Leita í fréttum mbl.is

HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR..

1s

..Magnús Þór Hafsteinsson í Frjálslyndaflokknum fyrir að tala fyrir vægast sagt skelfilegri pólitík í málefnum innflytjenda í Kastljósinu í kvöld.  Ég held að það séu öfgaelement þarna á ferð í flokknum og ég efast stórlega um að meðlimir Frjálslynda flokksins  séu allir með það á hreinu hvar varaformaðurinn og hans nótar standa í þessum málum.  Hvort þessi stefna er af hreinni og klárri umhyggjusemi við útlendinga eða til að vernda okkur gegn fjöldainnrás tugþúsunda manna og kvenna.  Málflutningurinn er enda loðinn og Magnús Þór slær úr og í.  Innflytjendamál verður að ræða að sjálfsögðu en ekki á þessum forsendum eins og ég hef margskrifað um hér á blogginu mínu.  Þjóðernisflokkar hafa verið hafnir til vegs og virðingar tam í Danmörku og Austurríki og það fer um mig hrollur við tilhugsunina um að svona málflutningur nái flugi hér.  Ég held samt að Íslendingar, flest allir amk., hafi óbeit á kynþáttamisrétti. 

Magnús Þór þarna ertu málsvari hættulegrar mannvonskustefnu. Sem ég held að mistúlkist meira að segja í þínum eigin flokki.  Þú mátt klæða það í hvaða búning sem er.  Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hingað þyrpist fólk í tugþúsunda tali. "Getóverjorself". Get ekki ímyndað mér að við séum svona eftirsóknarverð. Við tökum ekki einu sinni við flóttamönnum eins og löndin í kringum okkur.  Fólk má hins vegar koma hingað meðan við getum notað það í þennsluástandinu og það fólk fer beinustu leið heim aftur að verkefnum loknum.   Íslenskt þjóðfélag hefur bara orðið ríkara og skemmtilegra vegna þeirra útlendinga sem hér hafa sest að.  Ef gera á bragarbót á undirboðum og þrælahaldi á fólki þá skulum við snúa okkur að því að hreinsa upp hjá glæpafyrirtækjunum sem hafa flutt inn verkamenn til landsins, hýrudregið þá og farið með þá eins og hunda og gjörbrotið á þessu fólki mannréttindi.  Þar er raunverulegt vandamál á ferðinni.

563


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er innilega sammála þér Jenný. Magnús Þór var enda skotinn í kaf í kvöld og það var greinilegt í gærkveldi hvað Guðjón Arnar leið illa með af svara fyrir þessa stefnu Frjálslynda. Þeir eru einnig með þessari rakalausri málflutningi búnir að mála sig í horn varðandi önnur mál því fáir virðast taka mark á þeim eftir þessa vitleysu. Og ég heyri mikla óánægju hjá vinum mínum sem hafa stutt Frjálslynda flokkinn, þessi umræða hefur skaðað flokkinn og hann stendur eftir sem hægri öfgaflokkur í hugum manna, ekki umbótasinnaður félagshyggjuflokkur á hægri kantinum sem hann átti að vera í upphafi.

Kristján Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: 365

Frjálslyndir verða fyrir barðinu á kjósendum í vor, þessa verður grimmilega hefnt, sannið til.

365, 10.4.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Skammarlegur málflutningur, skammarlegt af Guðjóni Arnari að láta draga sig niður í þvílíka firru sem úr Skagamanninum Magnúsi og kynþáttahataranum Jóni Magnússyni kemur.  Hrynur, þetta kolhrynur og Frjálslyndir þurrkast út.  Treysti Íslendingum til þess.

Magnús Þór Jónsson, 10.4.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í Frjálslynda flokknum er nefnilega ágætis fólk eins og annars staðar og leiðinlegt að málpípa þessara hættulegu afla þe Magnús Þór skuli vera svona fjári sýnilegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í Frjálslynda flokknum er nefnilega ágætis fólk eins og annars staðar og leiðinlegt að málpípa þessara hættulegu afla þe Magnús Þór skuli vera svona fjári sýnilegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 22:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm alveg óþarfi að tvíka Jenny Anna.  Segi sonna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 22:29

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný mín ég veit að þú varst að tala um hana Ásthildi okkar þegar þú hikstaðir áðan og tvíslóst inn, hún er ein af þessum góðu en hennar foringjar eru ekki bara búinir að mála sig inn í horn, heldur notuðu þeir lím sem þornar aldrei og þeir eru fastir forever, þetta var ljótan hjá Magnúsi í kvöld  (orðskýring: Ljótan er dalvíkska)  Mikið eru ungarnir sætir, einn hvítur og hinir svartir, óbein skilaboð? góð

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 22:55

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hingað þyrpist fólk í tugþúsunda tali. "Getóverjorself". Get ekki ímyndað mér að við séum svona eftirsóknarverð.

