áskorun sem verður að standast. Þú ættir að minnstak kosti að taka tvo til þrjá daga í svona hreinsun. Ég hætti og mig hefur ekki langað ekki í sígarettu síðan. Þetta er miklu betra en nikotíntyggjó eða nefúði. Algjör breyting á andlegu nótunum virkar best. Og gangi þér vel elsku Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.