En ef það gerðist nú værir þú sátt við það ? Staðreyndin er sú að hingað kemur fólk í þúsunda tali og það verða auðvitað tugþúsundir, safnast þegar saman kemur. Magnús benti líka á að eftir að landið opnaðist hafi fólki frá Asíu verið meinað að koma hingað, hvers vegna skyldi það nú vera ? Fólk þaðan er hreint ekki ánægt með að fá ekki að flytja hingað ættingja sína eins og áður var leyft.  Ekki eru ríkistjórnarflokkarnir kallaðir rasistaflokkar fyrir það.

Mætti halda að við höfum ekki séð sama Kastljósþáttinn. 

Þóra Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 23:50

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei það hefur kannski verið annar þáttur í þínu sjónvarpi Þóra.  Ég væri fullkomlega sátt við að fá hingað nýtt fólk.  Við þurfum bara að taka í lurginn á okkur og koma í veg fyrir að nýjir Íslendingar séu ekki misnotaðir eins og margir glæpamenn hafa gert til þessa.  Íslenskir glæpamenn svo það sé á hreinu.  Það er jafn vont að fólki frá Asíu sé bannað að koma hingað nema að uppfylltum fáráðnlegum skilyrðum.  Svei.

Elsku Ásdís ég var ma að hugsa um hana Ásthildi sem er príma hugsjónakona og yrði smart pólitíkus.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 01:09

10 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég held að þið ættuð aðeins að slaka á , fordæmendur Frjálslyndra, og lesa textann í auglýsingunni sem og hlýða á það sem sagt er áður en þið hellið úr skálum reiði ykkar! Ég hef aldrei lesið annað út úr þessu en umhyggju fyrir innflytjendum sem og þeim sem fyrir eru í landinu. Það er hlægilegt að lesa fordómafullar útlistanir á hryllilegum rasisma Frjálslyndra, og síðan kemur klausa um að nær sé að taka á móti þeim með þeim hætti sem FF er að lýsa!

Kristján H Theódórsson, 11.4.2007 kl. 01:11

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristján sínum augum lítur hver silfrið.  Það þarf góðan og einbeittan vilja til að sjá ekki hræðsluáróðurinn í auglýsingu Frjálslynda flolkksins.  Það er eitthvað að þegar 99% allra sem maður talar við upplifir hana sem neikvæða gagnvart innflytjendum.  Þar sem spilað er inn á ótta fólks við hið óþekkta.  Ég hef skoðað auglýsinguna og hlustað á Magnús Þór og það sem ég heyri er nákvæmlega það sem ég blogga um í pistlinum.  Sorrí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 01:52

12 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Greinilega ert þú að tala við einhvern einangraðan útkjálka hóp ef 99% þeirra hafa neikvæða ímynd af málflutningi frálslyndra. Könnun á Vísi.is sýndi að u.þ.b. 2/3 svarenda höfðu jákvæt viðhorf til þessa málflutnings.Auðvitað ekki mjög marktæk könnun , en gefur samt vísbendingu. Sjálfur finn ég í viðræðum við fólk að það er  alls ekki svo ósammála þessari umræðu. Hitt er allt annað mál að menn gerast ekki endilega stuðningsmenn flokksins útá þessa umræðu.

Kristján H Theódórsson, 11.4.2007 kl. 02:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Algjörlega sammála þér Jón Kristófer.  Þetta er vondur málstaður og engum til sóma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 11:17

14 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já yfirleitt hafa flestir þolinmæði fyrir málefnalegum umræðum þótt þeir séu ekki sammála henni. Það er deginum ljósara hvernig Frjálslyndir hafa birt sína stefnu í innflytjendamálum. Að ætla svo að halda öðru fram er fáráðlegt. "Umhyggja fyrir útlendingum" er eitthvað sem enginn getur lesið úr þessum málflutningi. Eins og ég hef bent á líka dregur þessi umræða úr trúveruleika Frjálslynda flokksins í öðrum málaflokkum og þessi hrokafulla framkoma Magnúsar Þórs og Jóns Magnússonar eru ekki að gera sig hjá flestum. 

Það kemur svo að sjálfsögðu í ljós í kosningunum hvort þessi aðferð skili einhverju, ég efast um það, mér finnst þessi umræða hafa stórskaðað málaflokkinn sem er mjög mikilvægur okkar þjóðfélagi.

Kristján Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband